— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Pistlingur - 6/12/04
Íslenskir strætóbílstjórar

Ég var að keyra í dag, var í andlegri afslöppun og hlustaði á hvalatónlist samblandna við færeyska reggísamhljóma, þegar strætisvagn einn keyrir fram úr og svínar gersemlega fyrir mig. Steig ég að sjálfsögðu á bremsurnar og reyndi að koma í veg fyrir árekstur, sem og ég gerði. Er þetta nú ekki í fyrsta sinn sem ég hef lent í svona aðstæðum vegna brjálaðra strætisvagnabílstjóra. Þetta eru mestu ökufantar sem til eru á Íslandi. Ég man skilmerkilega eftir atviki þegar vor ritari var að koma að gatnamótunum við Sprengisand. Kemur ekki strætó einn á starkandi ferð, vel yfir hámarkshraða og strunsar yfir gatnamótin þótt það hefði verið komið rautt ljós. Munaði litlu að það hefði orðið stórslys, en sem betur fer fór það ekki á þann veg.

Nú er verið að taka hraðahindranir í burtu af vegunum í Breiðholtinu þar sem ég er búsettur, vegna þess að þær fara víst illa með bakið á strætóbílstjórunum. Tel ég þessa ástæðu vera hin mesta vitleysa. Heldur vor ritari að brottnám hraðahindrana sé til þess að strætófantarnir geti keyrt um eins og brjálæðingar í hverfi mínu, svo þeir ná tímaáætlun.

Það er einmitt það sem ég tel vera orsökina fyrir þessum fantaakstri. Bílstjórarnir hafa 20 mínútur til þess að keyra einhverja langa leið og eiga að geta náð henni á leyfilegum hraða.

Finnst vor ritara að það ætti að bæta við 5-10 mín við þessar tímaáætlanir svo að bílstjórarnir þurfa ekki að vera í eilífu stressi við að ná í tæka tíð og þurfa ei að keyra strætisvagnana eins og kappakstursbíl.

   (9 af 19)  
6/12/04 03:02

Furðuvera

"Þetta er bara heilalaus hálfviti með hor." - Sjón um enskan strætóbílstjóra.

6/12/04 03:02

hundinginn

Hafnfirskir eru bara flottir!

6/12/04 03:02

Ívar Sívertsen

Ég skal segja þér það heillakallinn að brjósklos er atvinnusjúkdómur bílstjóra. Ástæðuna er að finna í gríðarlegu magni hraðahindrana á höfuðborgarsvæðinu. Ég ók leið 43 í Hafnarfirði þar til nýverið að ég skipti yfir á leið í Kópavoginum. Á leið 43 er farið yfir 23 hraðahindranir á 20 mínútna fresti. Ef bílstjórasætið er bilað þá heggur hver hraðahindrun upp í hrygginn á manni og sársaukinn getur verið mikill. Það gerist alltaf 1. júní ár hvert að kvartanir undan fantaakstri strætóbílstjóra aukast og er þar um að kenna hópi sumarafleysingamanna sem ekki eru eins varkárir og þeir sem hafa þetta sem fasta vinnu. En hvað varðar tímaplanið þá náum við að keyra hringinn á tilsettum tíma ef stoppað er tvisvar. Annars ekki. En að breyta tímatöflum er ekki eins auðvelt og það virðist. Vagn a þarf að stemma við vagn b á stað z. síðan þarf vagn b að stemma við vagn c á stað y. En á meðan þarf vagn a að stemma við vagn d á stað x. Svo í framhaldinu þarf vagn b að stemma við vagn d á stað v. Og svona mætti lengi halda áfram. Það hefði líka í för með sér gríðarlega kostnaðaraukningu og fjölgun vagna á götunum. Og það viljum við ekki.

6/12/04 03:02

Skabbi skrumari

Þar talar maður með reynslu... var að bíða eftir svari frá honum áður en ég færi að gjamma hér... Skál fyrir Ívari Strætósnillingi...

6/12/04 03:02

Börkur Skemilsson

Ég sé, les og heyri það að Ívar er hokinn af reynslu í þessum málefnum. Samt sem áður hr. Sívertsen. Sumir strætisvagnabílsjtórarnir eiga það til að vera frekar ákveðnir við pedalinn á tímum.

6/12/04 04:00

Nafni

Ekki sko hann Ívar okkar.

