— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/05
Trú vs. Vantrú?

Er einhver búinn að fylgjast með rifrildinu síðustu daga?

Ég einfaldlega skil þetta ekki. Gleymum öllum þeim voðaverkum sem hafa verið framin í nafni hinna ýmsu trúarbragða. Gleymum öllum fordómunum og ásökununum. Ég man ekki eftir því að ég hafi nokkurn tíma trúað á guð, eða fundist hugmyndin annað en absúrd. Nú er fullkomlega skiljanlegt að fólk vilji trúa á algóða, almáttuga veru, en ég hef aldrei getað það (enda er það víst eðli trúar, það er ekki trú ef þú hefur staðfestingu).
Eyvindur Karlsson kemur með ágætis punkt í nýlegu bloggi, að þeir "kristnu menn" sem trúi ekki á erfðasyndina og séu ósammála því að samkynhneigð sé röng, séu alls ekki kristnir. Sé þetta rétt hjá Eyvindi, má gera ráð fyrir því að raunkristnir menn séu afar fáir í heiminum í dag, a.m.k. miðað við almennt viðurkenndar tölur, þar sem fáir trúa nákvæmlega öllu sem í biflíunni stendur, ef þeir hafa þá sæmilega þekkingu á innihaldi hennar til að byrja með.
Annar góður punktur, settur fram af mönnum sem telja sig kristna er WWJD, eða What Would Jesus Do? (Hvað myndi Ésú gera?) Ég held að það sé nokkuð sæmileg heimspeki fyrir hvern sem er. Þú sérð einhvern sem á bágt; HMÉG? Þú ert vitni að hræsni á hæsta leveli; HMÉG? Vinir þínir gagnrýna einhvern sem þér þykir vænt um; HMÉG? Fólk týnir sér í einhverjum smáatriðum: "Hvað myndi Ésú gera ef vinkona hans ætlaði í fóstureyðingu?" Nú, hann hefði kallað hana morðingja og grýtt hana. "Hvað myndi Ésú gera ef einn postulanna kæmi út úr skápnum?" Nú veit ég ekki, hætta að tala við hann og kalla hann fokking Grikkja? Nei, Ésú myndi gera það sem hann gerði best; standa með lítilmagnanum, gagnrýna hræsnara og bera hag einstaklingsins fyrir brjósti. Hvort sem Ésú var til eða ekki og hvort sem hann var guðlegur eða ekki, er þetta fín speki. Ég skora á aðra trúleysingja að koma með mótrök. Það er enginn ósigur sem felst í því að viðurkenna að trú sé stundum til góðs.

Sundurlaust og illa uppsett eins og venjulega...

   (23 af 43)  
31/10/05 06:00

Rýtinga Ræningjadóttir

Æj, trúmálin eru orðin svo slöpp eitthvað, gömlu greyjin. Eins og t.d. er Biblían orðin fullkomlega úrelt og álíka trúleg lesning og ævintýr Grimms. Mikið vildi ég óska að fólk hætti bara þessu kjaftæði og færi að trúa á hugsunina og sjálft sig. Fleiri Jésúa ef þeir hafa eitthvað vit í kollinum, endilega. Messías var bara bráðgáfaður, og mannkynið fattaði ekki brandarann.

31/10/05 06:00

Jóakim Aðalönd

Ekki er ég kristinn, enda heiti ég Jóakim. Ég er reyndar alveg sammála því að boðskapur sá er kenndur er við krist (því hann var stundum kenndur) sé fallegur og heilbrigður boðskapur sem á svo sannarlega við enn þann dag í dag.

Gleymum því heldur ekki að sá boðskapur er ekki bara til í kristni, heldur líka í öðrum trúarbrögðum, m.a. Islam.

Skál (í ákavíti)!

31/10/05 06:00

Jóakim Aðalönd

...og já, alveg er ég sammála hverju orði hjá þér Rýtinga. Seiseijá.

31/10/05 06:00

Haraldur Austmann

Einn fárra hópa sem má vera vondur við, má leggja í einlelti, má gera lítið úr, má lítislvirða og forsmá, eru kristnir. Það er ekki pólitískt rangt að gera lítið úr lífsviðhorfum kristinna og því virðist sú iðja vera helsta útrás krúttkynslóðarinnar fyrir gremju sína og frústeringar. Sbr. heimskulegasta vef á vefnum, Vantrú.

Allt vegna þess að fáir öfgamenn nota þessa trú til voðaverka. Vissulega fleiri hér áður fyrr en þá leyfi ég mér að benda t.d. Ásatrúarfólki á illvirki norrænna manna til forna.

Þess vegna er þetta fínt félagsrit og þarft.

31/10/05 06:00

Skabbi skrumari

Ég hef algjörlega hunsað þessa umræðu, enda er ég fullkomlega sáttur í minni vantrú en einnig fullkomlega sáttur við það að einhverjir hafi sína trú... hættum að tala um trú...

31/10/05 06:00

Nermal

Ég er nú skráður í Þjóðkrikjuna, en ég get nú samt ekki talist trúaður einstaklingur. Ekki er ég kirkjurækin, fer fyrir kurteysi og virðingu í brúðkaup, jarðarfarir og þessháttar. Það er eins með trú og annað. Öfgarnar eru slæmar.

