— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/06
ERU ENDALOK Í NÁND?

Á að fara að loka Gestapó?

Þegar ég fór inn á Baggalúts-síðuna fyrir um það bil hálftíma, munaði engu að ég fengi hjartaáfall. Ekki var nóg með að búið væri að breyta útliti síðunnar, heldur var einnig búið að fjarlægja tenginguna við Gestapó. Það þyrmdi yfir mig, mér sortnaði fyrir augum og síðan missti ég meðvitund í einhverjar mínútur.

Þegar ég rankaði við mér á ný og rýndi aftur á skjáinn sá ég það sama og áður, enga Gestapó tengingu var að finna. Þá vöknuðu spurningarnar. Ætlar ritstjórnin að fara að loka Gestapó, þessu athvarfi, sem mörg okkar eru búin að dvelja á í hartnær 4 ár. Ég spyr einnig: Ef það á að loka, verður það þá gert fyrirvaralaust og án nokkurra viðvarana?
Hvernig verður líf okkar þá í framtíðinni?

Ég vék frá tölvunni í nokkrar mínútur, fékk mér rótsterkt kaffi og svo prófaði ég aftur og viti menn. Þarna var gamla síðan komin aftur með Gestapó og öllu heila klabbinu. Ég ákvað því að skrifa þetta félagsrit í snarheitum í þeirri von að það nái inn á síðuna og í þeirri von að ritstjórn svari spurningum mínum hér fyrir ofan.

Ég vil líka fara þess á leit við ritstjórnina, ef hún ætlar að loka Gestapó, að það verði tilkynnt með einhverjum fyrirvara svo maður geti gengið frá ýmsum málum í Teningahöllinni og víðar.

E.s. Netfangið mitt er hafralons@hotmail.com ef einhver skyldi vilja hafa samband eftir endalokin, sem vonandi koma þó ekki.

   (11 af 32)  
3/12/06 04:01

Hakuchi

Ekki tók ég eftir þessu. Skelfilegt er ef satt er. Annars geta þeir ekki lokað síðunni. Þá meiga þeir eiga von á að það rigni mólótoff kokteilum upp á svið til sín á næstu tónleikum.

Eins og Númi sagði eitt sinn: Við höfum skapað skrýmsl!

3/12/06 04:01

Gaz

Ég kem með ilmandi mólótóf kokkteila. Ég á svo svakalega mykið af ilmvötnum sem ég er ekki að nota.

3/12/06 04:01

Dula

Þá verðum við bara að hittast á kaffihúsi með teningana íklædd grímubúningum.

3/12/06 04:01

Þarfagreinir

Mér þykir nú verst að á forsíðunni er vísað í http://baggalutur.is/gestapo, þegar 'alvöru' Gestapó er á slóðinni http://www.baggalutur.is/gestapo. Þetta veldur því að innskráningarkakan finnst ekki; ergo: Maður er ekki innskráður þegar maður fer af forsíðunni yfir á Gestapó.

Ekki að það skipti mig miklu máli; mér finnst ekkert að því að slá inn upphaf slóða handvirkt og leyfa Eldrefnum að klára þær.

3/12/06 04:02

Herbjörn Hafralóns

Við ættum kannski að koma upp einhverju tengslaneti til að bregðast við ef allt fer á versta veg. Það væri ægilegt að standa allt í einu uppi án alls þess góða fólks, sem hér hefur dvalið.
Netfang mitt er hafralons@hotmail.com ef einhver kærir sig um að skrifa méref og þegar Gestapó líður undir lok.

3/12/06 04:02

Vladimir Fuckov

Já, þetta er örlítið pirrandi en vjer notum ýmist aðferð Þarfagreinis eða förum 'heim' þar sem vjer erum með Gestapó á síðu á tölvu vorri er birtist sem upphafssíða hjá oss.

Vjer komum síðan með elipton, tómata, Molotoff-kokteila, kjarnorkuflugskeyti, mótmælaspjöld, grjót og spreybrúsa verði Gestapó lokað. Annars finnst oss það ótrúlegt. Auk þess væri auðveldlega hægt að breyta því í gestagestapó sje ritstjórn tímanaum því á árshátiðinni kom í ljós að hjer eru (enn) fleiri tölvunördar en vjer hjeldum. Skál !

