— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Dagbók - 9/12/04
Raunveruleikaþættir

Var að horfa á sjónvarpið. Furða mig á því hve mikið af raunveruleikaþáttum eru komnir í sjónvarpið. Komið vel yfir tvo tugina að minnsta kosti.

Þetta byrjaði ansi sakleysislega þegar Survivor byrjaði. Héldu kanarnir ekki vatni yfir þessum þáttum. Síðan var þessu sjónvarpað hér á landi og allt varð vitlaust sem og í öðrum evrópuþjóðum.
Sáu þá múgur og margmenni þá tækifæri að búa til fleiri raunveruleikaþætti. Eftir Survivor kom The Bachelor. Síðan kom Extreme Makeover o.s.frv. Núna eru komnir þættir sem ganga út á það að finna einhverja prinsessu og einnig þættir sem eiga að finna einhvern kokkanema fyrir besta kokk í heimi eða eitthvað álíka kjaftæði.

Er þetta ekki komið nóg? Hve langt munu Bandaríkjamenn ganga í þessari vitfirringu. Ætli þeir endi ekki eins og Japanarnir. Láta þá sem eru í þáttunum gera einhvern skandalann í von um að það muni auka áhorf á þættina.

Auðvitað eru ekki allir þættirnir ömurlegir. Vor ritara fannst t.d. The Biggest Loser skemmtilegt áhorfs. Alltaf gaman að sjá feitt fólk brjálast á hlaupabrettinu á heilum 4 km hraða, ég skal svo segja það. Einnig hefur vor ritara fundist The Contender ágætis þættir. Eina vandamálið við þá er þetta eilífa væl í boxurum. Þeir eru ekkert nema teprar fyrir utan hringinn. Þykjast vera einhverjir harðjaxlar, en eru allt í einu svo brothættir að það má ei koma við þá.

Núna eru íslenskir raunveruleikaþættir í vinnslu. Hef ég séð í sjónvarpinu að það sé verið að gera þátt að nafni " Ástarfleyið ". Ég meina... hvað er í gangi? Hve lágt getum við farið. Alltaf þegar Bandaríkjamenn gera eitthvað, þá fáum við þörf á að gera það sama, hvort sem það er gott eða slæmt.

Þetta er farið að ganga út í öfgar. Hvet fólk að sleppa því að horfa á þennan Ástarfleyis þátt... eða bara raunveruleikaþætti yfir höfuð.

   (3 af 19)  
9/12/04 15:00

dordingull

Þú þarft ekki að hvetja mig. Hef aldrei séð neinn af þessum þáttum. Ef það er efni í sjónvarpinu sem ég hef ekki nokkurn áhuga á þá slekk ég á því.
Þættir af þessu tagi virka á mig svipað og sápuóperur. Ælan leggur af stað upp í kok við það eitt að heyra raddirnar.

9/12/04 15:00

Hildisþorsti

Lifi Survivor Amasing race og Það var lagið!

9/12/04 15:01

voff

Samþætting er lykilorðið. Hvernig væri The Contender ef viðkomandi ætti að syngja og dansa fyrir dómnefnd á milli lota í boxkeppninni og þyrfti að koma sér til keppninnar og frá í kapphlaupi við tímann og endaði svo á að afhenda hinum boxurunum rósir.

9/12/04 15:01

voff

Hugmynd að íslenskum raunveruleikaþætti: "Rímaðu eða deyðu", þar sem í stað þess að boxa eða vera í einhverri vinsældakeppni þyrftu keppendurnir að kveðast á. Tímamörk 40-60 sek. og ekki er rétt rímað eða rangir stular þá detta menn út. Til að gera þetta virkilega spennandi þyrftu menn að vera inni í alvöru baðstofu, í ullarföðurlandi og sauðskinnssikóm, éta súrmat úr aski, bölva öllu sem danskt er og drekka amk. pott af brennivíni á kvöldi.

9/12/04 15:01

B. Ewing

Og þessir stjörnu"raunveruleika"þættir eins og Fjöldi daga með Jessicu Simpson og þannig háttar þættir. Hver nennir virkilega að sjá þetta?

9/12/04 15:01

Prins Arutha

Ástarfleyið! Þvílík fyrra! Að vera að henda miljónum í eitthvað sem aðrir eru búnir að gera er bara hrein heimska. Það hlítur að vera hægt að nota þessa aura í eitthvað skynsamlegra en svona vitleysu.
Það er orðið illa þröngt ef menn þurfa að fara í svona þætti til að reyna að ná sér í maka.

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.