— GESTAPÓ —
Pottormur
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 3/12/05
Vetrarfrí

Í dag er vetrarfrí í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Þar sem ég er í grunnskóla þá nýt ég góðs af því. Ég fæ frí frá laugardegi-fimmtudags og það er einstakt að vera í fríi. En núna sit ég heima á bolludegi (asnalegasta degi ársins) og hef ekkert að gera. Það er spurning hvort það væri ekki bara betra að vera í skólanum og rífast við kennara? Öll frí eru svona maður er ofboðslega ánægður með að komast í frí en í fríinu leiðist manni og maður vill bara fá að fara í skólann. En þegar í skólann er komið óskar maður þess að fá að vera ennþá í fríi.

   (6 af 8)  
3/12/05 03:01

Haraldur Austmann

Ég tek ofan hárkolluna fyrir þér Pottormur. Það er ekki oft sem maður heyrir um unglinga sem vilja fremur vera í skóla en fríi.

3/12/05 03:01

blóðugt

Það er vandlifað...

3/12/05 03:01

Furðuvera

Þú ert nú bara eitthvað afbrigðilegur.

3/12/05 03:01

Sæmi Fróði

Hættu þessu kvarti strákur, rífðu þig upp úr sleninu og drífðu þig út í fjós að moka flórinn!

3/12/05 03:01

Krókur

Af hverju er bolludagur asnalegasti dagur ársins, bollan þín?

3/12/05 03:01

B. Ewing

Úti er gott veður (að því gefnu að þú sért á vissum stað á landinu) út að labba eða hjóla eða bara eitthvað, hoppa aðeins út í næstu á og koma heim rennblautur upp fyrir haus. Þá hefurðu frá einhverju mergjuðu að segja þegar fríinu er lokið.

3/12/05 03:02

Pottormur

bolludagur er fáránlegur af því að hann snýst bara um það að éta einhverjar óhollar bollur og samt er fólk að kvarta yfir því að börn á Íslandi séu að verða feitari þetta hjálpar ekki held ég

3/12/05 03:02

Húmbaba

Bolludagur er góður dagur.

3/12/05 04:01

Jóakim Aðalönd

Hvad sem bolludegi lídur, thá vil ég hrósa thér fyrir góda stafsetningu og thokkalegt málfar. Thú maettir thó nota punkta og kommur meira.

3/12/05 01:01

Pottormur

Þakka þér fyrir athugasemdina Jóakim.

3/12/05 01:02

Sundlaugur Vatne

Í fyrsta lagi, pottormurinn þinn, þá er bolludagur ekki asnalegasti dagur ársins, í öðru lagi þá átt þú ekkert með að rífast við kennarana þína og í þriðja lagi þá ertu vel máli farinn og skrifar rétt og vandað mál ólíkt mörgum jafnöldrum þínum. Þú gefur tilefni til að ætla að þú sért þroskaðri en aldurinn segði annars til um. Gott hjá þér.

Pottormur:
  • Fæðing hér: 14/12/04 12:29
  • Síðast á ferli: 24/5/11 21:59
  • Innlegg: 19
Eðli:
Rauðhærður með meiru.
Fræðasvið:
Nefboringur