— GESTAPÓ —
litlanorn
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/12/04
kraftflimtingar

lengi hef ég látið orðið "uppistand" fara í taugarnar á mér.
þetta orð er notað yfir hugtak sem á engilsaxnesku leggst sem "stand-up", í merkingunni " einhver stendur" - og með merkingaraukanum "fer með gamanmál." "

það er til prýðilegt hugtak á íslandi: að hafa eitthvað í flimtingum. sem merkir að grínast eða gantast með eitthvað.

ég vil taka upp eftirfarandi orðnotkun:

flimtingar: skemmtiatriði, gamanmál.
flimtingamaður: grínari, sá sem fer með gamanmál

kraftflimtingamaður:sá sem þykir sérlega laginn við flimtingar hlýtur samkvæmt því að teljast kraftflimtingamaður.
sem er miklu fínna orð en skrípið "standöppari" sem fólk virðist nota í miklum mæli.

hvað líst ykkur kæru bagglýtingar?

   (5 af 11)  
1/12/04 20:01

Limbri

Mér finnst þetta bara ekkert fyndið.

-

1/12/04 20:01

Órækja

Uppistand þykir mér einmitt gott orð og hefur góða og passlega merkingu í íslensku.

1/12/04 20:01

Skabbi skrumari

Mér þykir þetta ljómandi góðar hugmyndir, þó frekar óþjált í munni... en góð hugmynd...

1/12/04 20:01

litlanorn

óþjált kannski, en afar íslenskt

1/12/04 20:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég hef svosem aldrei haft sérlegt horn í síðu ´uppistands´-þýðingarinnar per se. En ég er þó alveg tilbúinn að gangast undir þetta sem þú ert að pæla... flottur hljómur í þessu orði, einkum þykir mér mikið varið í stafasamsetninguna ´ftf´, sem er allsekki óþjál frá mínum bæjardyrum séð.

1/12/04 20:02

litlanorn

órækja: uppistand þýðir í minni orðabók að vera með vesen...

1/12/04 20:02

litlanorn

sem aftur þýðir klósett á færeysku [hugsi]

1/12/04 20:02

Lómagnúpur

Já, uppistand er dæmi um aulaþýðingu. Ekki færi slíkt frá Fjölnismönnum. Sjá annars http://www.geocities.com/nyyrdasmidja/ fyrir þá sem áhuga hafa.

1/12/04 20:02

Órækja

Alltaf vesen á þessum grínboltum.

1/12/04 21:00

Bon Jonham

Ég krefst þess þá að í öllum kraftflimtingakeppnum verði menn í stöðluðum spandexbúningum með fáránlega stór leðurbelti og prumpi allavega einu sinni per gigg. Enda er það alltaf fyndið

1/12/04 21:01

Gvendur Skrítni

Kraftflimtingar, er ákaflega óþjált og gott orð - ég er því afar fylgjandi að þvinga þetta inn í Lútínuna

1/12/04 21:01

Ívar Sívertsen

Dæmigerð íslensk nýyrðasmíði...

1/12/04 22:00

Nafni

Svo þegar flimtingamenn keppa í kraftflimtingum, hafa þeir hvern annan í flimtingum og gera stólpaflimt að öllu.

1/12/04 23:01

litlanorn

tíhí...akúrat nafni

litlanorn:
  • Fæðing hér: 22/12/04 15:49
  • Síðast á ferli: 16/10/12 23:59
  • Innlegg: 67
Eðli:
skæð áhríninorn. hennar þekktustu verk eru sennilega dýrið og þumallína. gat sér gott orð fyrir að breyta prinsum í froska. er af nykurættum
Fræðasvið:
rannskóknir á mannlegu eðli, bókmenntir og listir. kukl og hindurvitni
Æviágrip:
fædd undir heillastjörnu við nykurvatn á ströndum. var brennd í trékyllisvík en reis aftur úr öskunni með aðstoð veðurhundsins sáms.