31/10/05 06:01

Offari

Guð er til í hjarta okkar flestra, hann segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt, því kann oft að skjóta skökku við er menn tala um að aðeins sé einn Guð til. Guð var skapaður af mönnum og því mótaður fyrir manninn, en nútíminn virðist banna Guði að þróast með manninum. Djöfullinn getur líka náð sér bólfestu í hjarta mansins en þá er yfirleitt illt í efni og engar gleðifregnir. Þar sem oft er stutt á milli þeirra getur verið erfitt fyrir manninn að greina hvorn þeirra er að verið að vinna fyrir. Þarna á ég við þegar hryðjuverkamenn eða krossfarar drepa í skjóli þess að þeir séu eingöngu að drepa djöfla fyrir Guð sinn. Vísindamenn hafa marg oft reynt að afsanna biblíuna og rekast oftast á að þeir verði að fylgja þeirri merku sögu í kenningum sínum um áðurorðna atburði, biblían er rit sem segir söguna á sinn hátt í nafni kraftaverka guðs. Þó að oft sé ýkt og gert meir úr verkum guðs er hann og djöfullinn til í hjarta okkar allra sem gen er stjórnar hugafari okkar og kennir okkur að fyrirgefa og að hata en getur líka gefið okkur ranghugmyndir.

31/10/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Þarna eru sumsé guð og djöfullinn andagervingar hins góða og hins illa í manninum, ekki satt? Ég get alveg gúdderað það. Það er ekki svo vitlaust, enda er þá í raun og veru verið að trúa á hið góða í manneskjunni.

Batteríið í kring um trúarbrögðin eru hins vegar af hinu illa, t.a.m. kaþólska kirkjan (og flestar kirkjur yfir höfuð) sem er veraldlegt stjórnval yfir almúganum og stendur fyrir hlutum sem eru ekki allir jafn fallegir. Sama gildir um klerkaveldi í Islam og fleira mætti nefna. Það allt saman gúddera ég ekki. Alls ekki!

31/10/05 06:01

Offari

Þú ert að skilja mig rétt, en þetta er bara mín kenning um Guð, maður á samt aldrei að afneita öllum möguleikum.

31/10/05 06:01

Úlfamaðurinn

Ég skil ekki hvers vegna fólk sem trúir ekki á Guð þarf alltaf að endurtaka sömu rökin. Ef Guð er til er Guð einfaldlega til, punktur. Ef dulræn öfl eru til þá eru þau til, punktur. Til hvers að vera alltaf að endurtaka sama bullið ef enginn nennir að hlusta á það nema einstaka aðrir trúleysingjar?

31/10/05 06:01

Haraldur Austmann

Þú ert vitur Úlfamaður.

31/10/05 06:01

Úlfamaðurinn

Málið um tilvist eða ekki tilvist Guðs snýst ekki um visku þeirra sem færa meðrök eða mótrök, heldur tilvist Guðs. Ef Guð er til skiptir í raun litlu máli hversu vitur ég er.

Hér er þó einn góður; hvernig heilsa þroskaheftir Danir? ´Davs´og veifa alltaf hægri hendinni.

31/10/05 06:01

Haraldur Austmann

... eða þannig.

31/10/05 06:01

Úlfamaðurinn

Nú móðgarðu Esú, sem er ekki einu sinni Jesú!!

31/10/05 06:01

Úlfamaðurinn

Og þá á ég við telpuna þarna að ofan

31/10/05 06:01

Offari

Jesús lifir. Hannn dó aldrei.

31/10/05 07:00

Jóakim Aðalönd

Með sama hætti má segja: Ef guð er ekki til, er guð ekki til. Þetta er bara einfaldlega ekki leyft í þeim heimi vísinda sem við lifum og hrærumst í. Þetta eru ekki rök, vísbending né sönnun. Hvað er svo verið að blanda slíku inn í trú? Það er einfaldlega ekki samverkandi.

Trú byggist einmitt á því að fólk trúi og spyrji ekki slíkra spurninga eins og: Er guð til? Ef hann er til, hvers vegna er hann ekki almáttugur eins og stendur í biflíunni? Hvers vegna stendur í biflíunni svona margt hræðilegt? ...o.s.fr. Sama gildi um önnur trúarbrögð; ekki bara kristni.

Ég hvet alla til að lesa biflíuna spjaldanna á milli, því fátt er jafn líklegt til að gera fólk að trúleysingum eins og einmitt það. Af hverju getur fólk ekki trúað á sjálft sig?

31/10/05 07:00

Gaz

HMJG?
Jesú myndi blóta fíkjum og fara í fílu!

Lesið endilega biblíuna í heild sinni. Stórskemmtileg skáldsaga.

31/10/05 07:01

Úlfamaðurinn

Jóakim Aðalönd. Fullt af trúðu fólki spyr sjálft sig að því hvort að Guð sé til, en prufaðu að svara mér þeirri spurningu hvort að Guð sjálfur geti efast um eigin tilvist.

31/10/05 07:01

Offari

Ég efast oft um tilvist mína.

31/10/05 07:01

Jóakim Aðalönd

Úlfamaður: Þú ert nú meiri hasshausinn maður...

31/10/05 07:01

Offari

Við ættum kannski að fá okkur í pípu með honum til að verða svona frjóir.

31/10/05 08:01

Hexia de Trix

Flott og gott félagsrit!
Maður á að bera virðingu fyrir trú annarra, enda getur þetta verið miklu meira hjartans mál en aðrar skoðanir. Mottóið: "Ekki særa neinn" er ágætt til viðmiðs.

Sem merkilegt nokk var um það bil kjarninn í því sem Jesú kenndi, hvort sem hann var guðlegur sonur eða bara venjulegur trésmíðasonur með efasemdir um uppruna sinn. Kallinn var bara þrusuhugsuður, jafnvel ef hann var mannlegur.

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006