— GESTAPÓ —
Dalai Lama
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 1/12/05
Lamadýr

Þrífast lamadýr á Íslandi?
Lamadýr eru upprunnin í Andesfjöllum Suður Ameríku. Á síðari árum hafa þau verið flutt víða um heim og þrífast víða vel, m.a. í Kanada, á Nýja-Sjálandi, og á Bretlandseyjum. Lamadýr eru harðgerð og ættu að þola íslenskt veðurfar álíka vel og hin íslenska sauðkind. Dýrin þurfa að komast í skjól í mestu vetrarhörkum og þau þarf að fóðra á heyi.

Hvaða not má hafa af lamadýrum?
Lamadýr eru mikið notuð í Norður-, og Suður Ameríku sem burðardýr í gönguferðum til fjalla. Henta þau vel til slíkra nota þar sem dýrin eru fær um að bera um 40-45 kg birgðar um 20-30 km dagleiðir. Lamadýr eru talsvert léttari en hestar eða um 120-200 kg. Klaufir þeirra eru breiðar og mjúkar og því valda þau tiltölulega litlum átroðningi á viðkvæmu landi og eru í miklum mæli tengd við vistvæna ferðamennsku.

Með tilkomu lamadýra á Íslandi væri því hægt að fjölga þeim stöðum sem ferðamönnum er kleift að komast á gangandi án aðstoðar ökutækja. Aldrei áður hefur verið boðið upp á ferðir með lamadýrum hér á landi og því má búast við því að auglýsingagildi slíkra ferða væri verulegt, bæði innan lands sem utan.

Er dýrt að annast lamadýr?
Þar sem umhirða lamadýra er um margt lík hirðu sauðkindar og hesta þarf líklega að leggja í óverulegar fjárfestingar til að bændur landsins geti bætt dýrunum í bústofn sinn, eigi þeir á annað borð vannýtt hús eða möguleika á heyfeng.

Hrækja lamadýr á fólk?

Lamadýr eru gæf dýr, ólíkt því sem fólk oft heldur. Telji dýrin sér ógnað getur gerst að þau hræki en slíkt kemur afar sjaldan fyrir. Lítil vinna fer í að þjálfa lamadýr og venja þau fólki, dýrin eru gæf að eðlisfari. Yfirleitt er ekki vandkvæðum bundið að vista lamadýr á sama svæði og hesta.

Er hægt að nýta kjöt lamadýra?
Gott kjöt fæst af lamadýrum. Mun bragð þess vera milt, ekki ósvipað lambakjöti. Telja má víst að áhugaverður kostur þættii að bjóða upp á kjötið á matseðli framsækinna veitingahúsa. tenging í lamakjötsskýrslu. Er lamaskrokkur um 70 kg að þyngd.

Er hægt að nýta ull lamadýra?
Ull lamadýra er verðmæt afurð, mun dýrari en af sauðfé og er fjölbreyttni í lit ullarinnar. Eru hárin hol að innan líkt og hjá hreindýrum, og talin fíngerð, einsleit og sterk. Venjulega eru dýrin rúin annað hvert ár og fæst þá talsvert af ull af hverju dýri.

   (7 af 8)  
1/12/05 11:01

Offari

Skemmtileg hugmynd en óvíst um arðsemi.
Mæli með að hafin verði innflutningur straks og Jókim fenginn í að útvega dýr. Tilvalin hugmynd til að auka fjölbreytni í flóru landsins.

1/12/05 11:01

Dalai Lama

Flóru?????

1/12/05 11:01

Offari

Ferðamanna flóru. og Lífveruflóru.

1/12/05 11:01

Dalai Lama

Flóru????

1/12/05 11:01

Holmes

Var Íslamafélagið lagt niður?

1/12/05 11:01

Dalai Lama

Umsókninni var hafnað og félagið lagðist í dvala en ekki niður.

1/12/05 11:01

krumpa

FÁNU
Ferðamannafánu? Það hljómar reyndar ekki vel...
Fólk er bara alveg hætt að skilja þessi orð.

En hvar pantar maður eitt svona lamadýr?

1/12/05 11:01

fagri

Ekki megum við borða hunda eða krókódíla, Guðni segir nei. Þannig að lamadýraáætlunin
brennur upp í glóandi bremsukerfi landbúnaðarins. Annars væri ég vel til í að gadda í mig eitt lamadýr íklæddur loðinni lamagæru.

1/12/05 11:01

Skabbi skrumari

Lamadýr á Íslandi hljómar vel...

1/12/05 11:01

Vladimir Fuckov

Vjer höfum sagt það áður og segjum það enn að hjer er alltof ófjölbreytt dýralíf. Ætti því þegar í stað að hefja innflutning á lamadýrum, tígrisdýrum, strútum og krókódílum, helst í stórum stíl. Til að villa um fyrir mosavöxnum og íhaldssömum kerfissköllum væri þó æskilegt að nefna dýr þessi villandi nöfnum í innflutningsumsóknum, t.d. ostrich (ostrík ?), korkódrilli o.s.frv.

1/12/05 11:02

Kargur

Arðsemi? Síðan hvenær láta Íslenskir bændur arðsemi ráða ríkjum í ákvörðunum sínum? En ætli þeir þráist ekki við og setji lamadýrin í sama flokk og erlendar mjólkurkýr. Þó er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að þá grípi sama æðið og þegar refaræktin átti að gera þá alla að milljónamæringum.

1/12/05 12:01

Jóakim Aðalönd

Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef bragðað á Lamadýri og er það mesta lostæti. Það er líka rétt að ekki varð ég var við skapvonsku hjá þeim. Þrýstum á Obbobobb að leyfa innflutning strax.

Dalai Lama:
  • Fæðing hér: 19/4/05 20:58
  • Síðast á ferli: 3/2/15 08:56
  • Innlegg: 4
Eðli:
Dalae heite ég og er lamadýr frá Perú.
Fræðasvið:
Augnlækner
Æviágrip:
Athögaðö að ef þú skrefar ekkert á spjallborðeð svo mánöðöm skipter þá áskelör retstjórn sér rétt tel að taka af þér einkennismendena og gera hvað annað veð skráningö þína sem henne þóknast.