— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/12/08
30.000

Í tilefni þess að ég hef nú rofið 30.000 innleggja múrinn, þykir mér við hæfi að birta eftirfarandi sálm, sem ég setti reyndar einnig inn sem vísu dagsins.

Þrjátíu hef ég þúsund sinnum
þessum vef á bullað.
Aldrei hefur í manna minnum
meira nokkur drullað.

   (2 af 32)  
1/12/08 17:02

Einstein

Til hamingju með það. Eru þetta innihaldsrík innlegg?

1/12/08 17:02

The Shrike

Já, vel yfir meðaltali hjá honum.

1/12/08 17:02

Andþór

Til hamingju! Skál!

1/12/08 17:02

Skreppur seiðkarl

...og prump!

1/12/08 17:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég er als ekki svo viss um að það sé innifalin hamingja í þessari ofvirkni hjá þér. þú TLD draumóraðir hér fyrir ca tuttugu og átta þúsundasta og sjötta innleggi að þú og krumpa hefðuð riðið á bárum ástarinnar í Indverjalandi
hvar er sú skýrsla núna ?

1/12/08 17:02

Regína

Þú mættir yrkja meira.
Og til hamingju.

1/12/08 17:02

Garbo

Til hamingju. Falleg vísa hjá þér!

1/12/08 17:02

Grýta

Til hamingju Herbjörn með 30.000 asta múrinn.
Hvernig verður innlegg 30001 hjá þér? Eða flottar.... innlegg númer 30003?

1/12/08 17:02

Tigra

Og það langt upp á bak, minn kæri.

Til hamingju með þetta!
Knús!

1/12/08 17:02

Herbjörn Hafralóns

Ég ætla ekki að dæma um innihald innleggja minna þótt ég viti svo sem að örfá þeirra séu rýrari en öll hin.
GEH, ég veit ekki hvort vera mín hér gerir aðra hamingjusama, en ég hef gaman af þessu. Og það var ekki krumpa, sem fór með mér til Indlands heldur Salka. Ekki orð um það meir.
Innlegg 30003, já það verður annaðhvort í formi teninga eða vísukorns, því get ég lofað.

1/12/08 17:02

Hóras

Herbjörn minn - það er morgunljóst að þú átt við vandamál að stríða

Til lukku með þetta engu að síður - innifalið í þessu umslagi er símanúmer hjá sálfræðingi

1/12/08 17:02

Herbjörn Hafralóns

Ætlar þú að greiða reikninginn, Hóras?

1/12/08 17:02

hlewagastiR

EF þú dregur teningaköst frá, hvað eru innleggin þá mörg?

1/12/08 17:02

krossgata

Til hamingju meistari Herbjörn! Stórvirki!

1/12/08 17:02

Herbjörn Hafralóns

Ætli það verði þá ekki ríflega 500 eftir. Það væri nú gaman ef einhver vildi taka að sér að flokka þetta fyrir mig.

1/12/08 18:00

Vladimir Fuckov

Til hamingju og megi innleggin verða miklu fleiri. Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

1/12/08 18:00

Villimey Kalebsdóttir

Haha vá til hamingju! [Ljómar]

1/12/08 18:00

albin

Ég segi bara úff.

1/12/08 18:00

Grágrímur

Til hamingju, en iss, Villimey nær þér í sumar... [glottir eins og fífl]

1/12/08 18:00

Upprifinn

Flokka innleggin þín segriðu. Heldurðu að nokkur nema þú sjálfur hafi tíma í svoleiðis vitleysu.
en svo máttu ekki gleyma að í talninguna vantar 10569 innlegg síðan fyrir breytingu. þau innlegg eru þó öllum læsileg í dag.

1/12/08 18:00

Herbjörn Hafralóns

Það var nú alveg óþarfi að vekja athygli á þessum fortíðarinnleggjum. [roðnar]

1/12/08 18:00

Til hamingju, Herbjörn! Þú ert meistari.

1/12/08 18:01

Nermal

Til hamingju með þetta. Það er ágætt að hafa einhvern eins og þig, þannig virka mín næstum 20.000 innlegg ekkert svo svakalega mörg.

1/12/08 18:01

Hugfreður

Til hamingju með þennan árangur, þetta er stórkostlegt! Þú ættir á fá lundaorðuna (eða hvað heitir aftur heiðursorða Baggalútíu?)

1/12/08 18:02

Don De Vito

Úff, þú ert búinn að skrifa tíu sinnum meira en ég, næstum því slétt, þú þarft bara að bæta við þrem innleggjum (þegar þetta er skrifað er ég í 3004 en hann í 30037)...

1/12/08 19:00

Offari

Til hamingju. Eftir að þú ókst framúr mér í innleggjakapphlaupinu hefur ú verið ósigrandi í öllum keppnisgreinum þessa lands.

2/12/10 17:01

Sannleikurinn

30000 innleggja múr? Jeg leyfi mjer að efast stórlega um að þjer þolið mikið innlegg annara hjer og tel því að þjer hafið þar af leiðandi eigi samið nein 30 , 000 innlegg.
Mjer er spurn; HVERNIG ER MÖGULEGA HÆGT AÐ SEMJA 30 , 000 INNLEGG Á SÍÐU EINS OG BAGGALUTUR.IS?
Mjer dettur einna helst í hug að flest hinna innleggjanna hafi samanstaðið af einum litlum punkti......
Mig grunar það nefnilega all sterklega.
En annars , ef þjer hafið ákveðið að setja svona langt markmið með gerð innleggja á stað þar sem er að finna fólk sem er á móti því að fólk semji innlegg - þá skil ég lítið tilganginn með því en myndi annars skilja ef að um fá innlegg að tölu væri að ræða , t.d. 30 eða 300 en ekki 30 , 000........

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.