— GESTAPÓ —
Sigfús
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 9/12/07
Sigfús







   (2 af 15)  
9/12/07 16:01

Günther Zimmermann

Þar hittirðu naglann á höfuðið! Höfnum peningahyggjunni! Höfnum markaðshagkerfunum! Aftur til náttúrunnar!

Því hvaða verðgildi hafa prentaðar nótur eða tölur á tölvuskjá annað en það sem við samþykkjum að veita þeim? Hugsið ykkur gengisfallið ef allir myndu afneita peningum! Ég vil fá greitt í veturgömlum sauðum!

9/12/07 16:01

Dexxa

Já ég væri sko alveg til í þetta..

9/12/07 16:01

Ísdrottningin

Akkúrat

9/12/07 16:01

Wayne Gretzky

Sammála Zimmermanninum.

9/12/07 16:01

krossgata

Já, og ásamt sauðunum, nokkra poka af íslenskum kartöflum.

9/12/07 16:01

Anna Panna

[Tekur undir allt sem hefur þegar verið sagt]

9/12/07 16:01

Grágrímur

[vonar að Anna meini þá bara hér í þessu riti því annars myndi hún umbreytast í gerkosmíska ofurþversögn]

En eins og alltaf hittir Sigfús naglann á spýtuna.

9/12/07 16:01

Huxi

Ertu búinn að kveikja í peningatankinum hans Jóakims? Sá held ég að verði brjálaður.

9/12/07 16:02

Bleiki ostaskerinn

Þetta lætur mig langa í egg í gati.

9/12/07 16:02

B. Ewing

Við reynum eftir bestu getu á Bjúvíng setrinu. Ég vissi ekki hvert konan ætlaði í Kaupinhavn þegar stórmarkaðirnir áttu nánast allt í lífrænu á sama verði og ólífrænt.

9/12/07 16:02

Nermal

Egg og bacon ..... nammmmi nammmm

9/12/07 16:02

Günther Zimmermann

Þú hlýtur að meina beikon?

9/12/07 16:02

Garbo

Ég skil.

9/12/07 16:02

bauv

Flesk!

9/12/07 16:02

Jóakim Aðalönd

Ertu snarvitlaus snúruhelvíti!?! Brenna peningum?!

[Hoppar af reiði, kíkir í tankinn, en sér að allt er í stakasta lagi; róast]

9/12/07 17:00

Günther Zimmermann

Það er vissulega óðs manns æði að brenna „peningum“ (hvað sem það nú þýðir). En að brenna peninga, það er í allrabeztahymnalagi.

9/12/07 17:01

Golíat

Hnitmiðað og skorinort félagsrit frá Sigfúsi eins og fyrri daginn. Mikið til í þessu. Vil gjarnan fá mína sauði slagtaða og flegna.

9/12/07 17:01

hlewagastiR

Ef maður notar peninga sem eldsneyti til að kynda ofninn sinn þá brennir maður vissulega peningum.

9/12/07 18:00

Anna Panna

Hver er þessi Skrabbi? Hefur hann ekki lært mannasiði?

9/12/07 20:01

Skrabbi

Ég dáist að þessum knappa og myndræna stíl Sigfúsar. Aðdáunarvert!

Sigfús:
  • Fæðing hér: 15/11/04 23:06
  • Síðast á ferli: 6/1/09 19:32
  • Innlegg: 73
Eðli:
Sigfús er bara Sigfús. En Sigfús er líka framlengingarsnúra.
Fræðasvið:
Rafmagn, tónlist, tölvur, bíómyndir og einelti.
Æviágrip:
Fæddur seint á átjándu öld.. líklega fyrsta framlengingarsnúran sem hefur litið þennan heim. Hefur verið farandsöngvari síðan hva.. 1789. Vinnur fyrir sér í aukavinnu sem tölvuuppihaldari.