— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiðglyrnir
Fastagestur og  sagnaþulur.
Saga - 3/12/04
Lyklasekúndan/nekt/blóð/frost/sagan sem búið var að lofa.

Sagan er tileinkuð: lyklakippum með skottum. <br /> Sagan sem er dagsönn varð lengri en reiknað var með, ef ykkur finnst nóg um lesið hana þá bara í hlutum. Mundi bara núna áðan eftir þessu loforði mínu og skrifaði söguna á mettíma, gjörið svo vel, og látið í ykkur heyra.

FORMÁLI:
Þegar saga þessi gerist hafði Riddarinn sem er Reykvíkingur í húð og hár, verið með rekstur og búsettur úti á landi í 2. til 3. ár, en var nánast jafnmikið í Reykjavík og úti á landi til að sinna viðskiptum sínum.

Var með á leigu litla niðurgrafna stúdíóíbúð í kjallara á fjölbýlishúsi við götu, þar sem götuheitin enda á grandi t.d. Seilugrandi. Þessi herbergi höfðu upphaflega verið byggð sem leikherbergi 35 fm. en Riddarinn leigði þetta húsnæði af húsfélaginu á mjög hóflegur verði og hafði breytt því þannig að þarna mátti sér vel við una.

Inngangur var sér, gengið niður nokkrar tröppur og opnuðust kjallara útidyrnar inn í hjólageymslu og síðan voru næstu dyr við, inn í herbergið góða eða stúdíóíbúðinna. Þegar gengið var inn í herbergið var gluggi til vinstri svona ofantil á veggnum og borðstofuborð undir honum, Wc og sturta alveg í fjær endanumtil hægri.

FORSAGAN:
Eftir stutta en stranga flugferð, með föstum liðum snillinganna hjá Arnarflugi, þ.e. maður heldur lámark 2. til 3. ”jæja þá er þetta búið”, gangtruflanir í vinstri hreyfli, ofkælingu og tiheyrandi magaónotum, þá var skakklappast í afgreiðsluna og náð í lykla af bílaleigubílnum sem að hafði verið forpantaður.

Og ekið eins og leið lá beint í athvarfið, því að eftir svona flug er bara tvennt í myndinni, það er að leggja sig í 2 til 3 tíma eða að fara í hálftíma heita og góða sturtu, annars er hætta á að dagurinn og jafnvel sá næsti á eftir verði hálf lélegir, þetta mun þó vera einstaklingsbundið.

MEGINMÁL:
Þegar þangað kom, byrjaði Riddarinn að sjálfsögðu á að opna gluggann og fór síðan að skipuleggja sig svolítið, allt tekið úr vösunum og sett á borðstofuborðið góða. Lyklarnir af bílaleigubílnum settir á lyklakippuna góðu, sem Riddaranum hafði nýlega áskotnast og var sérlega skemmtileg, með svona svörtu loðnu skotti, silfurkeðju og hring.

Jæja það var allt klárt til að fara í hálftíma heita sturtu,vopnaðist þá Riddarinn sturtusápu og þvottapoka og skellti sér í langþráða sturtuna, og þarna sem hann stóð í heitri sturtunni og var umþað bil farið að líða eins og til stóð, heyrir hann eitthvað hringl frammi í herberginu, leiðir þetta bara hjá sér, en DAUÐHREKKUR svo við þegar hringlið heyrist á nýjan leik og mun hærra í þetta skipti.

Það var rokið út úr sturtunni og fram í herbergið, og þar stóð hvorki meira né minna en..........................TÍGRISDÝR Á BORÐSTOFUBORÐINU OG HRISTI HÖFUÐIÐ GRIMMDARLEGA MEÐ SVARTA LYKLAKIPPU SKOTTIÐ Í SKOLTINUM, ÞANNIG AÐ HRINGLAÐI Í LYKLUNUM, OG PÍRÐI GULGRÆNUM GLYRNUNUM Á RIDDARAN.

Riddarinn hristi líka höfuðið og nuddaði vatn og sápu úr augunum, leit síðan yfir sviðið að nýju og eina breytingin sem hafði orðið var að TÍGRISDÝRIÐ reyndist vera sá alstærsti gulbröndótti fressköttur sem Riddarinn hafði augum litið og en var hann með lyklakippuna í skoltinum, og það sem verra var, á leiðinni út um gluggann.