6/12/04 04:01

Tina St.Sebastian

Hann Ívar var nú næstum búinn að aka mig niður um daginn. Kannske ég ætti að hætta að drepast á miðjum Salaveginum...

6/12/04 04:01

B. Ewing

Það eru líka svartir sauðir í röðum fastráðinna bílsjóra Ívar, þeirra frægastur ekur vissa leið um Grafarvogshverfið. Sá maður keyrir eins og vitlaus maður alla vaktina , allann ársins hring. Fólk er jafnvel farið að forðast að setjast í bílinn sem hann ekur hverju sinni því að vitað er að hraðakstur í allar beygjur og yfir allar hraðahindranir, kappakstur að næsta strætóskýli og næstu ljósum eru aðalsmerki þessa manns. Fólk bíður frekar eftir næsta vagni eða velur aðra leið þó hún sé seinfarnari.
Það er betra að koma tiltölulega lítið sjóveikur, bakveikur og lemstraður úr einni strætóferð.

6/12/04 04:01

Jóakim Aðalönd

Það er mikið til í því. Ég keyrði strætó í tvö ár og get alveg upplýst almenning um að misjafn sauður er í mörgu fé. Sumir vagnstjórar keyra sína leið í rólegheitum og veita farþegum þá þjónustu sem þeir þurfa, án þess að stressa sig upp, jafnvel þó mikið sé að gera. Dæmi um þessa bílstjóra er Steingrímur vinur minn Matthíasson, sem keyrir leið 2, eða keyrði, því hann var víst neyddur til að hætta, bara vegna þess að hann varð sjötugur á árinu, sem mér finnst ósanngjarnt. Hann var líka mjög vinsæll meðal farþeganna, vegna þess að hann tók lífinu með ró, en stóð samt sína vakt með sóma. Ég lagði mig fram við að gera eins og leit ávallt upp til Steingríms þegar ég gegndi starfi vagnstjóra. Það skilaði sér í því að ég fékk aldrei nokkurn tímann kvartanir frá farþegum, en uppskar ánægju þeirra í staðinn.

Hins vegar verður að segjast eins og er að það eru sumir vagnstjórar sem kunna einfaldlega ekki að aka. Dæmi um slíkt er einn maður sem ég vil ekki nafngreina. Hann átti og rak flutningabíla um áratuga skeið, þar til hann hætti því og fór að keyra strætó. Öðrum eins ökuníðingi hef ég varla setið í vagni hjá, þrátt fyrir að hann hafi verið fastráðinn.

Það er líka mikið til í því sem Ívar segir um afleysingamenn. Þeir eru ekki allir jafn góðir og ég er á þeirri skoðun að það þurfi að þjálfa þá miklu betur. Stjórnendur upp til hópa hjá strætó fá ekki háa einkunn hjá mér, það get ég sagt ykkur, þó innan um leynist einn og einn góður. Við þurfum almennilega menn í stjórnendastöðurnar hjá strætó. Ekki markaðsfræðinga og svoleiðis pakk!

Jóki í Thailandi

6/12/04 04:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Eiga strætisvagnar ekki réttinn þegar um framúrtökur eða akstur inn á akreinar er að ræða? Það er það sem merkið með einni grænni ör sem kemur í veg fyrir aðra rauða í afturrúðunum þýðir..

6/12/04 05:00

Gröndal

Ívar Sívertsen er það nægilega góð ástæða til að fjarlægja allar hraðahindranir í úthverfum, að það fari svo illa með strætisvagnanna og bakið á strætóbílstjórum? Frekar vill ég þá að Strætó fjárfesti í betri sætum handa bílstjórum sínum heldur en að fjarlægja allar hraðahindranir og setja þá börn okkar í hættu vegna hraðaksturs. Það var mikið vandamál í mínu hverfi fyrir 5-10 árum vegna hraðaksturs innan íbúðagatna og safngatna, sem að var tryggilega leyst með hraðahindrunum og þrengingum. Nú vill Strætó fjarlægja þetta allt saman fyrir betra strætókerfi og sparnað í viðhaldi vagnanna!

