— GESTAPÓ —
Sauðurinn
Nýgræðingur.
Saga - 2/12/04
Ein af mínum verstu sögum!

Hér kemur ein af mínum verstu sögum (en ég vil taka það fram að þetta eru mínu fyrstu skrif og ég er ekki alveg viss um hvernig þetta virkar allt saman).

Þegar ég var í grunnskóla var það eins konar ,,tómstundagaman“ stráka-vina minna að hrinda mér inn í runna, á ljósastaura, rafmagnskassa og kyrrstæða bíla. Þetta var, held ég, svona gaman af því að ég er ekkert sérstaklega há í loftinu (162 cm) en af þessu hlaut ég oft skrámur og marbletti.

En nú er ég orðin eldri og er orðin sterk af mikilli íþróttaþjálfun (og komin með langar neglur) tek ég þá stundum í karphúsið sjálf. Nú er líður mér miklu betur með lífið (þó að mér sé einstaka sinnum ennþá hrint á kyrrstæða hluti).

   (4 af 4)  
2/12/04 03:01

bauv

*Hlær dátt*

2/12/04 03:02

Ívar Sívertsen

*hrindir bauv á Sauðinn*
Þú ættir að prófa offituvandamálið... það er næsta project hjá þér er það ekki?

2/12/04 03:02

Sauðurinn

Hvað meinarðu með ,,prófa offituvandamálið“?

2/12/04 03:02

Sauðurinn

Hvað meinarðu með ,,prófa offituvandamálið“?

2/12/04 03:02

bauv

*Fattar ekki baun*

2/12/04 03:02

Smábaggi

*fattar ekki bauv*

2/12/04 04:01

Lómagnúpur

Einkennilegt gaman. Voru þessar hrindingar allar gerðar í bróðerni?

2/12/04 04:01

Sauðurinn

Jú, ég býst nú við því, þó að mér hafi ekki alltaf verið skemmt...

Sauðurinn:
  • Fæðing hér: 31/1/05 08:24
  • Síðast á ferli: 5/3/06 17:47
  • Innlegg: 0
Eðli:
Sauðurinn er hafnfirðingur og hefur mjög gaman af hafnfirðinga-bröndurum. Sauðurinn neitar alltaf harðlega að vega salt. Hún vil aðeins ramba!
Fræðasvið:
Sauðurinn er í framhaldsskóla en ætlar sér í framtíðinni að fara í háskóla!
Æviágrip:
Sauðurinn var alinn upp við hafnfirðinga-brandara af bestu gerð og hefur þess vegna oft tilhneigingu til að gera smá grín að sjálfri sér. Hún er miðjubarn og þess vegna var oft illa með hana farið. Menn segja að það gæti haft einhver tengls milli þessa og nafnsins sem hún ber...