— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiđursgestur.
Pistlingur - 4/12/04
Ys og ţys út af engu

Um aukafréttatíma Ríkissjónvarpsins á skírdag

Aukafréttatímar eru í eđli sínu ţannig, ađ ţeir eru ađeins notađir ţegar nauđsynlegt telst ađ tilkynna ţjóđinni eitthvađ sem ekki getur beđiđ nćsta fréttatíma.

Tilefni aukafréttatíma geta til dćmis veriđ ţau ađ einhver ráđamanna ţjóđarinnar hafi látist sviplega, eđa eitthvađ afar sérstakt er ađ gerast í pólítíkinni hér á landi. Hugsanlega getur einnig veriđ um heimsatburđi ađ rćđa, eins og til dćmis hryđjuverkaárásir á New York.

Ţađ er mér ţess vegna gjörsamlega óskiljanlegt af hverju hafđur var aukafréttatími í Ríkissjónvarpinu kl. 12 á hádegi í dag. Innihald fréttatímans var í stuttu máli ţetta:

Bobby Fischer er kominn í SAS-flugvél og er á leiđinni til Kaupmannahafnar. Hann mun lenda í Kaupmannahöfn síđdegis í dag, og fara í einkaţotu (sem vinir hans borga) til Íslands. Ekki er vitađ klukkan hvađ hann lendir í Keflavík. Hann hreytti nokkrum fúkyrđum í fréttamenn á Narita-flugvelli í Tókýó og bölvađi Bush og Koizumi.

Ef einhver getur útskýrt fyrir mér afhverju í laflausu lyklaborđi ţetta fréttaskot mátti ekki bíđa til kvöldfréttanna, ţá yrđi ég afar fegin.

   (21 af 32)  
4/12/04 00:01

Hakuchi

Ég rambađi líka á ţetta sirkússjóv áđan. Ég fann til tilfinningar sem ég hef ekki fundiđ lengi. Ég skammađist mín fyrir ađ vera Íslendingur. Ţegar ég var lítill fann ég oft til ţessarar tilfinningar, ţá einvörđungu út af barnalegri ţjóđernisrembu og skelfilegri tilfinningu mörlandans fyrir upphöfnu mikilvćgi ţjóđarinnar. Slíkt kom oft fyrir á 9. áratugnum, en á 10 áratugnum minnkađi ţessi barnaskapur og minnimáttarkennd til muna. Má jafnvel tala um ađ landinn hafi ţroskast eitthvađ. Fólk var fariđ ađ taka 'heimsfrćgđ' Íslendinga međ stóískri ró jafnvel.

Svo kemur ţetta. Nokkrir skákhálfvitar, sem fengu óverdós af ţjóđarstolti af ţví ađ fyrir rúmum 30 árum kom tiltölulega frćgur mađur til landsins og spilađi spil viđ annan tiltölulega frćgan mann. Ţessir menn, sem voru flestir ungir á ţeim tíma og ţví áhrifagjarnir, réđu hreinlega ekki viđ ósköpin og töldu ađ skáklúđinn frćgi vćri ađ koma til Íslands, bara til ađ heiđra ţá, og ađ hann vćri ađ gera Íslandi afar sérstakan greiđa međ ţví ađ koma, bara til ađ heiđra Íslendinga (tafliđ var aukaatriđi).

Nú, 30 árum síđar, er ţessu ómengađa, smekklausa og barnalega upphafna ţjóđarstolti slett framan í mann eins og blautri tusku ţegar ţessum skákfrekjudollum tekst ađ nöldra út ríkisborgararétt handa skáklúđanum, sem er orđinn sturlađur gyđingahatari og lítur út eins og geđveikur einbúi í Appalachiafjöllum, og flytja ţetta fríksjóv stoltir til landsins. Svo toppar Rúv ţetta núna međ ţví ađ vera međ heilan helvítis fréttatíma sem fjallar um ferđahagi skákskrípisins til landsins. Ţetta er bara eins og eitt stórt vont eitís flashback. Ömurlegt.

4/12/04 00:01

Vladimir Fuckov

Eigi sáum vjer ţetta en höfum lesiđ um ţetta á vefnum. Ţađ var greinilega eitthvađ bogiđ viđ ađ hćgt vćri ađ hafa manninn í haldi mánuđum saman en ađ leggja heilan aukafrjettatíma undir ţetta er heldur langt gengiđ. Annars efumst vjer um ađ hann verđi hjer lengi ţví hjer er hann of ţekktur og fámenniđ of mikiđ til ađ hann geti látiđ sig hverfa í fjöldann. Og eigi er ótrúlegt ađ skrautlegar yfirlýsingar eigi eftir ađ sjást.

4/12/04 00:01

hlewagastiR

Ég er stoltur af ţjóđ minni fyrir ađ bjarga skákhetjunni réttsýnu.

4/12/04 00:02

Lómagnúpur

Mega menn ekki bara hafa aukafréttatíma ţegar ţeir vilja? Ţetta er ekki eins og ţokulúđrar almannavarna sem eiga ađ skikka pöpulinn til ađgerđa. "Mamma, mamma, ţađ er aukafréttatími! Er til nóg af dósamat?"

4/12/04 02:00

Hermir

Ég get, hér og nú, sagt ţér hví ţetta var gert ađ "auka fréttatíma".

Ástćđan er einföld; "fréttir" eru einhverjir atburđir sem hafa nýveriđ gerst og vekja áhuga, ţó ekki nema hluta ţjóđarinnar (jafnvel eingönug ţröngum en ţó nćgilega áberandi flokk manna), dćmi um slíkt gćti til dćmis veriđ frétt um ađ heill gámur af Cheerios hafi falliđ úr krana og lent í sjónum (ţó án ţess ađ slasa nokkurn mann).
Jćja, nóg er komiđ af útskýringum um orđiđ "frétt" og skulum viđ nú athuga hví fréttir um Róbert Fiskhaus verđa í raun fréttir... FÓLK HEFUR ÁHUGA Á AĐ VITA UM ŢETTA MÁL! ... sko, ţarna kom ţađ. Hćttiđ nú ţessu árans vćli um Robba Monní og snúiđ ykkur ađ einhverju efnilegra vćli, takk.

4/12/04 02:01

Hexia de Trix

Ég átti ekki viđ ađ fréttir um Fischer vćru ómerkilegri en ađrar fréttir. Máliđ međ ţennan aukafréttatíma var bara ţađ ađ ţađ var ekki veriđ ađ segja frá neinu nýju í málinu. Ţađ vissu allir ađ hann yrđi í flugvél á ţessum tíma. Ég veit ţess dćmi ađ fólk fékk nánast fyrir hjartađ ţegar ţađ vissi ađ bráđum yrđi aukafréttatími um máliđ - fólk hélt hreinlega ađ vélinni hefđi veriđ rćnt eđa ađ Fischer hefđi veikst hrapallega. Ađ auglýsa slíkan aukafréttatíma er ţví í ţessu tilviki „False Alarm“.

Hexia de Trix:
  • Fćđing hér: 9/11/04 23:04
  • Síđast á ferli: 22/2/23 12:33
  • Innlegg: 5327
Eđli:
Prakkaranorn
Frćđasviđ:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvírćđni, bókasafns- og upplýsingafrćđi.
Ćviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér ţegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náđi happapeningnum ţegar Frelli lagđi gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvađ hún ćtlađi ađ gera viđ hann.