— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Pistlingur - 5/12/04
Hví þurfa Íslendingar að læra dönsku?

Það hefur lengi blundað í mér sá þankagangur af hverju danska sé kennd í skólum. Danska er svosem alveg ágætis mál og Danir eru ágætir þótt þeir séu alveg ligeglad og stórklikkaðir. Einnig er þetta mál eingöngu talað í Danmörku. Ég get ei farið t.d. til Spánar og talað dönsku þar á bæ. Sett væri á mig spennitreyja og ég væri fluttur heim til Íslands.

Danska er að sjálfsögðu kennd út af sögu okkar og einveldi Dana á Íslandi o.s.frv. Tel ég að Danir fyrst og fremst hafi verið súrir og svekktir þegar þeir gáfu okkur sjálfstæði. Er það Þjóðverjum mestmegnis að þakka að við fengum sjálfstæði, enda gátu Danirnir ekkert annað gert. Hafa þeir örugglega samið við Íslendinga. að í staðinn fyrir sjálfstæði, yrði kennd danska í grunnskólum svo að við gætum tjáð okkur að einhverju leyti á dönsku.

Ég hef farið nokkrum sinnum farið til Danmerkur. Í sárafá skipti hef ég þurft að nota þetta mál til að koma meiningu minni á framfæri, því að allir Danir kunna ensku. Þau dönsku orð sem vor ritari hefur notast að mestu eingöngu við þar á bæ eru; tak, mange tak og tusund tak.

Ég kláraði stúdentspróf í dönsku fyrir stuttu. Þurfti ég að fara í munnlegt próf og ekki var það auðvelt, því ég skildi ei það sem kennarnar voru að segja við mig.
Ég er búinn að læra dönsku síðan ég var í 5.bekk og þetta var afraksturinn. Skildi ekki upp né niður í dómurunum þótt ég reyndi ákaft að festa orð þeirra í huga mér og finna samsvarandi orð á íslensku.

Hví ekki að leggja niður dönsku í skólum og taka upp t.d. þýsku eða spænska.
Þýsku er hægt að tala á Spáni, Portúgal, og að hluta til í Frakklandi.
Spænsku er hægt að nota allstaðar í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum, Portúgal o.fl.

Tel ég að það þurfi aðeins að hugsa út í notagildi dönskunnar, heldur en að hugsa í sífellu út í sögulegt gildi hennar. Nú eru aðrir tímar, aðrar áherslur og við þurfum að hreinsa til í pokahorninu og koma með eitthvað nýtt á framfæri.

   (17 af 19)  
5/12/04 10:00

Ísdrottningin

Det undrar jag med...

5/12/04 10:00

Gunnar H. Mundason

Ég er ágætlega sammála inntaki pistlingsins, en vil bara benda á að ekki er hægt að nota spænsku allstaðar í Suður-Ameríku, þar sem portúgalska er töluð í Brasilíu og auðvitað í Portúgal. En aldrei hef ég heyrt að það sé mikið um það að töluð sé þýska á Spáni og í Portúgal og spyr sá sem ekki veit hvort það sé alveg satt.

5/12/04 10:00

Texi Everto

Þetta er einvörðungu gert til að við getum stautað okkur fram úr raftækjabæklingum úr Elko og lesið hvað stendur aftan á sjampóflöskum

5/12/04 10:01

Börkur Skemilsson

Ég hef lagt mína leið til Spánar margoft og ég hef tekið eftir því að t.d. í verslunum og veitingastöðum kunna allir reiprennandi þýsku.
Þýska er annað tungumál Spánverja, eins og enskan er hjá okkur.

Í sambandi við spænskuna, þá er hægt að nota hana í Portúgal og Brasilíu. Hef prufað það og fólkið skildi mig mátavel.

5/12/04 10:01

albin

Snýst þetta ekki eitthvað um að tala a.m.k. eitt norðurlandamál? Sem ætti að vera samt óþarfi, þar sem flestir norðurlandabúar tala vænatanlega t.d. ensku.
Eða er það meiningin að halda einhverri "norðurlandaklíku" sem getur talað óskiljanleg tungumál eins og "skandinavísku" sem er hristingur af öllu því versta.

5/12/04 10:01

Enter

Maður verður að læra að þekkja óvininn.

5/12/04 10:01

voff

Hvis du ikke snakker dansk, så kan du ha et problem når du går til København i et bageri og spørger om hvis du kan bolle (fá bollur), d.v.s. bolle med en gammel bøsse (bollur fylltar með gamalli rjómasprautu).

5/12/04 10:01

Lómagnúpur

Smörrebröðs, bjórs og gammeldansks er aðeins hægt að njóta með réttum hætti ef hugsanirnar flæða á dönsku. Svo er þetta nú með eindæmum tígullegt tungumál.

5/12/04 10:01

Hverfill Kverúl

Ekki er hægt að lýsa kynlífi manna og dýra svo vel sé nema á Dönsku. Kemur sér vel að kunna Dönsku þegar fjallað er um kynlíf þosksins.

5/12/04 10:01

Gröndal

Ég tek undir með Entrum. Því danskan sjálf er ekki alslæm get ég sagt þér. De danske er så ligeglad!

5/12/04 10:01

Rasspabbi

Ég held að Texi hafi nefnt það sem rétt er.

Þetta er auðvitað bara ekkert nema samsæri raftæjasala sem nenna ekki að þýða doðrantin sem fylgir brauðristum og öllu því bakkelsi.

5/12/04 10:01

Hakuchi

Danskan er gamall fortíðarvani. Vörpum henni fyrir róða og með henni síðustu leifum af nýlenduhugarfarinu. Tökum upp mandarínsku í staðinn svo við getum tekið vel á móti okkar næstu nýlenduherrum; Kínverjum.

5/12/04 10:01

Haraldur Austmann

Þegar ég var í framhaldsskóla, spurði einn nemenda dönskukennarann hversvegna hann gæti ekki lært t.d. grísku eða ítölsku í stað dönsku (það voru ekki kennd mörg tungumál við þennan skóla), og þá svaraði kennarinn: Ég hef enga trú á að þú getir lært grísku fyrst þú ekki getur lært dönsku.

5/12/04 10:01

Furðuvera

Ástæðan fyrir hatri mínu á dönskunámi er dönskukennarinn minn. Hún er óþroskuð, lætur eins og barn, kemur fram við mig og samnemendur mína eins og börn og gefur okkur broskallastimpil fyrir verkefni! Sem dæmi má nefna að í dönskutíma í dag sagði hún við einn nemanda: "Skamm, skamm." Ég ætla rétt að vona að allir Danir séu ekki svona!
[Rífur hár sitt]
Niður með dönskunám!

5/12/04 10:02

Lómagnúpur

Obbosí, ertu sem sagt að rembast við að vera fullorðin, litla vera? Gakktu hægt um þær dyr.

5/12/04 10:02

Furðuvera

Seiseinei, ég vil bara að fólk komi fram við mig eins og þroskaðan einstakling.

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.