— GESTAPÓ —
Sæmi Fróði
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/04
Allt það týndist fljótt.

Fimmti ágúst 1932.

Það var hér um árið að ég var í sveit nokkurri suður með sjó og austan við Vík, óbreyttur vinnumaður, við slátt eins og tíðkaðist þá. Ég var ókunnugur í sveitinni, búinn að vera þar í um viku tíma og því lítið kynnst fólki af næstu bæjum. Þar sem ég var einn út á engi að slá, sé ég að það nálgast mig ungfrú nokkur sem ég hugði að hlyti að vera af næsta bæ. Blómleg var hún og fönguleg sýnum. Hún benti mig á að koma og ég elti hana, sagðist vita um góða laut rétt austan við Munaðarhól. Hún fór að tína af sér hverja spjörina á fætur annarri á leiðinni og fylgdi ég dæmi hennar og elti hana yfir hólinn að lautinni.
Nú, er við vorum komin að lautinni bæði nakin og sælleg, þá sneri hún sér við og er hún sá krossmarkið á vininum þá rak hún upp gól, breyttist í Kölska og hvarf niður í sprungu sem opnaðist í lautinni. Kölski sveiflaði halanum og reyndi að grípa í mig með honum en greip aðeins fremst í hægri sokkinn og tók með sér niður.

Já krakkar mínir, mórall þessarar sögu er sá að þið skuluð aldrei fara úr sokkunum, ef þið ætlið að fara að stunda kynlíf.
En sokkurinn týndist, sei sei já.

   (36 af 42)  
9/12/04 20:01

Heiðglyrnir

Fín dagbókarfærsla, Sæmi minn.

9/12/04 20:01

Hakuchi

Alltaf ertu jafn fyrirhyggjusamur Sæmundur minn.

9/12/04 20:01

Sundlaugur Vatne

Bíddu nú við, Sæmi minn. Hvar á landinu ert þú?
Suður með sjó hefur lengst af átt við Reykjanesskagann (sbr. Suðurnesjamenn) og því leikur mér forvitni á að vita hvernig það getur verið fyrir austan Vík?

9/12/04 20:01

Sæmi Fróði

Hvaða Vík ertu að tala um Sundlaugur og ferðu aldrei suður með sjó neins staðar annars staðar en á Reykjanesskaga? [Klórar sig í skegginu og hristir höfuðið]
Rosalaega geta þessir Reyknesingar verið sjálfhverfir!

9/12/04 20:01

Sundlaugur Vatne

Fyrirgefðu, Sæmi minn, ég er ekki Reyknesingur. Við Vatne-menn erum frá Ýsufirði eins og flestum er kunnugt.
Hins vegar er það málvenja á íslenzku að þegar talað er um "suður með sjó" þá sé átt við Reykjanesskagann. Mér þætti hinsvegar gaman að vit hvaða Vík þú ert að tala um, Sæmi minn. Því sé hér um að ræða Vík í Mýrdal, þá skýrist ýmislegt. Þar hafa menn (karlar og konur) verið einangraðir og sérsinna frá örófi alda, allt til þess að sandar voru vegum lagðir og ár brúaðar.
Annars er sagan "skratti" góð.

9/12/04 20:01

Sæmi Fróði

Fyrirgefðu Sundlaugur minn, á það til að stökkva upp á nef mitt af minnsta tilefni, elliglöp sjáðu til. Jú þeir eru sérsinna þar og ég staldraði þar við eitt sumar, ég leit sveitina aldrei sömu augum aftur eftir þessi kynni mín af Kölska, sá hann í hverju andliti.

9/12/04 20:01

hundinginn

Líktist hún nokkuð Byrnu í nesi? Eða kanski Önnu frá Hildisey? Eða var hún af einhverri Pjeturseyjarætt? Kónganef? Kiðfætt? Klofstutt? Útskeif? Sæmi. Hver var hún, ef ekki sjálfur Árinn?

9/12/04 20:01

Furðuvera

Æ já... ég man óljóst eftir þessu. Varst þetta bara þú Sæmi minn? Þú verður að fyrirgefa, ég er löngu búin að týna sokknum.

9/12/04 21:00

Vímus

Heyrðu kallinn! Ertu á sýrutrippi?
Blessaður slakaðu nokkrum LSD.

9/12/04 21:00

Skabbi skrumari

Hver hefur sinn djöful að draga... þinn heitir Kölski... skál.

9/12/04 21:00

Sæmi Fróði

Á maður að svara þessu öllu?

hundingi, hún breyttist í Kölska.
Furðuvera, ekki ljúga að mér, þótt Kölski sé furðuvera, þá ert þú ekki Kölski.
Vímus, nei en ég var á mysufolaldi.
Skabbi, já minn heitir Kölski, skál.

Sæmi Fróði:
  • Fæðing hér: 10/5/05 15:07
  • Síðast á ferli: 30/9/11 21:47
  • Innlegg: 437
Eðli:
Uppstökkt gamalmenni sem hefur allt á hornum sér, gleyminn í þokkabót.
Fræðasvið:
Saga, Kölskafræði, fjölkynngi og svartrúnalist.
Æviágrip:
Sæmundur fróði Sigfússon, goðorðsmaður og prestur í Odda, lærður mjög. Tók vígslu í Frankoníu á elleftu öld, týndist og fréttist af honum við nám í Svartaskóla í Þýskalandi, þar sem hann nam flölkynngi og svartra rúna list af kappi. Kölski reynir oft að hrifsa sál hans, en gengur illa (sjá félagsrit, nú eru komnar nokkrar sögur inn af baráttu okkar Kölska).