Riddarinn öskraði á kattarskömmina “LYKLARNIR MÍNIR, KOMDU MEÐ LYKLANA MÍNA” bæði í örvæntingu og eins líka til að bregða kettinum, þá hugsanlega myndi hann missa lyklana.
Riddarinn hljóp eins og eldibrandur fram í hjólageymslu og út, kötturinn var þá rétt nýkominn út um gluggann og var í svona 2. metra fjarlægð, Ridarinn stakk sér þá eins og markmaðuir í vítaspyrnukeppni og þarna sem Riddarinn svífur í loftinu, kom! "LYKLASEKÚNDAN" og hann heyrði útidyrnar skellast í lás fyrir aftan sig, blessaður kötturinn að sjálfsögðu smeygði sér undan og lét sig hverfa með hraði á braut með lyklana.

En Riddarinn lenti á tröppunum og átti erfitt með að gera upp við sig hvort hefði verið verra að lenda á skerandi krapanum eða merjandi steintröppunum.

VANDRÆÐALEGT:
Og hér er komið að þeirri stundu sem kynnt var, Riddarinn stendur allsnakin með þvottapoka á annari hendinni marinn hruflaður og skorinn eftir stökkið ógurlega, úti í 2 gr. frosti rennandi blautur, fyrir framan læstar útidyrnar, þarna voru góð ráð að verða á uppsprengdu verði....

KARLMENNSKAN:
Jú mikið rétt auðvitað muna allir að glugginn var opinn, en blessað stormjárnið var engu að síður staðreynd og ekki framhjá því farið nema með einhverjum verkfærum, þá var Riddarinn að kólna frekar hratt og vissi að hér skipti hver sekúnda sköpum, út frá heilsufarslegum ástæðum og ekki hvað síst, að í þessari stöðu vill engin karlmaður (sennilega ekki kvennmaður heldur) láta koma að sér, áhrif frosts og kulda á séreinkenni og stolt karlmanna sem við þessar aðstæður verður "HVERFANDI", hefur eitthvað með þetta að gera.

Gluggi var við vinstri hlið útidyrahurðar, sem lá meðfram og jafnhátt hurðinni, jæja hugsaði Riddararæfillinn með sér, það verður seint á allt kosið og krepti hnefann innan í þvottapokanum og lét vaða í gegnum rúðuna, sem reynar var þreföld, en þegar þarna var komið sögu, var örvæntingin slík að hún var tekin í einu höggi, inn með hendina og opnað, tiplað yfir glerbrotin inn í herbergið dyrunum skellt á eftir sér og beint í sturtuna sem var en í gangi, sjóðandi heit og fín.

LOKAORÐ:
Engum blöðum er um það að fletta að lögreglan var mætt 10 mínútum seinna, og ógleymanleg er, vantrú, hlátur og góðlátlegt grín “laganna varða” við gerð skýrslu. Riddarinn var síðan keyrður beint uppá slysavarðstofu og var notaður sem saumanámskeið fyrir nýliða.
Þvottapokinn reyndist engin brynglófi, saumað var í hnúa/handarbak, olnboga, bæði hné eftir tröppurnar og fætur eftir tiplið yfir glerbrotin. Og þetta voru sko engin 12 spor heldur 53.

SÁ HLÆR BEST SEM.........
Og ekkert skyldi þetta blessaða hjúkrunarfólk sem stumraði yfir og var í kringum Riddarann, í þessum ofsafengnu hlátursrokum sem komu frá honum í tíma og ótíma.

LYGILEGT EN SATT:
Reynið svo einhvern tímann að hringja á bílaleigu, þar sem þið eruð með bíl á leigu og segið þeim að köttur hafi því miður stolið lyklunum þeirra, hvort ekki sé hægt að útvega nýja.

Þess vegna elskar Riddarinn ketti...........................

P.s. Til gamans má geta að tryggingafélagi sameignarinnar, fannst sagan svo mögnuð, að þeir bættu rúðuna þegjandi og hljóðalaust.

Töfra Stundir

   (101 af 120)  
2/12/04 03:02

Limbri

Raunir mannana eru misjafnar, en þessi var sprenghlægileg.

Þér eruð hérmeð sæmdir Smyrilorðu Limbra og þér eigið inni frían bjór hjá mér eigi þér einhverntíman leið um smábæinn minn.

-

2/12/04 03:02

Skabbi skrumari

Þetta var þrælfyndið hehe (afsakaðu)...
Ég ætla að toppa Limbra og bjóða þér upp á glas með Ákavíti næst þegar við hittumst...

2/12/04 03:02

Heiðglyrnir

Skabbi minn og Limbri mætti það nú vera með ykkur báðum og hvar sem er í heiminum, held að þá mætti segja, að væri orðið drykkjarhæft

2/12/04 03:02

Nornin

[Heldur um magann og veinar úr hlátri]
Guð hvað ég hefði viljað sjá þetta!!!

