— GESTAPÓ —
Gvendur Skrítni
Fastagestur.
Pistlingur - 2/11/05
Hrappurinn

Erkitýpur geta verið áhugaverðar, þar á ég við þær týpur sem virðast svo djúpt ritaðar í mannlegt eðli að þær spretta upp í mismunandi menningarheimur án sjáanlegra tengsla. Hrappurinn er ein slík erkitýpa.

Hrappurinn er mikilvæg erkitýpa í sögu mannkyns. Hann er guð en þó ekki alveg. Hann er vísa fíflið. Það er hann sem gegnum niðurbrjótandi sköpunarverk sín bendir á gallana í samfélagi manna. Hann rís upp gegn yfirvaldi, gerir grín að þeim sem taka sig alvarlega, býr til flókin ráðabrugg – sem virka stundum og stundum ekki – leikur sér með lög alheimsins og er stundum sinn eigin versti óvinur. Tilvera hans snýst um að spyrja spurninga, til að fá okkur til að spyrja spurninga og ekki meðtaka hluti í blindni. Hann birtist þegar hugarfar verður úrelt og þarfnast þess að vera rifið niður og byggt upp að nýju. Hann er ógnvaldur tilverunnar en á sama tíma bjargvættur hennar.

Hrappurinn lifir í og utan tíma. Hann er af okkar heimi en þó ekki svo að okkar lög eiga ekki alltaf við um hann. Önnur tákn sem eru tengd hrappnum eru meðal annars lyklar, klukkur, grímur og óendanleikinn.

Hrappurinn er skapari, grínisti, sannsögull, sögumaður, hamskiptir sem er tengdur andlegri tíðni samfélagsins hverju sinni.

Hann er jafnt illur tortímandi og barnslegur hrekkjalómur.

Hrappurinn er þekktur fyrir að vera þjófóttur, undirförull og úrræðagóður. Hrappurinn er á stundum ástleitinn, stundum hlægilegur en alltaf til vandræða. Sögur af hrappnum eru hlaðnar kaldhæðni, tvíræðni, þar sem hið líkamlega og hið yfirskilvitlega, einstaklingurinn og samfélagið, sannleikurinn og fjarstæðan eru hugleidd og hafin á æðra stig.

Hrappar hafa verið þekktir í flestum þjóðfélögum. Þar á meðal eru Sun Wukong, Kitsune, Hermes, Tezcatlipoca, Maui, Amaguq, Nasreddin, Anansi, Saci og nærtækasta dæmið er Loki úr norrænni goðafræði.

Hrappurinn brýtur reglur jafnt guða og náttúru. Stundum af illsku en oftast hefur það jákvæðar afleiðingar í för með sér. Hrappar geta verið snjallir eða fífl eða bæði, þeir eru oft hlægilegir jafnvel þó þér séu álitnir heilagir eða uppfylli mikilvæg samfélagsleg hlutverk.

Eitt helsta einkenni hrapps er að hann getur haft hamskipti, stundum getur hann brugðið sér í líki dýrs eða jafnvel skipt um kyn. Dýrshamurinn er jafnan dýr sem þykir vera slóttugt, slungið, varasamt eða hrekkjótt. Sem dæmi um dýrsham hrapps má nefna ref, hrafn, sléttuúlf, apa, snák og lax.

Hrappar í hinum mismunandi menningarheimum hafa einnig átt það til að sýna merki um tvöfalda náttúru með beinni eða óbeinni samkynhneigð. Nærtækasta dæmið um það er ævintýri Loka þegar hann breytti sér í meri til að afvegaleiða dráttarhestinn Svaðilfara. Atvikið leiddi til þungunar Loka af Sleipni, síðar hesti Óðins, en hann hafði tvöföld pör af hófum sem má túlka sem skírskotun til getnaðarins.

Hrappurinn er oftast geðugur gallagripur og stendur fyrir hina breysku hlið okkar allra. Í gegnum hann getum við lært að varast sannfæringarkraft hinna tungulipru en einnig getum við lært af þeim mikilvægt umburðarlyndi gagnvart breyskleika mannkyns og þeim einstaklingum sem eru ólíkir okkur sjálfum.

(þetta félagsrit er stolið og stælt frá hinum ýmsu stöðum)

   (2 af 11)  
2/11/05 08:01

Offari

Þetta er skemmtilegt og fróðlegt félagsrit en ég gat samt ekki lesið eina línu ´þar sem einn af meðlimum þínum hefur ritað hér félagsrit með svo löngu nafni að það skemmir þetta rit.

2/11/05 08:01

Jóakim Aðalönd

Afar fróðlegur pistlingur hjá þér Gvendur. Skál fyrir því!

2/11/05 08:01

Þarfagreinir

Er hrappur nútímans ekki hakkari?

2/11/05 08:02

Hakuchi

Sjálfur ertu hrappur hreppsómaginn þinn.

[Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér]

2/11/05 10:00

Jóakim Aðalönd

Mér finnst með ólíkindum að fleiri skuli ekki tjá sig um þetta félaxrit. Svei!

2/11/05 10:02

Hakuchi

Ég tek undir með öndinni. Svona eiga félagsrit að vera: Vönduð og fróðleg.

2/11/05 11:01

Vladimir Fuckov

Í tilviki voru eru engar 'frjettir' góðar frjettir: Afar fróðlegt og skemmtilegt fjelagsrit.

3/12/06 21:01

The Shrike

Ertu fallinn í hópinn?

6/12/06 01:01

Gvendur Skrítni

Jæja, Gvendur, þetta var spjöaug á meðan það entist. Vertu sæll.

5/12/07 16:01

Glúmur

Þeir leynast víða hrapparnir, Jóakim hefur verið að æsa fólk upp undanfarna daga og sem sannur múgæsingamaður hef ég haft lúmskt gaman að því - en þetta er orðið ágætt í bili er það ekki?
Vonandi leggur föstudagsmúgur og margmenni hingað leið sína.

5/12/07 16:01

Útvarpsstjóri

[æstist upp]

5/12/07 16:01

krossgata

[Bætir í hrappatöluna]
Skál!

5/12/07 16:01

Tigra

VIU VIU!!

5/12/07 16:02

Offari

Halló.

5/12/07 18:01

Vladimir Fuckov

Erum vjer nokkuð of seinir ?

Skál !

6/12/07 07:00

Billi bilaði

Af hverju missti ég af þessum múg?

Gvendur Skrítni:
  • Fæðing hér: 21/12/04 11:24
  • Síðast á ferli: 22/12/09 11:38
  • Innlegg: 248
Eðli:
Hér er ekki að finna stutta umsögn um Gvend Skrítna - áhugasömum er vinsamlegast bent á að afla sér vitneskju annars staðar eins og t.d. í hálfkæringslegu æviágripi Gvendar eða þá í málsgrein fræðasviða Dr. Skrítins. Fólki er einnig frjálst að gera sér í hugarlund hverskonar vitneskju um Gvend Skrítna.
Fræðasvið:
Arfavitlaus hegðun auk innilegrar áráttu til að endurspegla umhverfi sitt - með öfugum formerkjum.
Æviágrip:
Komið þið öll hjartanlega sæl og blessuð,Ég heiti Guðmundur og er af flestum talinn nokkuð gloppótur. Vinir mínir kalla mig Gvend Skrítna, aðrir kalla mig ýmist "Skrítna Gaurinn" eða "Æ, hann þarna - með gleraugun - og dökkt hár". Hvað sem því líður, gaman að hitta ykkur öll, vonast til að falla í hópinnGvendur Skrítni