3/12/06 04:02

Kondensatorinn

Ragnarök eða ekki. Vonandi er til öryggisafrit af tilvist okkar ef allt fer á versta veg. Kannast við þetta vandamál með innskráninguna. Dularfullt.

3/12/06 04:02

krossgata

Aldrei hef ég orðið fyrir slíkum og þvílíkum hremmingum sem Herbjörn lýsir. [Krossar sig og guðar og bankar í tré og fleira] Vona að þetta hafi bara verið martröð sem hann er vaknaður af núna.

3/12/06 04:02

Salka

Vonandi hverfur Gestapo aldrei. En vid verdum i sambandi thratt fyrir thad kaeri kongsi.
(Skrifa meira sidar)

3/12/06 01:00

Offari

Skelfilegt heimsendir í námd! Ég er í sjokki ætli þetta sé kláminu mínu að kenna?

3/12/06 01:01

Jarmi

Ætli þeir megi ekki loka eigin svínastíu!
Þeir eru jú alvaldar og guðir.

3/12/06 01:01

Skabbi skrumari

Held að þið þurfið ekki að stressa ykkur yfir þessu... Enter lokar ekki búllunni án þess að ræða við kóng eða prest... og ég held að Hakuchi myndi nú láta okkur vita ef Enter hefur haft samband við kónginn... hehe...

[Gefur Herbirni teninga til öryggis]

Aftur á móti finnst mér Gestapó vera hryllilega hægvirk þessa daga... ætli þeir séu ekki að uppfæra eitthvað og að Gestapó hafi horfið á meðan í stutta stund....

Skál...

3/12/06 01:01

Vladimir Fuckov

Rjett, Gestapó er mjög hægvirkt og búið að vera það síðustu 1-2 daga. Ritstjórnin er e.t.v. enn að jafna sig eftir 'Akureyrarferðina' enda Akureyri ekki til og vonbrigði af þeim völdum því e.t.v. nokkur.

Varðandi áhyggjur hjá Herbirni ef Gestapó hverfur upp úr þurru virðist oss sem orðin sje það mikil 'tengslakeðja' milli margra hjer að nóg sje fyrir flesta að vita um aðferð til að hafa samband við 3-4 Gestapóa utan Gestapós til að geta komið upp 'tengslaneti'.

3/12/06 01:01

Skabbi skrumari

Ef Gestapó lokar skyndilega þá opna ég Skabbalút á ný... en samt finnst mér þetta vera óþarfa áhyggjur...

3/12/06 01:01

Vladimir Fuckov

Oss finnst sömuleiðis líklegt að um óþarfa áhyggjur sje að ræða. Samt er gott að vita af Skabbalúti í viðbragðsstöðu.

3/12/06 01:01

Offari

Er Skabbalútur neyðarathvarf?

3/12/06 01:01

krossgata

Ég hef einmitt orðið vör við þennan hægagang í alla vega 3 daga.
.
Öll alvöru samfélög hafa alls konar neyðarathvörf. Svo það er sjálfsagt mál að til sé slíkt fyrir Baggalýtinga og líður mér afar vel að vita af því.
[Ljómar upp]

3/12/06 01:02

Hakuchi

Ég myndi giska á Hafþór Hübner. Hann er eflaust að gera spammárásir. Drulluhalinn sá.

3/12/06 02:01

Texi Everto

Auðvitað á að loka.
Annars er ekki hægt að opna aftur!
[Spilar lokatóna opnunarlags „Pabbi þarf að vinna“ á munnhörpuna]

1/11/09 07:01

Sannleikurinn

Vladimir Fuckov - þjer gleymduð plasma - eldflaugum og nevtrónusprengjum. Vera aðeins nútímalegri í vopnavali.

1/11/09 07:01

Sannleikurinn

OG ÞYNGDARAFLSSPRENGJUM.

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.