— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiđursgestur.
Dagbók - 9/12/04
Blokkflauturaunir

Ţađ er ekki sama blokkflauta og blokkflauta...

Nú er eldri dóttirin, hún Prímadonna, farin ađ lćra í tónlistarskólanum. Ţar sem hún er ađ stíga sín fyrstu skref í forskólanum er enn ekki komiđ ađ hljóđfćravali. Nćstu tvö árin mun hún fá örlitla innsýn í hljómlistina, međal annars međ ađstođ blokkflautu.

Viđ upphaf skólaársins leitađi ég dyrum og dyngjum ađ gömlu flautunni sem ég brúkađi sjálf í sama tilgangi fyrir rúmlega tveim áratugum. Á heimilinu eru til nokkrar flautur, en misgóđar. Flauturnar sem Ívar dró í búiđ á sínum tíma reyndust ónothćfar međ öllu.
Flauturnar mínar eru ţrjár, ţar af ein sem er alt-blokkflauta (ţćr eru svolítiđ stćrri og ég byrjađi ekki ađ lćra á hana fyrr en á 3. ári tónlistarskólans). Hinar tvćr voru af réttri stćrđ, en eitthvađ rámađi mig í ađ önnur vćri ekki af réttri tegund.

Ég lagđi höfuđiđ í bleyti og rifjađi upp ţegar ég var 5-6 ára og fékk Aulos blokkflautu í jólagjöf. Hún reyndist ekki vera rétta tegundin ţegar ég hóf nám í tónlistarskóla, svo foreldrar mínir keyptu Yamaha flautu samkvćmt ráđleggingum frá tónlistarskólanum.
Ţessa vitneskju ákvađ ég ađ nýta mér og vildi ţví senda frumburđinn međ Yamaha gripinn í tónlistarskólann. En viti menn! Yamahaflautan fannst ekki! Vei ó vei, mig auma og allt ţađ. Fimm mínútum fyrir brottför var Aulos-flautunni stungiđ í skólatösku barnsins međ ţeim orđum ađ kennarinn yrđi ađ skera úr um hvort tegundin vćri nothćf eđur ei.

Dagarnir liđu og ekkert bólađi á skilabođum frá kennaranum. Barniđ búiđ ađ lćra C og A og H.
Ég hugsađi međ mér ađ kannski vćri ţetta allt í lagi, líklega gćti barniđ lćrt allt um tónlist međ hjálp Aulos. Ţá heyrđist hljóđ úr horni: „Allir hinir krakkarnir eru međ jan... jahan... eitthvađ flautu, bara ég er međ Aulos“.
Ég leiddi ţetta hjá mér fyrst um sinn ţar til ég rifjađi upp ástćđur ţess ađ ég gat ekki notađ Aulos flautuna forđum daga. Ţađ hafđi eitthvađ ađ gera međ fingrasetninguna, gripin eđa hvađđanúheitir. Ég prófađi ađ flauta skalann á blokkflauturćfilinn, og viti menn. F var á vitlausum stađ, og b líka.

Nú stend ég frammi fyrir ţví vandamáli ađ redda Yamaha flautu fyrir telpuna áđur en hún á ađ lćra F og b og allar hinar nóturnar sem eru öđruvísi á Aulos. Ţađ ţýđir annađhvort ađ umturna íbúđinni í leit ađ hinni heilögu Yamaha eđa ţá arka út í nćstu hljóđfćrabúđ og fjárfesta í slíkum grip.

Ef einhver veit hvar Yamahaflautan mín er ađ fela sig má hinn sami láta mig vita.

   (17 af 32)  
9/12/04 19:02

hundinginn

Eru ekki til hljóđlausar blokkflautur? Nó gengur yfir ykkur hjónakornin samt, ţó prímadonnan sje ekki ađ mása og hvása í trjepípu daginn út og daginn inn.

9/12/04 19:02

Hexia de Trix

Ţetta er nú bara allt í ţessu fína. Hún spilar ágćtlega blessunin. Og pípurnar eru úr plasti...

9/12/04 19:02

hundinginn

Ja hver skollinn. Tćkninn flegir fram finst mjer. PLASTI. ihh. Allt er nú til.

9/12/04 19:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Elsku besta Hexía Ţegar ţú fórst ađ taka til í eldhúsinu til ađ koma fyrir nýu uppţvottavélinni og fanst alslags drasl ţar á međal sokkana hans Ívars ţá lést ţú smá dót í kassa upp á loft. ég held ađ hljóđfćriđ sé ţar ásamt bróderuđu listaverkinu sem hún Stína frćnka ţín gaf ţér á tuskubrúđkaupi ikkar Ívars ţađ međ dádýri í snjókomu. ef ekki er hún sjálfsagt á bak viđ uppţvottavélin a

9/12/04 19:02

hundinginn

GEH fullur á Mánudegi ađ vanda. Hexia, hún er bak viđ sófann. Rektu kall skrattann á lappir og kíktu undir hann. Vinstra megin viđ videó staflann ţú veist.

9/12/04 19:02

Ívar Sívertsen

Undir klámspólunum...

9/12/04 19:02

Tina St.Sebastian

Hún hlýtur ađ vera í geymslunni minni. Allt ţetta drasl kemur einhversstađar ađ.

9/12/04 20:00

Ívar Sívertsen

Annars notar Gísli blindi blokkflautur sem eru úr áli og međ plast munnstykki...

9/12/04 20:01

Ţarfagreinir

Eru til blokkflautur sem heita Aulos? Detta mér allar dauđar lýs ... [Flissar óstjórnlega]

9/12/04 20:01

feministi

Ég á Yamaha alt saxófón, međ sömu fingrasetningu og flautan góđa ef ég man rétt. Hvađ er stúlkan annars stór?

9/12/04 20:01

Ívar Sívertsen

sjö ára

9/12/04 20:01

Tigra

Ég skammast mín fyrir ađ segja ađ ţegar ég las titilinn datt mér American Pie í hug.

9/12/04 20:02

Litla Laufblađiđ

Ég skammast mín líka fyrir ţig Tigra. Og ţađ var ţverflauta er ţađ ekki?

9/12/04 20:02

Anar

Blokkflautan mín var send í gegnum rúđu nágrannans fyrir svona átta árum. Hann skilađi henni aldrei. Kannski er hann međ ţína líka.

~Ég er viss um óvissuna~

9/12/07 17:02

Ívar Sívertsen

Og ţar sem ákveđin vísun hefur veriđ gerđ í ţetta félagsrit ţá er tilvaliđ ađ laumupúkast hér.

1/11/07 01:00

Skreppur seiđkarl

Anal.

1/11/07 22:01

Wayne Gretzky

Farđu.

Hexia de Trix:
  • Fćđing hér: 9/11/04 23:04
  • Síđast á ferli: 22/2/23 12:33
  • Innlegg: 5327
Eđli:
Prakkaranorn
Frćđasviđ:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvírćđni, bókasafns- og upplýsingafrćđi.
Ćviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér ţegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náđi happapeningnum ţegar Frelli lagđi gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvađ hún ćtlađi ađ gera viđ hann.