— GESTAPÓ —
Vatnar Blauti Vatne
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/04
Ég er kominn heim í heiðardalinn

Ég er kominn heim með slitna skó.......

Þá er maður kominn heim til Ýsufjarðar, eftir nokkuð langa fjarveru. Já, og heim á Gestapó.
Ég er búinn að standa fyrir glímunámskeiðum og glímumótum. Aðallega á Norðurlandi vestra og einnig eystra.
Það er gaman að eiga þátt í því að útbreiða þá göfugu íþrótt glímuna og fá að umgangast æsku landsins í heilbrigðum leik.
Það er líka gott að koma heim og hitta þá sem manni þykir vænt um. Gaman að hitta ykkur öll, vinir.

   (6 af 8)  
1/11/04 01:01

Heiðglyrnir

Velkominn heim Vatnar minn, þín var saknað.

1/11/04 01:01

Rósin

Mikið er nú gott að fá þig heim. [Gefur frá sér vellíðunarstunu]

1/11/04 01:01

Litli Múi

Velkominn aftur.

1/11/04 01:02

Hakuchi

Velkominn gamli góði bóndadurgur.

[Slær karlmannlega á bak Vatnars]

1/11/04 02:00

Vatnar Blauti Vatne

(ljómar upp)
Æ, takk, mikið er gott að vera meðal vina.
(brosir til Rósarinnar)

1/11/04 02:00

Sæmi Fróði

Velkominn heim Vatnar, gott að einhver breiðir út boðskap þessarar göfugu íþróttar sem glíman er.

1/11/04 03:00

Sundlaugur Vatne

Mikið að þú lézt sjá þig!

Vatnar Blauti Vatne:
  • Fæðing hér: 14/4/05 09:05
  • Síðast á ferli: 14/10/08 15:14
  • Innlegg: 30
Eðli:
Verkefnastjóri hjá Vatnsveitunni, sit í hreppsnefnd Ýsufjarðarhrepps, í stjórn Kaupfélags Ýsufjarðar og miðstjórn Bændaflokksins. Formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og Glímufjelagsins Nærsveitamenn, alræmdur kvennaljómi og hrókur alls fagnaðar á mannamótum.
Fræðasvið:
Karlmennska, íþróttir og ekkert væl.