— GESTAPÓ —
Ísis
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/12/04
Rís úr löngum dvala

Eins og flestir hafa eflast tekið eftir, þá hef ég ekki séð mér fært að heiðra ykkur ágætu félaga með nærveru minni síðastliðnar vikur.
Ég mun reyna að ráða bót á þessu vandamáli, en ástæða fjarveru minnar eru miklar annir, bæði í einkalífi, sem og á öðrum sviðum lífs míns.

Ekki verður tekið við kvörtunum að svo stöddu.

   (3 af 11)  
1/12/04 05:02

Nornin

*kvartar ekki neitt og er glöð að sjá Ísisi aftur*

1/12/04 06:00

Heiðglyrnir

Okkar er heiðurinn, vertu velkomin heim.

1/12/04 06:00

Dillinger

*Kvartar yfir því að sjá Ísis aftur og verður ekki glaður*

1/12/04 06:00

Fíflagangur

Hver í fjandanum ert þú?

1/12/04 06:00

Skabbi skrumari

Já velkomin aftur...

1/12/04 06:00

Nafni

Merkilegt! Ég var einmitt að velta því fyrir mér hér í gærkveldi hvað hefði orðið um þig.
Þótti mér skarð fyrir skildi í fjarveru þinni. Velkomin aftur, aftur og aftur...

1/12/04 06:01

Þarfagreinir

Já, velkomin. Þín var saknað.

1/12/04 06:02

Smábaggi

Nei. Ég þoldi þig ekki, þú ert eitthvað svo flöt og illa teiknuð.

1/12/04 07:01

Dr Zoidberg

Ég hef áhiggjur af því að ég sé að vera gamall, næ ekki lengur að leggja á minnið alla fastagesti hérna. Allavega vertu velkomin "aftur" Íris

Ísis:
  • Fæðing hér: 16/11/04 18:21
  • Síðast á ferli: 15/2/06 18:10
  • Innlegg: 0
Eðli:
Þar sem óvíst er um uppruna hennar, eyðir hún mestum sínum tíma í að reyna að "finna sjálfa sig" eins og það er kallað. Þessu hefur fylgt mikill áhugi á eigin eðli sem og eðli annarra.
Hún þykist víst vera orðin nokkur viss um uppruna sinn og eðli eftir miklar athuganir. Líkur benda sterklega til þess að hún hafi alla tíð verið til sem egypska forngyðjan Ísis, gyðja frjósemis, visku og margs margs fleira.
Varla þarf að taka fram að það sem helst einkennir Ísis er ómetanleg yfirvegun, umburðarlyndi og viska.
Fræðasvið:
Ekkert mannlegt eða andlegt er Ísis óviðkomandi og býr hún yfir miklum sannleika varðandi þessi fjölbreytilegu svið.
Æviágrip:
Fæddist ekki í þessum heimi, en óvíst er um uppruna hennar. Þó er talið að hún kunni að vera ævaforn, jafnvel eldri en svo að elstu plöntur muni. Þess ber að geta að Ísis hefur notið mikilla vinsælda í þúsundir ára.