2/12/04 03:02

hundinginn

Fjandakornið. Of mikið fyrir lesblinda.

2/12/04 03:02

Tigra

Hahahaha! Frábær saga. Sérstaklega þar sem það var tígrisdýr í henni! (eða svona næstum)

2/12/04 03:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Legg nú ekki í vana minn að hlæja að óförum annarra, en neyddist til þess að þessu sinni.
Gera má ráð fyrir að riddarinn hafi uppfrá þessu ekki hætt sér lengri spölkorn án brynjunnar...

2/12/04 04:00

Nornin

Hlærðu ekki að óförum annara? Það geri ég hiklaust ef þeir slasast ekki mikið!
[er enn að flissa]

2/12/04 04:00

Steinríkur

Léstu Tigru stela af þér lyklunum?
Bjór eða koníak á næsta hittingi í tilefni af því...

2/12/04 04:00

litlanorn

úff, voði og vandræði.
ég viðurkenni að hlæja að óförum annara. sérstaklega ef þær eru svona prýðilega fram settar. skál!

2/12/04 04:01

Mikill Hákon

AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA&shy;AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA&shy;AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAHAHA. [deyr]

2/12/04 04:01

Heiðglyrnir

Þið eruð frábær, þurfið ekkert að skammast ykkar fyrir að hlæja að þessu öllu saman, þetta er náttúrulega bara fyndin lífsreynsla, og ber að taka sem hverju öðru kattar-narti. Verst að vera ekki ritfærari en maður er, því af nógu er að taka þegar skemmtilegar lífsreynslusögur eru annars vegar, og sumar þeirra eru meira að segja pínulítið fyndnar. Jæja meðan þið takið viljan fyrir verkið, þá reynir maður kannski að pota svona einni og einni, svo lítið beri á. Áfram með smjörið, kannski vilja fleiri tjá sig. Já Riddarinn viðurkennir það heilshugar að undirtektir og athugasemdir frá ykkur, er eitthvað sem hann metur mikils.

2/12/04 04:01

krumpa

Frábær saga!

2/12/04 04:01

Hexia de Trix

[Með tárin í augunum af hlátri] Elsku Heiðglyrnir minn, ég veit að þetta hefur þér ekki þótt fyndið á meðan á ósköpunum stóð. En mikið hriiiiiiiiiiiiiiiikalega er það fyndið núna! [Veltist um gólfið]

2/12/04 04:01

Jóakim Aðalönd

Bráðfyndin saga. Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir þessu. Ég geri bara bæði. *Grætur af hlátri*

2/12/04 04:01

Órækja

Já þessi saga hefur svo sannarlega allt. Nekt, ofbeldi, spennu, glæpi og kött.

2/12/04 04:01

Eyminginn

Tíhí

2/12/04 04:02

Heiðglyrnir

Þakka ykkur svo mikið.

2/12/04 05:00

kolfinnur Kvaran

Ertu búinn að selja kvikmyndunarréttinn!?

2/12/04 05:00

Heiðglyrnir

Hum, ha, nei, ertu með tilboð.

2/12/04 06:01

Finngálkn

Það þarf varla að árétta það en þetta er það fyndnasta sem skrifað hefur verið hér á þessari síðu.

2/12/04 06:01

Heiðglyrnir

Þakka þér Finngálkn. þú er heiðurs óeyrðarseggur.

2/12/04 07:00

Hermir

Hot smoke, þetta er fyndið dæmi. Ég pissaði næstum því í mig við að lesa þetta, bæði af spenning og líka af hlátri.

2/12/04 07:01

Sundlaugur Vatne

Miklum mannraunum hafið þið riddararnin lent í og furða hversu óskaddaðir þið virðist vera á eftir. Þér eruð mikill kappi, sör Heiðglyrnir

Heiðglyrnir:
  • Fæðing hér: 19/11/04 19:46
  • Síðast á ferli: 1/12/23 10:38
  • Innlegg: 451
Eðli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Fræðasvið:
Hugmyndaflug-maður og ímyndunarafl-raunamaður. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Æviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefið nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá þeim degi nafnbótina og nafnið SIR. Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi. Þar af leiðandi, eftir öllum reglum í hinum þekkta heimi er hann aðalsmaður (þó ekki grænn). Riddarinn hefur ekki farið varhluta af flökkueðli riddara, hefur farið sínar eigin krossferðir, búið meira og minna um allt Ísland og víða erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og farið víða um lönd og strönd.