— GESTAPÓ —
Gunnar H. Mundason
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 5/12/04
Bíóferðir

Núna síðastliðna daga, nánar tiltekið, frá síðasta miðvikudegi til sunnudagsins í gær, hef ég farið í bíó hvert kvöld. Var þetta ný reynsla ef svo má að orði komast, og man ég ekki eftir að hafa gert þetta áður. Auk þess að vera ansi skemmtilegt, hefur mikill tími farið í þetta og ekki má nú gleyma gömlu góðu buddunni sem hefur lést töluvert við þessa iðkun.
Fyrsta myndin sem ég sá af þessum fimm var Vélhjóladagbækur, sem ég fjallaði um í nýlegu félagsriti. Hægt er að lesa gagnrýni mína um hana þar. Því næst sá ég hina mjög svo umtöluðu Gat í hjarta mínu frá Svíþjóð. Ég viðurkenni fúslega að ég hafi ekki skilið fullkomlega listina sem býr að baki þessarar myndar, og segi ég eitt um hana að í nokkrum viðtölum sem ég hef rekið augun í, við einn aðalleikara myndarinnar, segist hann ekki þjást af miklum varanlegum andlegum skaða eftir að hafa leikið í myndinni. Sú þriðja í röðinni var myndinn Túlkurinn, með óskarsverðlaunahöfunum Sean Penn og Nicole Kidman. Varð ég vægast sagt fyrir vonbrigðum með hana, enda er hún sögð einn mesti hasartryllir ársins, sem hún er sannarlega ekki. Fjórða var gamanmyndin Í góðum félagsskap og kom hún mér skemmtilega á óvart. Hún er einkar fyndin og fannst mér endirinn vera tær snilld. Ekki einhver „klisju-formúlu“ endir, heldur alvöru endir, þ.e. endir sem maður sér mjög sjaldan. Sú fimmta í röðinni var Hús hinna fljúgandi rýtinga. Hún var ein sú besta af þessum fimm. Sagan er ein sú besta sem ég hef séð langa lengi, og þó ég sé kvikmyndaáhugamaður, horfi ég yfirleitt frekar á innihald en ekki klippingu eða eitthvað þvíumlíkt, var myndatakan í þessari mynd hreint stórkostleg. Mæli ég með því að allir þeir sem hafi ekki ennþá séð hana, geri það áður an það verður of seint.
Gunnar H.

   (5 af 6)  
5/12/04 01:01

Hakuchi

Gott ef ég er ekki bara hjartanlega sammála þér varðandi allar þessar myndir, nema sænsku myndina, sem ég hef ekki nennt að sjá.

5/12/04 01:01

Gunnar H. Mundason

Það er líklegast til mjög góð ákvörðun hjá þér.

5/12/04 01:01

Berserkur

Hús hinna fljúgandi rýtinga er mjög gott nafn á mynd. Hver veit nema maður skelli sér?

5/12/04 01:01

Gunnar H. Mundason

Endilega að gera það sem fyrst. Kvikmyndahátiðinni fer að ljúka, veit hins vegar ekki hvort hún verði tekin til almenna sýninga eftir það. Finnst það mjög ólíklegt.

Gunnar H. Mundason:
  • Fæðing hér: 19/4/05 08:38
  • Síðast á ferli: 4/9/13 03:18
  • Innlegg: 45
Eðli:
Hann er mikill maður að vexti og sterkur og allra manna best vígur. Hann heggur báðum höndum og skýtur ef hann vill og hann vegur svo skjótt með sverði að þrjú þykja á lofti sjá. Hann skýtur manna best af boga og hæfir allt það er hann skýtur til. Hann hleypur meira en hæð sína með öllum herklæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Hann er syndur sem selur. Og eigi er sá leikur að nokkur þarf við hann að keppa og hefur svo verið sagt að engi er hans jafningi. Hann er vænn að yfirliti og ljóslitaður, rétt nefið og hafið upp í framanvert, bláeygur og snareygur og rjóður í kinnum, hárið mikið, gult, og fer vel. Mann er hann kurteisastur, harðger í öllu, ráðhollur og góðgjarn, mildur og stilltur vel, vinfastur og vinavandur. Hann er vel auðigur að fé.
Fræðasvið:
Að vega menn með atgeirnum góða.
Æviágrip:
Fæddur fyrir einhverju. Býr að Hlíðarenda. Á tvo sonu, þá Högna og Grana, með mestu tík Íslandssögunnar, Hallgerði langbrók Höskuldsdóttur.