— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Pistlingur - 5/12/04
Bandarískt ruslfæði

Vor ritari hefur lengi langað til að ræða um þetta málefni, einkum vegna þess að ég hef tekið eftir því með hverju árinu að börn og unglingar fitni með hverju árinu sem líður. Sum af þeim eru orðin svo sver að það liggur við að þau springi.

Íslendingar eru orðnir sólgnir í bandarískt ruslfæði. Margir framhaldsskólaemar leggja leið sína á MacDonalds, Burger King, KFC eða hvað sem þetta nú heitir og slepja í sig fituna af eintærri nautn. Sumir gera þetta einu sinni í viku, sumir á hverjum degi. Ég er í framhaldsskóla og það er ein stúlka í 1. bekk sem er vel í holdi, reyndar svo holdmikil að hún þarf að ganga hliðarskref til að komast inn í stofuna. Einnig eru tvær aðrar telpur sem taka allan ganginn vegna keppa sinna

Ég kenni miklum hraða í lífinu, tölvum og kæruleysis fólks um hví fólk er orðið svona ódrjúplega svert að ummáli.
Allir eru að drífa sig svo mikið að það er ekki tími til að elda sér mat, þannig að fjölskyldan skellur sér á MacDonalds og ryksugar í sig fleiri hundruð grömmum af fitu í sig.
Einnig eru margir einstaklingar sem hanga í tölvunni allan liðlangan daginn og hreyfa ekki á sér afturendann.

Ég er mikill íþróttamaður og hef ég tekið eftir þessu þar á bæ. Þegar ég stundaði knattspyrnu af krafti á mínum yngri árum, þá var ekki mikið um feita krakka.
Í gær fór ég og horfði á litla frænda minn keppa í fótbolta. Tók ég eftir því að ég hafði aldrei séð svona mikið af vel bústnum krökkum. Það var mikið af einstaklingum sem ekki gátu hlaupið 100 metra án þess að detta niður af örmögnun og fá síðan sprauti gegn sykursýki og lyf gegn astma. Þetta er orðið svona í dag. Ótrúlegt.

Ég vorkenndi þessum krökkum. Þegar ég var á þessum aldri, þá var ég þindarlaus. Gat hlaupið langar vegalengdir án þess að blása úr nös, eins og flestir þá á mínum aldri. Lékum okkur úti í leikjum, sem krakkar nú til dags vita flest hver ekki hvað það er.

Ég horfði síðastliðið kvöld á heimildarmyndina Super Size Me, en þar er einn einstaklingur sem ætlar að borða einungis MacDonalds fæði í mánuð og fara eftir það í skoðun og sjá hvernig hann væri.
Á þessu mánaðartímabili þyngdist hann um tug kílóa og það var lítið um næringarefni í hans líkama. Mestmegnis fita og sykur. Einnig leið honum skelfilega, kominn með síþreytu og fleira.

Mig misbýður svona athæfi og ætla ég að leggja til að það ætti að setja kvóta á hvern einstakling, hve mikið af ruslfæði sá aðili má leggja sér til munns og síðan ætti ríkisstjórnin að fara í herferð til stuðnings auknar hreyfingar hjá ungum sem öldnum.

- Börkur S.

   (14 af 19)  
5/12/04 13:01

kolfinnur Kvaran

Ágætis hugmynd en of mikið vesen að ég hygg. Þarf að skilgreina hvað er ruslfæði og hvað ekki. Reikna út næringargildi hvers einasta rétts á hverjum einasta matsölustað í bænum.

5/12/04 13:01

Sæmi Fróði

Foreldrar verða bara að fara að standa sig í stykkinu, þetta gengur ekki lengur [slær hnefann í borðið]

5/12/04 13:02

Hakuchi

Kvótar!? Svei. Fræðsla? Svei! Það vita allir að ruslfæði er óhollt og fitandi, þetta er ekki fávisku um að kenna.

Ég tek undir með Sæma Fróða. Foreldrar eiga að hunskast til að troða hollum mat í krakkana sína (þ.e. ruslfæði á að vera undantekning, ekki regla) og sparka þeim áfram í einhvers konar hreyfingu/íþróttum.

5/12/04 13:02

bauv

Ég er í kjörþyngd!

5/12/04 14:00

Hakuchi

Kjörþyngd bauva. Athylgisvert.

5/12/04 14:00

Limbri

Þetta félagsrit virkar við fyrstu sýn sem það sé full harðort, en við nánari athugun sé ég að innihald þess á fyllilega rétt á sér. Bæði umræðuefnið og framsetningin á því.

Gott félagsrit og er ég sammála því sem stendur í því.

-

5/12/04 14:00

Ísdrottningin

Ég styð heils hugar allt sem lýtur að bættu mataræði. Ég er ósátt við að ekki sé hægt að fá skóla Reykjavíkurborgar til að vera með gott fordæmi og bjóða upp á mat sem er laus við sykur og msg. Ef barnið þitt á bágt með að melta eitrið þeirra verður þú sjálfur að útvega barninu þínu mat í skólann. Börn í dag mega ekki fara heim í matartímanum.

5/12/04 14:00

Ívar Sívertsen

[forðar sér]

5/12/04 14:01

Kargur

Hér í Bandaríkjasveit þykir skyndibitamatur hvunndagsmatur. Enda erfitt að finna börn og unglinga sem kunna að meta alvöru mat. Og innfæddir flestir orðnir super-sized...

5/12/04 14:01

Lómagnúpur

Ég er ansi hræddur um að ruslfæðið per se sé ekki sökudólgurinn heldur einfaldlega það þjóðfélag sem við búum við. Matur er einfaldlega orðinn ódýr, og verður sífellt minni liður í útgjöldum heimilisins. Því telst það ekkert tiltökumál að kaupa sér snarl sí og æ. Fastir matartímar þar sem borðaður er hversdagsmatur og engann mat annan að fá milli mála, þetta er horfinn veruleiki. Við þetta bætist svo aukin fjölbreytni í mat, en það eykur matarlyst. Skyndifæðiskeðjurnar koma svo inn á markað sem er sólginn í þeirra framleiðslu en myndi éta eitthvað annað milli mála, og mikið af því, ef þeirra nyti ekki við.

5/12/04 14:01

Isak Dinesen

Ég er sammála Lómagnúp. Fólk nefnir til dæmis aldrei bakaríin í þessu samhengi. Vilja menn kannski líka banna fólki að versla í þeim nema ákveðinn "kvóta". Ég blæs á svona kvótatal - enda fáránlega flókið í framkvæmd. Hins vegar er vandamálið ekkert til að gera grín að.

5/12/04 16:00

Afnám Þrælahalds

Ég kenni of miklu skjáglápi og kyrrsetu um.

Ef það væri hægt að græða pening á útileikjum barna þá væri þetta sennilegast ekki svona. Helvítis kapítalismi (og Bill Gates). ´

Annars þurfa foreldrar bara að hugsa meira um börnin sín, sem er soldið þversagnakennt því hverju barni fylgir þörf fyrir: Auka herbergi, meiri mat, meiri fötum og fleira. Ég veit ekki lausnina á þessu, hugsanlega þarf að efla skólana frekar sem uppeldisverksmiðju eða bara létta undir foreldrum.

5/12/04 16:00

Afnám Þrælahalds

Já og kannski að ég bæti því við að til þess að eiga pening fyrir þessu öllu verða foreldrarnir að vinna meira, sem þýðir; minni tími fyrir börnin.

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.