— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 6/12/04
Stjörnustríð, hefnd þeirra siðlausu

Síðasta myndin í seríunni um baráttu aflanna í geimnum og hvað það nú er.

Loksins loksins. Eftir 28 ár kláraðu Georg og félagar seríuna Star Wars, en fyrsta myndin Star Wars - A New Hope var frumsýnd árið 1977.

Heitir þessi síðasti kafli í seríunni " Revenge of the sith ", eða á íslensku: " Hefnd þeirra siðlausu " eins og ég kalla það.

Þessi mynd var frekar frábrugðinn hinum tveimur sem á undan kom. Í Phantom Menace og Attack of the Clones var allt væmið, rómantík allstaðar og ég veit ekki hvað og hvað.

Þessi mynd hinsvegar er einungis blóðbað og blóðbað. Síðan kemur einhver slöpp ástarsena og síðan blóðbað og blóðbað. Var myndin þannig uppsett nokkurn veginn í þessa tvo tíma sem hún tók að klárast.

Ég hafði gaman af blóðbaðinu. Mjög flott atriði, en helst til of löng. Sum voru upp í 20 mínútur og það var ekki að gera góða hluti.

Hinsvegar hafði ég ekki gaman af ástarsenunum og rómantíkinni. Samtölin voru flöt og það sást að Heiðinn Kristson ( Hayden Christiensen ) getur ekki leikið.

Húmorinn í myndinni var fínn, en ekkert til að hrópa fyrir. Það má með sanni segja að R2 hafi stolið senunni í þeim málefnum. Lék stórkostlega. Var fyndinn, en jafnframt alvarlegur í senn. Kæmi mér ekki á óvart ef hann væri tilnefndur til Óskarsverðlauna.

Leikararnir voru misgóðir. Hayden Christiensen var ömurlegur, Natalie Portman léleg, Ewan MacGregor góður, Samuel L. Jackson góður, og Ian McDiarmid alveg skemmtilega lélegur. Api hefði getið leikið betur.

Allar stafrænar brellur voru frábærar. Ekkert út í þær að sakast.

Hinsvegar var klippingin með óhemju léleg. Ætti að skjóta klipparann... með fyrirvara.

Leikstjórnin var ágæt. George Lucas hefur aldrei verið neitt frábær leikstjóri, en ég hrósa honum fyrir frammistöðu sína.

Ætli ég slumpi á þetta þremur stjörnum ***

   (13 af 19)  
6/12/04 01:01

Lómagnúpur

Gefa klipparanum fyrirvara fyrir skotið, sem sagt?

6/12/04 01:01

Ísdrottningin

Gaman AÐ því!

6/12/04 01:01

Rasspabbi

[Skálar heiftarlega fyrir Stjörnustríði]

6/12/04 01:01

Börkur Skemilsson

Afsakaðu drottning mín. Gaman AÐ því

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.