— GESTAPÓ —
litlanorn
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/12/04
við veltumst um polli ófrumleikans

og þar er ég víst ekki eftirbátur annara. mér finnst óneitanlega nokkuð skondið að sitja undir ámælum um ófrumleika. ég hef fengist við ýmislegt um ævina, og flest talið nokkuð frumlegt, eða stórskrýtið í augum fólks sem lifir hamingjusamt með sína 9-5 vinnu 1,9 börn, 2 bíla og afruglara í eigin húsnæði.

ég vík mér ekki undan áskorunum séu þær bornar fram af viti bornu fólki, og þykir mér sýnt að ég þurfi að hefja hér einvígi í boxhring málgleðinnar.

*stíg inn í hringinn, eyði þó nokkkrum tíma í að losa hattinn úr reipunum, veifa til áhorfenda, stilli mér upp andspænis vladimir og greiði honum vænan vinstri handar krók, næ fléttu með upphöggi og enda á því að marka hann bitið aftan hægra*

ég skal svo reyna að láta mér detta eitthvað skemmtilegt í hug.

   (9 af 11)  
1/12/04 12:01

Órækja

Ekki vissi ég að Vladimir væri með fléttað hár, jahérnahér.

1/12/04 12:01

Golíat

Þú segir nokkuð væna, líst vel á einvígið Vlad.

1/12/04 12:01

Skarlotta

Áfram Litlanorn Áfram Litlanorn
Áfram Vladimir Áfram Vladimir
Þetta gæti bara orðið spennandi.

1/12/04 12:01

Mosa frænka

[fylgist spennt með]

1/12/04 12:01

Ívar Sívertsen

[verður ruglaður]

1/12/04 12:01

Nornin

Aha... lítil norn...
[Mænir niður á við]
Mun betra... verst ef maður sér þig ekki þegar maður er að labba um...
[tipplar hænuskref framhjá litlu norn til að stíga ekki á hana]

1/12/04 12:01

Skabbi skrumari

hehe, sniðug mynd...

1/12/04 12:01

litlanorn

takk takk

litlanorn:
  • Fæðing hér: 22/12/04 15:49
  • Síðast á ferli: 16/10/12 23:59
  • Innlegg: 67
Eðli:
skæð áhríninorn. hennar þekktustu verk eru sennilega dýrið og þumallína. gat sér gott orð fyrir að breyta prinsum í froska. er af nykurættum
Fræðasvið:
rannskóknir á mannlegu eðli, bókmenntir og listir. kukl og hindurvitni
Æviágrip:
fædd undir heillastjörnu við nykurvatn á ströndum. var brennd í trékyllisvík en reis aftur úr öskunni með aðstoð veðurhundsins sáms.