— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiđursgestur.
Saga - 5/12/10
Sagan af ţví ţegar leyndarmálin týndust endanlega

Húsiđ var mannlaust, eins og ţađ hafđi veriđ undanfarna mánuđi. Fáir höfđu skođađ húsiđ en enginn kaupandi hafđi gefiđ sig fram. Sem var synd, ţví ţetta var sögulegt hús, fallegt hús, og myndi gjarnan vilja hýsa góđa fjölskyldu. Helst forvitna fjölskyldu, sem myndi finna gömlu stílabókina í kjallaranum. Ó, öll leyndarmálin sem ţessi stílabók hafđi ađ geyma!
Ţó húsiđ vćri mannlaust var ţađ ekki međ öllu líflaust. Ţađ er alls stađar líf á vorin. Stćrđarinnar humla hafđi náđ ađ pota sér inn um rifu á einum kjallaraglugganum, en nú vildi hún aftur út í sólskiniđ. Hún lamdist aftur og aftur í gleriđ og í öllum látunum rakst hún utan í blýantsstubb sem hafđi fengiđ ađ rykfalla í gluggakistunni. Blýanturinn rúllađi niđur á steinsteypt ţvottahúsgólfiđ og skoppađi alla leiđ ađ hálfstíflađa niđurfallinu, ţar sem honum tókst einhvern veginn, fyrir undarlega tilviljun (og eiginlega eins og í teiknimynd), ađ stingast á ská ofan í eitt gatiđ á gömlu ristinni. Kraninn fyrir ofan lak taktfast: Drip-drip-drip, en nú hafđi niđurfalliđ ekki undan lengur, ţví ţađ hafđi misst eina gatiđ sem virkađi almennilega. Lítill pollur hóf ađ myndast undir krananum. Pollurinn stćkkađi smám saman og ţegar hann var farinn ađ ţekja fjórđung gólfflatarins hafđi humlan örmagnast í glugganum, lagst á bakiđ og gefiđ sig örlögunum á vald.

   (1 af 32)  
5/12/10 17:01

Billi bilađi

Ćtli blýanturinn fljóti upp áđur en húsiđ fyllist?

5/12/10 17:01

Offari

Ertu nokkuđ búin ađ týna kakouppskriftini?

5/12/10 17:02

Grágrímur

Ţannig ađ núna munum viđ aldrei vita hvađ er í leyniefninu.

5/12/10 18:00

Regína

Ef mig vantađi hús, myndi ég spyra hvar ţetta vćri.
Skemmtilega skrifađ.

5/12/10 18:01

Huxi

Ţetta er skemmtileg saga. Leitt ţó ađ humlan skildi lenda á valdi örlaganna. Ţađ er eitthvađ svo Rauđuseríulegt.

5/12/10 19:00

Ívar Sívertsen

ha?

5/12/10 19:02

krumpa

Flott saga

5/12/10 23:01

Vladimir Fuckov

Eina leiđin til ađ endurheimta leyndarmáliđ er ađ nota tímavjel [Ljómar upp].

Hexia de Trix:
  • Fćđing hér: 9/11/04 23:04
  • Síđast á ferli: 22/2/23 12:33
  • Innlegg: 5327
Eđli:
Prakkaranorn
Frćđasviđ:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvírćđni, bókasafns- og upplýsingafrćđi.
Ćviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér ţegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náđi happapeningnum ţegar Frelli lagđi gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvađ hún ćtlađi ađ gera viđ hann.