— GESTAPÓ —
Ísis
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/03
Fyrirför

Stalker á höfuðborgarsvæðinu: Haa??? - Ég.....???

Í dag lenti ég í þeim "hremmingum" að ganga á eftir mjög svo dularfullum karlmanni á aldrinum 23-30 ára (viðkomandi er vinsamlegast beðinn um að gefa sig ekki fram þótt hann lesi þetta).

Hvað sem því líður.....ég gekk s.s. á eftir þessum karlmanni alla leiðina frá skólanum, síðan hélt hann bara áfram að ganga á undan mér alla leiðina.
Ég meiraðsegja breytti um leið þegar ég nálgaðist heimili mitt (fór til vinstri í stað hægri á gatnamótum) er ég sá hann fara þá leið sem geng venjulega. Þegar ég svo nálgast götuna að heimili mínum mæti ég honum á ný, og þá varð mér ljóst að hann hafði gert hið sama og ég, þ.e. að fara öfuga leið. Þetta verð s.s. til þess að við gengum í kross, og hefði verið mun styttra fyrir okkur að fara hvort sína leið eins og venjulega.

Mér fannst þetta mjög furðulegt allt saman, enda aldrei lent í þvílíku áður. Samt fannst mér skrýtið hvernig hann fór þá leið sem ég fer venjulega, án þess að það væri betra fyrir hann; var hann kannski jafnvel að forðast mig.
Svo hafði hann allan tímann verið að líta aftur fyrir sig eins og hann væri að gá hvort ég væri þarna enn (ég auðvitað flýtti mér að líta út í loftið til að hafa það á hreinu að ég væri að fylgjast með gæsunum sem voru að fljúga yfir í öfugu V, og jafnvel reyndi að bregða mér bakvið ljósastaura eða inn í strætóskýli).

Þegar ég fór að velta þessu nánar fyrir mér þegar ég kom heim, rann það upp fyrir mér; það var ekki hann sem var að veita mér fyrirför.....það var ég sem hafði verið að veita honum eftirför!

   (8 af 11)  
1/11/03 19:01

Skabbi skrumari

Bara ekki gera þetta aftur, þetta var virkilega spúkí...

1/11/03 19:01

Skoffín

Ótrúlega skrítið hreint út sagt. Og hefuru ekki hugmynd um hver þessi maður var?

1/11/03 19:01

Ísis

Þetta var allavega ekki Skabbi sko...nokkuð viss.
Þessi var miklu sætari :þ

1/11/03 19:01

Hóras

[Svívirðir engil]

1/11/03 19:01

Glúmur

Ahh, já þetta er frábært, minnir mig þegar ég var vanur að elta fólk heim að dyrum og reyna að selja þeim happdrættismiða.

1/11/03 19:01

Skabbi skrumari

Nú, ef það var ekki ég, þá hefur einhver annar verið að elta mig... spúkí, kannske Glúmur

Ísis:
  • Fæðing hér: 16/11/04 18:21
  • Síðast á ferli: 15/2/06 18:10
  • Innlegg: 0
Eðli:
Þar sem óvíst er um uppruna hennar, eyðir hún mestum sínum tíma í að reyna að "finna sjálfa sig" eins og það er kallað. Þessu hefur fylgt mikill áhugi á eigin eðli sem og eðli annarra.
Hún þykist víst vera orðin nokkur viss um uppruna sinn og eðli eftir miklar athuganir. Líkur benda sterklega til þess að hún hafi alla tíð verið til sem egypska forngyðjan Ísis, gyðja frjósemis, visku og margs margs fleira.
Varla þarf að taka fram að það sem helst einkennir Ísis er ómetanleg yfirvegun, umburðarlyndi og viska.
Fræðasvið:
Ekkert mannlegt eða andlegt er Ísis óviðkomandi og býr hún yfir miklum sannleika varðandi þessi fjölbreytilegu svið.
Æviágrip:
Fæddist ekki í þessum heimi, en óvíst er um uppruna hennar. Þó er talið að hún kunni að vera ævaforn, jafnvel eldri en svo að elstu plöntur muni. Þess ber að geta að Ísis hefur notið mikilla vinsælda í þúsundir ára.