— GESTAPÓ —
Amon
Nýgræðingur.
Pistlingur - 4/12/09
Númer átta

Árið tvöþúsund og fjögur, nánar tiltekið þann seytjánda nóvember þess árs klukkan tólf tuttugu, birtist undirritaður skyndilega í veröld þessari. Með mér í för voru tveir aðrir skuggasveinar er löngum eru gleymdir og er því ekki vert að minnast á þá hér nánar.
Félagsritið, 1488 blaðsíðna barefli, var mitt fyrsta rit og var það birt þann tuttugasta og sjetta ellefta sama ár. Alls eru félagsritin nú átta talsins, að þessu meðtöldu. Heildarfjöldi og gæði félagsrita minna bliknar samanborið við rit margra ykkar og er þetta engin undantekning þar á. Mun ég reyna að fá úr því bætt og æfa ritlist mína betur, ásamt því að líta hér oftar inn.
Eflaust eru hér allmargir er aldrei hafa heyrt minnst á nafn mitt áður. Ástæðan er í raun einföld og í senn döpur, undirritaður hvarf jafn skyndilega og hann birtist. Þykist ég þó halda að til séu einstaklingar sem enn muna eftir mér og er slík tilhugsun mér mikil huggun.
Skömmu eftir þann tólfta ellefta tvöþúsund og átta, eða um það leyti sem seinasta félagsrit mitt var birt, hætti ég að láta sjá mig. Fjölmargar ástæður liggja því að baki en það sem skiptir máli nú er að í mars mánuði tvöþúsund og tíu snéri ég aftur.
Við endurkomu mína leit ég inn á ýmis stillingaratriði er í boði eru á síðu þessari. Rak ég þá augun á smáaletrið sem kveður á um að ef viðkomandi lætur ekki sjá sig svo mánuðum skiptir áskilur ritstjórnin sér rétt til að svipta viðkomandi einkennismynd sinni og gera hvað annað við skráningu hans sem henni þóknast. Mér til mikillar hamingju hef ég ekki þurft að sæta slíkri meðferð, þótt ég gegni nú stöðu nýgræðings í annað sinn, og færi ég hér með ritstjórn þakkir mínar allar.
Það er því ekki á hverjum degi sem maður áttar sig á því hve viðkvæm vera okkar er og hversu nálægt maður getur verið því að láta þurrka sig út.

   (3 af 10)  
4/12/09 07:01

Huxi

Vertu velkominn heim og vertu ekkert að fara aftur. [Slátrar alikálfi til heiðurs glataða syninum]

4/12/09 07:01

Grágrímur

Ritstjórnin er sjálf horfin svo það er lítil hætta á útstrokunum. En velkominn aftur /skál

4/12/09 07:02

hlewagastiR

Komdu fagnandi, heiðursmaður. Hefurðu nokkuð sé hann Ra?

4/12/09 07:02

Upprifinn

Ég viðurkenni að muna eiginlega ekki eftir þér. En velkominn til baka, hér fækkar bara og fækkar þannig að það veitir ekki af að einhverjir komi til baka.

4/12/09 07:02

Kargur

Velkominn heim.

4/12/09 01:01

Amon

[Lyftir glasi og skálar] Það er gott að vera kominn aftur!

4/12/09 01:01

Miniar

Ég átti kött sem hét Amon. Hann var "kisan mín" meira en nokkur köttur ég hef átt hvorki fyrir hanns tíma né eftir.
Hann varð fyrir bíl og ég þurfti að sækja hann, ennþá ylvolgann, bera hann heim, og grafa hann í garðinum í freðna jörð.

Velkominn.

4/12/09 01:01

Amon

[Tárast nánast við seinasta innlegg]

4/12/09 01:01

Kiddi Finni

Vertu velkominn aftur. Gaman að sjá þig.

Amon:
  • Fæðing hér: 17/11/04 12:20
  • Síðast á ferli: 30/11/10 11:24
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ég fæddist, ég lifi, ég mun deyja.
Fræðasvið:
Eftir B.a. próf í skotfimi hóf ég bóklegt nám við stjórnmál.
Æviágrip:
Ég ferðaðist mikið á mínum yngri árum. Ruddi mér leið inn í lönd á borð við Pólland og Frakkland. Hrökklaðist heim á leið undan Sovétríkjunum. Hef nú fundið mér samastað á Lútnum þar sem ég mun eyða ævikvöldinu í friði.