6/12/04 05:01

Tigra

Talandi um hraðahindranir.. það er eitt sem ég vil gagnrýna hér fyrst það er komin svona umferðarumræða.. og það er það sem sumstaðar átti að koma í stað fyrir hraðahindranir.
Það eru svokallaðar þrengingar.
Hvað er málið með þær?
Halda yfirvöld virkilega að þegar þeir þrengi götuna og geri hana einbreiða hér og þar, að þá hægi menn á sér?
Ég held nú ekki.
Menn aka í kapp við hvorn annan og reyna að verða á undan bílnum sem kemur á móti þeim til þess að þurfa ekki að stoppa og bíða eftir hinum.
Þetta er alveg fáránlegt og mikil slysahætta!
Ég gjörsamlega þoli ekki svona þrengingar. Þær eru á mörgum stöðum, aðallega í kópavogi, en e-ð í breiðholtinu og á fleiri stöðum líka.
Ef einhver getur útskýrt tilgang þeirra með viti fyrir mér, þá væri það vel þegið.

6/12/04 05:01

Hóras

Skil ekki tilganginn með þrengingunum, en líklega var það kynsveltur karlmaður sem átti þessa hugmynd

6/12/04 05:02

Ívar Sívertsen

Gröndal: Það er vissulega satt og rétt að hraðakstur er vandamál innan stéttarinnar. Og það sem Tigra nefnir um þrengingarnar er alveg rétt, þær eru skelfilega illa hannaðar. Þrengingar virka ekkert fyrr en búið er að setja þrengingar sem er svolítið mál að komast í gegnum. Laugavegurinn er t.d. ekki mikið hraðaksturssvæði eftir að þeir settu hann í hlykki og plöntuðu grænum tippum meðfram. En varðandi það að það sé ekki nóg að slit á vögnum og bakveiki starfsmanna þurfi til brottnáms hraðahindrana. Það er nóg og það sem meira er að ég skal koma til þín í vinnuna og sparka í rassinn á þér á ca 45 sekúndna fresti í 6 tíma. Þá áttarðu þig kannski á því við hvað er að eiga í starfi strætóbílstjórans.

6/12/04 05:02

Gröndal

Já og þegar þú kemur að slysstað þar sem búið er að keyra á 6 ára frænku þína sem að var að fara yfir götuna sem þú keyrir á 20 mínútna fresti þá áttarðu þig kannski á því hvað er að eiga í starfi ættingja sem að verður fyrir því að eiga náskyldan aðila sem að lendir í lífshættu vegna hraðaksturs.

6/12/04 06:00

B. Ewing

Fyrst Laugavegurinn var nefndur hjá Ívari þá er rétt að taka það skýrt fram að hvorki Strætó né Slökkvilið Reykjavíkur komast lengur niður allan Laugaveg einmitt vegna allra þrengingana og tippana í götukantinum. Til að komast að eldi á Laugavegi, sérstaklega milli Vitastígs og Frakkastígs, þa verður að aka niður næstu hliðagötu og labba þaðan.

Hvert er öryggið í því? [Yppir öxlum]

6/12/04 06:01

Lómagnúpur

Nú skal enn miðlað af reynslu minni af búsetu erlendis: Í stórborg á meginlandinu tók ég mitt mótorhjólapróf og fór að keyra. Mér til mikillar undrunar virtist fólk þar halda sig almennt á löglegum hraða. Þar gilda yfirleitt tveir hraðar: 30 km hraði í íbúðabyggð, og á þeim svæðum gildir undantekningalítið hægri réttur, nema þar sem forgangur er merktur sérstaklega. 50km hraði gildir svo á aðalbrautum. Sumir kannast kannski við rauðar línur á hraðamæli bílsins síns, þær eru miðaður við þetta. Einstaka tengibraut er svo með 60 eða jafnvel 70 km hraða en það heyrir til algerra undantekninga. Og það sem skrýtnast er, fólk heldur sig við þetta án þess að nokkurs staðar sé hraðahindrun eða þrengingu að sjá.
Með þessu vil ég segja það, að vandinn virðist ekki liggja í umferðarmannvirkjum heldur hugsunarhætti. Menn hugsa: "Já, 60 km hraði? þá stoppar löggan mig ekki fyrr en svona 80, þ.e. 60=80". Og þetta: "Mér er sama þótt það sé rautt á ljósunum, ég gef í svo ég verði á undan þessum gaur þarna í röðinni."
Það er sem sagt umferðarmenningunni sem er ábótavant.

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.