— GESTAPÓ —
Herbjörn Hafralóns
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/11/05
ÆTTLEIÐING

Það tilkynnist hér með formlega að ég, keisarinn af Baggalútíu hef ættleitt Aulann.

Á nýliðinni árshátíð gerði fólk fleira heldur en að skemmta sér.
Þar var snemma kvölds gengið frá ættleiðingu minni á Aulanum og mun ég hér eftir ganga henni í föðurstað á Gestapó.
Aulinn mun fá til umráða eina álmu í keisarahöllinni ásamt ógrynni af þjónustuliði.

Hafi einhver eitthvað uppá Aulann að klaga, skal sá hinn sami snúa sér til mín. Miðað við hve Aulinn kom vel fyrir á árshátíðinni, reikna ég reyndar ekki með neinum klögumálum.
Eina vandamálið, sem ég sé fyrir varðandi þessa ættleiðingu, er að reyna að halda Aulanum frá karlabúri keisaraynjunnar, sem ég held að Krumpa vilji helst hafa fyrir sig eina.

Ég hef reyndar ekki rætt þessa ættleiðingu við keisaraynjuna, en hún hlýtur að samþykkja þennan ráðahag. Að öðrum kosti er ég trúlega í vondum málum.

   (14 af 32)  
1/11/05 13:02

Hvæsi

Aulinn er í góðum höndum hjá þér.
Engum treysti ég betur í að veita agað og gott uppeldi.

1/11/05 13:02

Galdrameistarinn

þú fékkst mitt samþykki á staðnum sem keysaralegur galdrameistari leist mér vel á ráðahaginn og er honum samþykkur en nú á eftir að sjá hvað keisaraynjan segir við þessu.

1/11/05 13:02

Offari

Gæsilegt viltu samt biðja Aulann um að hætta að stríða mér. Þú ættir vel að geta alið upp þína orma.

1/11/05 13:02

Herbjörn Hafralóns

Hún verður alin upp við Guðsótta og góða siði.

1/11/05 13:02

hundinginn

Aulinn er mögnuð og jeg óska þjer til hamingju með hana.

1/11/05 13:02

Tigra

Til lukku með svona yndislega dóttur!

1/11/05 13:02

Aulinn

[Kinkar kolli og veifar viðstöddum]

1/11/05 13:02

Haraldur Austmann

Þér eruð sannkallað góðmenni, herra keisaraynjufriðill. Þakka þér fyrir síðast.

1/11/05 13:02

Nornin

Til hamingju með afkvæmið Herbjörn. Ég kvarta þá í þér ef hún fer að vera með kjaft [blikkar]

1/11/05 13:02

B. Ewing

Þetta er gott framtak hjá þér. Aulinn er fyrirmyndar gelgja sem þú mátt vera stoltur af.

1/11/05 14:00

Jóakim Aðalönd

Til hamingju með þetta allt saman. Mikil hamingja.

1/11/05 14:01

feministi

Hamingja hjálpi þér Herbjörn, þú átt ungling [setur tappa í eyrun]

1/11/05 14:01

krumpa

Jájá, elskan, var ég ekki þegar búin að taka aulann að okkur? Í 18 ára afmælisgjöf fær hún svo vitanlega kynnisferð um karlabúrið - en ekki hvað? Eina sem hún þarf að gera er að segjast í nokkur ár enn vera fjögurra ára (svo að ekki vakni grunsemdir um háan aldur minn....). Alveg prýðilega ráðstöfun semsagt...

1/11/05 14:01

Herbjörn Hafralóns

Jæja, þá er þetta allt klappað og klárt.

1/11/05 14:01

Ísdrottningin

Heppinn.

Herbjörn Hafralóns:
  • Fæðing hér: 15/8/03 18:28
  • Síðast á ferli: 13/7/21 13:54
  • Innlegg: 35350
Eðli:
Vammlaus miðaldra gáfumaður, sem ann sannleikanum í fréttum Baggalúts, er með stafsetningu á hreinu og hefur næmt skopskyn. Vinur Færeyinga.
Fræðasvið:
Ohmslögmál. Hópatferli rafeinda í torleiðurum.
Æviágrip:
Herbjörn fæddist í sjávarplássi við Faxaflóa um miðja öldina sem leið og telst því líklega með eldri gestum Baggalúts. Alinn á þverskorinni ýsu, kjötsúpu og fleira góðmeti og fékk lýsispillur í skóla. Var samt pasturslítill og horaður í æsku en hefur nú náð kjörþyngd. Tekur lýsi daglega. Sótti framhaldsskóla og stundaði ýmis störf á sumrin. Byrjaði frekar seint að drekka og telur sig hófdrykkjumann. Herbjörn vinnur tæknistörf í þágu hins opinbera en eftir að hann ánetjaðist Baggalúti hafa vinnuafköst stórminnkað. Hefur þó enn ekki fengið áminningu í starfi.