— GESTAPÓ —
Gvendur Skrítni
Fastagestur.
Pistlingur - 2/12/04
Vitið þið hvað er kúl?

Ég finn mig hér knúinn til að standa vörð um rétt minn til að vera kúl - því ef ég væri ekki kúl, hvað væri ég þá?

Vitið þið hvað er kúl?
Að reykja kínverja - það er kúl!
Það eru bara al-hörðustu naglarnir sem reykja kínverja, Clint Eastwood og Nixon og svoleiðis menn.
Reyndar getur brennisteinsfnykurinn og sótið sem þessu fylgir verið kvimleitt. Sumir vilja meina að þetta geri manni erfitt fyrir með að ná hylli kvenþjóðarinnar en það er argasta kjaftæði. Allar gellur með gott sjálfsálit láta sig hafa það, við erum jú svalir naglar og því ýmislegt á sig leggjandi til að fá að sjást í kringum okkur, þær harka bara af sér og hugsa um eitthvað annað á meðan.
Svo hefur auðvitað verið einhver umræða um að kínverjareykingar séu heilsuspillandi og fari illa með tennurnar og fleira en alvöru naglar láta svoleiðis nag ekki hafa áhrif á sig. Við reykjum bara fleiri og stærri kínverja til að sýna öllum hver ræður.
Kínverjareykingamenn eiga samt undir högg að sækja, það er sótt að okkur úr öllum áttum í þessu þjóðfélagi, eftir 11. september var t.d. stranglega bannað að tendra kínverja í flugvélum og það er bara tímaspursmál hvenær atvinnubílstjórum verður bannað þetta líka. Fólk alltaf sínöldrandi, vilja að menn fari út til að tendra, segja að sótið og hávaðinn trufli sig, hver þarf á svoleiðis vinum að halda, andskotans eiginhagsmunaseggir, kæfandi allt sem gerir mann kúl.
Svo kemur helvítis nöldrið um óbeinar kínverjareykingar, vill nú kínverjalaus almúginn líka fara baða sig í frægðarljóma lífshættulegrar iðju kínverjareykingamanna? Reyndar eru menn að tala um að almúginn fái krabbamein en það er ekkert sannað! Hver hefur t.d. heyrt um að einhver hafi sprengt af sér kjálkann með óbeinum kínverja, fengið samfallið lunga eða varanlegan heilaskaða af annarra manna kínverjum, djöfuls wonnabís!
Svo er líka ekki það sama að reykja kínverja og reykja kínverja, menn eru auðvitað í missterkum kínverjum, flestir eru bara í beltakínverjum, aðrir reykja froska og sumir eru í alvöru hard-core kínverjareykingum, þeir eru að sjálfsögðu mestu naglarnir.
Keith varð t.d. frægur fyrir að vera fyrsti maðurinn til að reykja heila Örlygsbardagatertu einu sinni í partýi, hann þurfti auðvitað að fara í allsherjar yfirhalningu á eftir og það þurfti m.a. að fræsa tertuleifar úr hálsinum á honum en þetta var samt óneitanlega kúl. Kurt Cobain ætlaði einu sinni að toppa þetta með því að reykja handsprengju en það fór ekki eins vel - sumir vilja meina að Courtney Love hafi manað hann upp í það.
En allavega, látum ekki vaða yfir okkur, við getum gert það sem við viljum!
Höldum áfram að reykja okkar kínverja!

   (7 af 11)  
2/12/04 08:01

Sundlaugur Vatne

KÚL!!!!!!!

2/12/04 08:01

Nykur

Ég hef því miður ekki tíma til að lesa allt félagsritið en get þó svarað fyrirspurninni í fyrirsögninni. Já Nykur veit hvað er kúl.

2/12/04 08:01

Tina St.Sebastian

Endilega troddu kínverjum eins og þú getur í öll op sem þú finnur. Þá verðurðu svaka kúl.

2/12/04 08:01

Gvendur Skrítni

Þegar fólk tjáir sig um kínverjareykingar án þess að hafa prófað það sjálft þá er einfaldlega ekkert mark takandi á því. En þetta er kannski undantekning, hann Ari kunningi minn prófaði þetta einu sinni - við köllum hann núna Ara bleyju - og hann er sko kúl! Reyndar lyktar hann ekkert alltaf voðalega vel en það bíttar ekki - það vill loða við þennan bransa hvort eð er.

2/12/04 08:01

Steinríkur

Var þessi Ari að prófa aðferðina sem Tina stakk upp á?
Annars eru kínverjareykingar fyrir kjellíngar - alvöru karlmenn reykja dýnamít eða ekki neitt...

2/12/04 09:00

Gvendur Skrítni

Dýnamít?! [Brestur í óstöðvandi grát]
Og já, Ari Bleyja var þekktur fyrir að beita aðferð Tinu óspart.

2/12/04 09:01

voff

Reyktur kínverji með sykruðum kartöflum, grænum baunum og eplasalati. Namm!

2/12/04 09:01

Gvendur Skrítni

Varstu að koma úr mötuneytinu í Kárahnjúkum?

2/12/04 09:01

Finngálkn

Þetta er helvíti fyndið!

2/11/08 21:02

Vladimir Fuckov

Það tilkynnist hjer með opinberlega að þessi fyrsti föstudagsmúgur í háa herrans tíð er haldinn í tilefni af rafmæli höfundar þess fjelagsrits er athugasemd þessi birtist undir. Skál fyrir Gvendi Skrítna ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

2/11/08 21:02

Regína

Múgast!

2/11/08 21:02

Texi Everto

<Kveikir í kínverja, Gvendi til samlætis>

2/11/08 22:01

Gvendur Skrítni

<Fær óbeint kínverjaryk í augað>

2/11/08 22:01

krossgata

Þó kínverjar séu margir þá er nú kannski óþarfi að kalla þá ryk.

Gvendur Skrítni:
  • Fæðing hér: 21/12/04 11:24
  • Síðast á ferli: 22/12/09 11:38
  • Innlegg: 248
Eðli:
Hér er ekki að finna stutta umsögn um Gvend Skrítna - áhugasömum er vinsamlegast bent á að afla sér vitneskju annars staðar eins og t.d. í hálfkæringslegu æviágripi Gvendar eða þá í málsgrein fræðasviða Dr. Skrítins. Fólki er einnig frjálst að gera sér í hugarlund hverskonar vitneskju um Gvend Skrítna.
Fræðasvið:
Arfavitlaus hegðun auk innilegrar áráttu til að endurspegla umhverfi sitt - með öfugum formerkjum.
Æviágrip:
Komið þið öll hjartanlega sæl og blessuð,Ég heiti Guðmundur og er af flestum talinn nokkuð gloppótur. Vinir mínir kalla mig Gvend Skrítna, aðrir kalla mig ýmist "Skrítna Gaurinn" eða "Æ, hann þarna - með gleraugun - og dökkt hár". Hvað sem því líður, gaman að hitta ykkur öll, vonast til að falla í hópinnGvendur Skrítni