— GESTAPÓ —
Pottormur
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 5/12/05
Fávitar í skólanum mínum.

áður en ég byrja á þessum pistlingi þá vil ég biðjast á því að hafa ekki heiðrað ykkur með nærveru minni upp á síðkastið einstöku gáfumenni sem að á þessari síðu eru alla jafna.

Þegar maður er í 9. bekk grunnskóla og er með algjörum fávitum í bekk sem að skemma það sem kennarar kalla vinnufrið í bekknum en ég kalla bara einfaldlega frið til þess að hugsa í stað þess að stinga blýanti á kaf í læri sessinautar þíns eða eitthvað í þáveruna. Það versta við þessa fávita er að þeir hafa aðlögunarhæfni. Það er að þeir finna það út í byrjun skólaársins hvaða kennarar skamma þá fyrir að vera með læti og hvaða kennarar gera ekkert í því.
Þegar að fávitarnir eru búnir að finna það út þá leggja þeir tímana sem að kennararnir sem gera ekkert í látunum kenna í rúst. Í mínum skóla þá eru það stærðfræði og náttúrufræði tímarnir sem fara í súginn.
Það kemur sér mjög illa þar sem ég ætla mér að taka samrænt próf í stærðfræði og ég get ekkert lært í tímum þökk sé fávitunum.

Nú spyr ég lesendur þessa pistlings hvort það sé rétt ályktað hjá mér að það séu svona hálfvitar í öllum skólum?

   (2 af 8)  
5/12/05 07:00

B. Ewing

Auðvitað eru hálfvitar í öllum skólum. Þeir eru þarna svo við hin sem erum gáfuð og klár getum hugsað tilbaka með brosi á vör þegar við sjáum skrílinn kominn með krílin alltof snemma á ævinni þannig að framhaldsmenntun þeirra er úr sögunni næstu 18 - 20 árin að minnsta kosti (að því gefnu að staðist verði þær félagslífsfreistingar sem bjóðast í framhaldsskólanum).
Tíminn sem líður þangað til er mörgum óbærilegur og margir falla í valinn á leiðinni. Hinn gullni menntavegur er þessvegna vandrataður.

Haltu baráttunni áfram í huga þér.
Eilífðarstúdentinn.

5/12/05 07:00

Finngálkn

Ja Íslendingar eru fávitar lilli, annars skrifar þú ágætlega miðað við 9. bekking... Ég er sjálfur í 10. bekk í Felló!

5/12/05 07:00

plebbin

Ég var alltaf með læti í 9 bekk. Allaveganna í þeim tímum sem kennarinn gerði ekkert í því.
Bið alla samnemendur mína á þeim tíma afsökunar sem ekki voru með læti sjálfir sem voru í mestalagi 2.

Núna finnst mér þetta ólýðandi. (framhaldsskóla)

p.s. Segðu þeim bara að halda kjafti. Ef það virkar ekki, do it the American style (farðu með byssu í skólann)

5/12/05 07:00

Ólafía

Jú, gagnfræðaskólinn er gullöld svona vitleysinga þar sem þeir geta ekki fallið og eru grunlausir um þá eymd sem bíður þeirra handan við samræmdu prófin. Eða svo hélt ég. Raunveruleikinn varð sá að of margir þeirra náðu að slefa upp fleiri og fleiri bekki í menntaskóla og seinasta árið mitt, s.s. að nálgast tvítugsaldurinn, voru ennþá til staðar gaurar sem höfðu athyglisbrest á háu stigi og nýttu því tímana í að skemma vinnufriðinn og sóa tíma kennarans með látalátum sínum.

Haltu þig bara við þitt, Pottormur minn, það borgar sig ávallt.

5/12/05 07:01

krumpa

Fávitar eru alls staðar! Þegar þú losnar úr skóla kemstu að þeirri sorglegu niðurstöðu að þeir eru jafnvel algengari í atvinnulífinu...

5/12/05 07:01

Nermal

Fræg er nú saga af kennara hér í bæ. Einhver stelpuskjáta var með eitthvað ráp um stofuna og truflaði samnemendur sína. Hann var búinn að biðja hana að setjast en hún virti það ekki. Tekur hann þá stórann doðrant, dúndrar honum í kennaraborðið og gargar. SESTU Á TUSSUNA STELPUHELVÍTI !!!!

5/12/05 07:01

Gaz

Nermal minn, væri þetta sami kennari sem sagði fyrir framan mig við strákana á sínum tíma "Takið helvítis pottlokin af ykkur annars sker ég undan ykkur!"?

Það væri kannski gerlegt að taka málin í eigin hendur. Klaga í kennarann og segja til að það sé ekki vinnufriður í tímunum og að kannski kennarinn ætti að setja takmörk fyrir því hvað fólk getur eiðilagt í friði. Annars svo getur þú verið djörf og staðið upp sjálf og skammað þessa hálfvita og sagt sí svo að þeir/þær/þau geti eiðilagt eigið líf á sínum eiginn tíma.

5/12/05 07:02

Dexxa

Jú Gaz, það er einmitt sá sami kennarinn sem sagði það. En það eru nemendur í hverjum skóla sem eiga það til að eyðileggja fyrir þeim hinum sem vilja læra. Og er ég þá sammála Gaz í því að taka málin í sínar hendur og segja þessum hálvitum að þegja!

5/12/05 09:00

hlewagastiR

Þessi Pottormur er greinilega þessi óþolandi kennarasleikja sem á enga vini. Ég man eftir þessar týpu, það eru svona misheppnaðir gaurar í öllum skólum. Þetta endar yfirleitt í illa launuðum möppudýrastörfum án möguleika á forfrömunar. Skriðdýr.

5/12/05 10:01

Pottormur

Fávitarnir sem ég er að tala um eru þannig að þeir eru svona fjórir vinir með virkilega lélegann einkahúmor. Hvað finnst ykkur um þá hugmynd að taka með sér lurk í skólann og slá þá á milli lappana við gott tækifæri?

Pottormur:
  • Fæðing hér: 14/12/04 12:29
  • Síðast á ferli: 24/5/11 21:59
  • Innlegg: 19
Eðli:
Rauðhærður með meiru.
Fræðasvið:
Nefboringur