— GESTAPÓ —
Meistarinn
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/12/08
EINN.

Eftir Edgar Allan Poe Þýðing Meistari og omegaone

Við fyrstu geisla sólar yfir mitt líf varð ljóst að ég var ei sem aðrir
Ég deili ekki með öðrum sín á þennan heim sem varir.
Ástríður mínar eru ekki sóttar að sama brunni
Af sömu uppsprettu brjóst mitt ei sér unni.
Þjakaður af sorg gat ég ekki vakið hjarta mitt,
Guð, til að gleðjast og slá í takt við þitt.
Og alla mína ást með engum getað notið
Það af mönnum er því enn ósnortið
Svo um dögun æsku minnar, við upphaf minnar ólgandi tilveru
var mín vitjað af krafti þaðan sem rætur góðs og ills eru
af þerri dulmögnun ég er undir áhrifum enn
þerra krafta sem skapað hafa alla menn:
Ég var dreginn frá straum að óskabrunni.
Frá þverhnípum hömrum yfir fjallsins minni.
Frá sólinni sem snerist um mig allt um hring
Um haust sem glitraði sem gullið lyng
Frá neistandi eldingu sem tendrast á himni
og þeyttist framhjá veru minni
Frá þrumunnar ógn og vitstola stormi
og skýinu sem umbreytti sínu formi
(þegar allur annar hluti himins var blár)
í púka í sjáöldrum mínum.

   (27 af 37)  
1/12/08 13:00

hlewagastiR

Ljóðaþýðingar eru vandasamastar þýðinga. Edgar Allan Poe var einn þeirra manna sem snjallast hafa ritað á enska tungu á síðari öldum. Textar hans ljóma af hrymþokka, orðkynngi og stíltöfrum. Því miður hefur þetta þrennt orðið útundan í þýðingunni. Hökt, flatneskja og klúður hafa komið í staðinn. Það mætti segja mér að nú fari varla neitt ýkja vel um meistara Poe í gröfinni.

Þó að að sé lenska hér á Lútnum að kóa með þeim sem eru gagnrýndir geri ég eigi að síður það sem skyldan býður og bendi því hinum sjálfskipaða Meistara á að líklega sé honum farsælla að reyna sig við flest annað en verkefni af þessum toga vilji hann ekki gera meinta meistaradóm sinn hlægilegan.

Frumtextinn:

From childhood’s hour I have not been
As others were—I have not seen
As others saw—I could not bring
My passions from a common spring—
From the same source I have not taken
My sorrow—I could not awaken
My heart to joy at the same tone—
And all I lov’d—I lov’d alone—
Then—in my childhood—in the dawn
Of a most stormy life—was drawn
From ev’ry depth of good and ill
The mystery which binds me still—
From the torrent, or the fountain—
From the red cliff of the mountain—
From the sun that ’round me roll’d
In its autumn tint of gold—
From the lightning in the sky
As it pass’d me flying by—
From the thunder, and the storm—
And the cloud that took the form
(When the rest of Heaven was blue)
Of a demon in my view—

1/12/08 13:01

Texi Everto

Þetta er Meistarastykki. Ekki hlusta á gagnrýnisraddir, þær eru hvort sem er bara í hausnum á þér.

1/12/08 13:01

Kífinn

Þetta er allt í lagi tilraun en með staðgengilskonungi tek ég undir; þett er ekki sama ljóðið.

1/12/08 13:01

Texi Everto

Hlustaðu á gagnrýnisraddir, þær hjálpa þér að verða betri maður.

1/12/08 14:00

Einstein

Það er sjálfsagt að gagnrýna, en ég vil taka viljann fyrir verkið. Mér sýnist þetta vera erfitt að þýða svo vel sé og hafið þökk fyrir að reyna.

1/12/08 14:00

Meistarinn

Þakka fyrir ég held áfram að bæta mig

1/12/08 14:01

hlewagastiR

Þarna fórstu illa með mig. Ég með öll þessi leiðindi og svo þakkar þú hreinlega fyrir þig. Nú er ég auðvitað alveg í rusli.

Meistarinn:
  • Fæðing hér: 7/2/05 14:46
  • Síðast á ferli: 18/10/11 23:13
  • Innlegg: 7
Eðli:
Apotekari baggalútíu, sjálfstættstarfandi. Gefur vímus lyf undirborðið.
Fræðasvið:
Lyf og þá aðallega inntaka þeirra.
Æviágrip:
Sjálfmenntaður lyfjafræðingur með mikla reynslu af ofstórum skömtum.