— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Pistlingur - 7/12/03
Léttir

Þegar sumarið gekk í garð, fór að bera á því hjá mér að ég nennti ekki að lesa öll innlegg á Gestapó. Ég vissi ekki í fyrstu hverju ég átti um að kenna. Var fjölgun innleggja svo gífurleg eða var ég að missa áhugann? Verst fannst mér þó þegar sú hugsun læddist að mér að ég væri bara að verða of gamall fyrir þessi skrif.

Ég geymdi þetta vandamál lengi með sjálfum mér en í gær þoldi ég ekki lengur við og sendi fyrirspurn til ritstjórnar. Mikið varð ég feginn þegar Enter hafði svarað mér með þeim orðum að sú árátta mín að nota "Merkja allt lesið" möguleikann bæri vitni um skynsemi mína.

Svo sá ég í dag að ég er alls ekki einn um það að nenna ekki að lesa allt það efni, sem inná Gestapó kemur. Bæði Vladimir Fuckov og Skabbi Skrumari virðast vera orðnir saddir af innleggjafjölda á sumum þráðum ekki síst þegar innihaldið er frekar rýrt. Mér létti því mikið þegar ég sá að ég var ekki einn um að hirða ekki um að lesa hvert einasta innlegg.

Ég verð þó að taka fram að ég sleppi því aldrei að lesa vísurnar á "Kveðist á" þræðinum auk þess sem ég les allar fyrirspurnir og svör við þeim og oft er gaman að kíkja á sumar gáturnar og leikina.

Þakka þeim, sem nenntu að lesa þennan pistil. Góðar stundir.

   (28 af 32)  
3/12/06 03:01

Offari

Það var ekkert.

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.