— GESTAPÓ —
Vatnar Blauti Vatne
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 8/12/04
Stöðuhækkun

Ég mátti til að benda á að nú hefur undirritaður komizt í tölu fastagesta í þessu ágæta samfélagi.

Þó ég muni seint ná þeim hæðum sem bróðir minn stefnir á hér um slóðir, enda ekki jafn ritfærog hann, verð ég þó að viðurkenna að ég er að rifna af monti.

Ég vona að félagsrit þetta uppfylli kröfur um félagsrit því ég geri ekkert frekar ráð fyrir að þau verði fleiri. Eins og áður sagði er ég ekki jafn ritfær og ýmsir aðrir og er auk þess önnum kafinn við ýmis félags- og framfaramál heimasveitar okkar og ungmennafélashreyfingarinnar.

   (8 af 8)  
8/12/04 15:01

Rósin

Til hamingju með áfangann. Sjálf á ég langt í land.

8/12/04 15:01

Haraldur Austmann

Hættu þá að tala og haltu áfram að róa.

8/12/04 15:01

Hakuchi

Við stöðuhækkunina ættir þú að færast upp um þrjá launaflokka og sumarfrí lengist um 4 daga.

8/12/04 15:02

Ugla

Sem einn "Fastagestur með ritstíflu" við annan "Fastagest með ritstíflu," óska ég þér til hamingju og kyssi þig á kinnina hér með.

Vatnar Blauti Vatne:
  • Fæðing hér: 14/4/05 09:05
  • Síðast á ferli: 14/10/08 15:14
  • Innlegg: 30
Eðli:
Verkefnastjóri hjá Vatnsveitunni, sit í hreppsnefnd Ýsufjarðarhrepps, í stjórn Kaupfélags Ýsufjarðar og miðstjórn Bændaflokksins. Formaður Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og Glímufjelagsins Nærsveitamenn, alræmdur kvennaljómi og hrókur alls fagnaðar á mannamótum.
Fræðasvið:
Karlmennska, íþróttir og ekkert væl.