— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/11/03
Varðandi jóladagadelluna

Enter skrifaði nýlega löngu tímabæra grein um það hversu hlunnfarið venjulegt fólk er þessi "jólin".

Jú Enter, ég var búin að taka eftir þessu, líkt og fleiri sem ég hef rætt við, en við leiddum vandamálið hjá okkur, svona í von um að það myndi gufa upp fyrir eitthvurt kraftaverk. En þar sem kraftaverkin eru löngu hætt að gerast (hafa varla látið sjá sig í tæp 2000 ár) þá er víst kominn tími til að draga höfuðið upp úr sandinum og horfast í augu við hryllinginn.

Staðreyndin er sú að í ár verða engin jól - nema kannski hjá nemendum og þingmönnum eins og Enter benti á. Þó efast ég um að téður hópur eigi mjög gleðileg jól, jah, nema kannski skólabörnin eigi foreldra sem eru alþingismenn eða kennarar. Að öðrum kosti er hætt við því að skólabörnin og alþingismennirnir (og kennararnir) verði mjög einmana þessa daga milli "jóla" og nýjárs.

Restin af þjóðinni, það er að segja við vinnumaurarnir, sér fram á jólalaus jól, sem birtast einungis í enn einni helginni sem er bara óvenju troðin af ýmsum skyldum. Stressið nær hámarki þegar "jólin" ber upp á venjubundna, vikulega frídaga.

Ímyndið ykkur týpíska kjarnafjölskyldu. Pabbinn, mamman og tvö börn. Ímyndið ykkur ósköp venjulega helgi, að því undanskildu að allir fá frí um hádegið á föstudeginum í stað þess að þurfa að vera í vinnu til kl. 17:00.
Frá því klukkan 12 á föstudeginum og fram á sunnudagskvöld er búist við að vísitölufjölskyldan sé alltaf hrein og strokin og í sínu fínasta pússi, enda í mörg jólaboðin að mæta. Vei þeim börnum sem sulla niður á jólafötin sín. Vei þeim mæðrum sem standa ekki vaktina við þvottavélina á nóttunni. Vei þeim feðrum sem passa ekki upp á að engin sósan brennist. Vei þeim sem gleyma að fara í kirkjugarðinn og vei þeim sem mæta ekki nógu snemma í kirkjuna til að fá góð sæti.

Vei þeim sem eru ekki brosandi einsog barbídúkka alla helgina, sama hvað á dynur. Vei þeim sem verður illt í tánum af of langri samvist við spariskóna sína. Vei þeim sem þykjast ekki upplifa helgina sem "Hátíð ljóss og friðar". Og vei þeim sem eru búnir að fatta að "jólin" 2005 verða lítið skárri.

Við getum svo sem alveg farið að hlakka til jólanna - jólanna 2006.

   (31 af 32)  
2/11/03 10:01

Heiðglyrnir

Heyðu Hestia mín, bara hingað og ekki lengra, nóg er komið af neikvæðni, mitt litla hjarta þolir ekki meira, hlebbi er búin að ráðast á allt frá Gunnari okkar á Hlíðarenda og ég veit ekki hvert, en hér dreg ég mörkin, Jólin eru fjölskylduhátíð allra manna, hvar þeir eru í sveit settir og undan hverjum, ekki hvað síst eru jólin mikilvæg fyrir þá sem minna hafa handa á milli ,því að hjá þeim og börnum þeirra er þessi dagamunur, hátíð, já hátíð, sorglegt er ef að þeir sem lengara hafa komist í lífinu og börn þeirra, geta af einhverjum orsökum ekki notið jólanna, en VEI þeim sem leyfa sér að hlakka yfir því. Á þessum árstíma ætti að ríkja mannkærleikur og friður sem allir verða að finna í sjálfum sér, en ekki því hvort aðrir finni hann eða ekki. Tökum okkur nú á þessi jól, og leyfum öllum að fynna að þeir séu einhvers metnir, brosum til fleiri, og sýnum hug okkar í verki sem og skrifum. Hestia mín gleðilega hátíð, þinn Riddari ávallt til þjónustu reiðubúin.

2/11/03 10:01

Hexia de Trix

Heiðglyrnir minn, ég er alveg sammála þér með að jólin eru fjölskylduhátíð. En það var stressið sem ég var að deila á, því að stressið kemur í veg fyrir að fólk njóti jólanna almennilega. Ég er bara svo hrædd um að flestir Íslendingar eigi eftir að gleyma jólafriðinum í öllu stressinu. Ég er meira að segja hrædd um að ég sjálf eigi eftir að verða fórnarlamb stressins. Vonandi þó ekki. Gleðilega hátíð sömuleiðis, þó óvenju stutt verði.

2/11/03 10:02

Heiðglyrnir

Yfir hverju ertu að stessa þig Hestia mín, kannski get ég hjálpað, mín reynsla er nú samt sú að allt þetta tal um stress er bara mess, skipuleggja sig og kyssa stess bless, maður er stressaður áður en maður fer í rússibana eða á stefnumót, en maður lætur það ekkert eyðileggja fyrir sér ánægjuna er það. Og ef að hver þáttur þessa tilstands er ekki gerður með ást og hlýju í hjarta hver er þá tilgangurinn, þá er betra að halda engin jól.

2/11/03 10:02

Heiðglyrnir

R í stress

2/11/03 11:01

Nornin

Það á að hunsa jólin í ár. Það ætla ég að gera.

Hexia de Trix:
  • Fæðing hér: 9/11/04 23:04
  • Síðast á ferli: 22/2/23 12:33
  • Innlegg: 5327
Eðli:
Prakkaranorn
Fræðasvið:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvíræðni, bókasafns- og upplýsingafræði.
Æviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér þegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náði happapeningnum þegar Frelli lagði gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvað hún ætlaði að gera við hann.