— GESTAPÓ —
Sauðurinn
Nýgræðingur.
Pistlingur - 3/12/04
Skylmingar.

Ég vil bara koma því á framfarir að skylmingar eru skemmtileg íþrótt. Ég er orðin frekar þreytt á öllum þessum fótbollta.

Þegar ég segi skylmingar er ég ekki að tala um víkinga að berjast með stórum og þungum sverðum heldur er ég að tala um að berjast eins og Zorro, skitturnar þrjár og margir fleiri.
Það eru til þrjár gerðir af sverðum; foil (stungusverð), sabre (höggsverð) og epée (lagsverð).
Það er keppt í bæði einstaklings og liðakeppnum í opnum og lokuðum flokkum. Í oppnum flokkum eru bæði karlar og konur að keppa við hvort annað en í lokuðum flokkum eru bara konur að keppa við konur, karlar að keppa við karla.
Þetta er mjög skemmtileg íþrótt sem er góð fyrir alla aldurshópa. Ég mæli sterklega með því að þú prófir þessa íþrótt ef að þú hefur t.d. ekkert neitt sérstaklega gaman af öllum þessum bollta-íþróttum en villt sammt stunda einhverja hreyfingu.
Tvö stærstu skylmingafélögin á Íslandi eru í Reykjavík (SFR) og í Hafnarfirði (FH) en það eru einnig að komast á fót skylmingafélög um landið allt.

   (1 af 4)  
3/12/04 18:00

Tina St.Sebastian

Já, hefur alltaf langað að prófa, alveg síðan ég var skotin í strák sem æfði skylmingar.

3/12/04 18:00

Jóakim Aðalönd

Ekki þykir mér skylmingar skemmtilegar að horfa á. Ég hefi reyndar aldrei stundað og er það til efs að það muni ég nokkurn tímann gera.

3/12/04 18:00

Texi Everto

Þegar skal stunda skilmingar er vissara að hafa sexhleypuna meðferðis

3/12/04 18:00

Sundlaugur Vatne

Skylmingar eru göfug íþrótt og fögur. Við erum einmitt að spá í að stofna skylmingadeild hjá Ungmennafélaginu Andspyrnunni.
Annars æfði "ég" (þ.e.a.s. alter egóið hans Sundlaugs) einu sinni skylmingar og hafði mjög gaman af. Ég æfði "sabre"-skylmingar, sem var u.þ.b. það eina sem var þá í boði hér. Ég hefði samt mikinn áhuga á að reyna mig við "epée" enda er það svona meiri bardagi heldur en með "sabre" þar sem reglur allar eru miklu strangari.

3/12/04 18:01

Hermir

Ert þú ekki bara strákurinn sem Tina var skotin í?

3/12/04 18:01

Fíflagangur

Stofnum bara Skylmingaklúbb Baggalúts. Ég á einmitt tvö höggsverð, grímur og hanska.

3/12/04 18:01

Hakuchi

Ah! Skylmingar. Mér hefur lengi fundist að skylmingar séu á rangri braut. Skylmingar gætu auðveldlega verið bráðskemmtilegar. En þegar maður horfir á þetta í sjónvarpi þá á maður afar bágt með að tengja þetta við...tja...skylmingar.

Af hverju í ósköpunum eru menn að afmarka sig við pínulítinn strimil þar sem menn geta ekkert gert annað en stinga sér beint á hvorn annan?? Hverjum datt þetta í hug? Hverjar eru sögulegar forsendur fyrir þessu? Í guðanna bænum svarið þessu sem vitið, ég hef lengi viljað vita það.

Afleiðingin af því að takmarka sig við þennan strimil er sú að þetta verður einstaklega leiðinlegt á að horfa, ef maður á annað borð sér nokkurn skapaðan hlut.

Af hverju í fjandanum eru skylmingarmennirnir ekki settir á mun stærra svæði? Þar sem menn geta hörfað og gert árásir, hlaupið á hlið, velt sér í kollhnísum og allan andskotans? Ég þori að veðja að þá verði skylmingarnar í alvöru skemmtilegar.

Ef ég mætti ráða, þá myndi ég stækka völlinn, gera hann ferkantaða, hafa ljósakrónu í loftinu og tröppur meðfram veggjum, og borða og stóla. Þá erum við að tala um alvöru íþrótt! Alvöru hasar! Alvöru skemmtilegheit og útsjónarsemi! Alvöru Errol Flynn!

3/12/04 18:02

Frelsishetjan

Ég man eftir því þegar að ég var að skylmast við fólk með butterflyhníf niðrí bæ. Ég vann nú iðulega enda höfðu þeir sem ég skylmaðist við engin vopn...

3/12/04 19:01

Hakuchi

Þú ert sönn hetja Frelli.

4/12/04 03:01

Sauðurinn

Hakuchi minn kær, nú vil ég aðeins fá að leiðrétta þig. Í skylmingum er víst hægt að hörfa og gera árásir. Það er jafnvel hægt að færa sig aðeins til hliðanna ef mann langar til. Það má næstum fara út af brautinni svo lengi sem þú hefur eina tá ennþá inn á henni. Hefurðu aldrei séð hvernig skylmingamennirnir fara fram fram og aftur um brautina eða hefur þú bara horft á eppée og foil skylmingar? Þar hreyfa menn sig eins lítið og hægt er.
Horfðu á sabre, Hakuchi!

Sauðurinn:
  • Fæðing hér: 31/1/05 08:24
  • Síðast á ferli: 5/3/06 17:47
  • Innlegg: 0
Eðli:
Sauðurinn er hafnfirðingur og hefur mjög gaman af hafnfirðinga-bröndurum. Sauðurinn neitar alltaf harðlega að vega salt. Hún vil aðeins ramba!
Fræðasvið:
Sauðurinn er í framhaldsskóla en ætlar sér í framtíðinni að fara í háskóla!
Æviágrip:
Sauðurinn var alinn upp við hafnfirðinga-brandara af bestu gerð og hefur þess vegna oft tilhneigingu til að gera smá grín að sjálfri sér. Hún er miðjubarn og þess vegna var oft illa með hana farið. Menn segja að það gæti haft einhver tengls milli þessa og nafnsins sem hún ber...