— GESTAPÓ —
Van Horn
Fastagestur.
Dagbók - 2/11/03
Grein í fréttablaðinu

Merkileg grein á síðu 6 í Fréttablaðinu í dag. Þar er sagt í fyrirsögn að reiknað sé með 50 milljarða afgangi af bæjarsjóði Hafnarfjarðar á komandi ári. Í greininni sjálfri er síðan sagt að þetta sé 76 milljarða króna betri afkoma en á þessu ári.
Það sem vakti síðan athygli mína var að tekjur bæjarsjóðs eru ekki áætlaðar nema um 5,8 milljarðar sem þýðir með öðrum orðum að Hafnfirðingar ætla sér að græða 50 milljarða af 5,8 milljarða tekjum.
Þessa fjármálastjórnun þurfa önnur sveitarfélög að tileinka sér og þá verða kjarasamningar við kennara leikur einn.

   (2 af 4)  
2/11/03 07:01

Nykur

Þó að Baugsfeðgar hafi ákveðið að senda þér þennan skeinipappír innum lúguna er ekki þar með sagt að þú eigir að lesa hann, hvað þá trúa því sem þú lest þar!

2/11/03 07:01

B. Ewing

Þarna er að sjálfsögðu um að ræða "sýndargróða" svipað og Reykjavíkurborg hefur sýnt undanfarið með því að bæta við núlli hér og flytja allann kostnaðinn á einkahlutafélög.

Enn athyglisverðara fannst mér Fréttablaðið vera á næstu opnu á eftir þar sem ritað er margsinnis að "Nú geti fjölskyldan skætt sig og klætt..."

Hvaða orð er þetta skætt?? Á það að vera einhversskonar skór?? Eða kannski rolla (sbr. skjáta)?

Er þá kannski kominn tími til að birta Orðabók Fréttablaðsins eins og þegar Morgunblaðið bjó til sínar eigin orðaskýringar á sínum tíma?

2/11/03 07:01

Fíflagangur

ignorant bastard

2/11/03 07:01

Nykur

Þarna er átt við að: "nú geti fjölskyldan skeint sig og klætt" og er þá átt við megintilganginn með útgáfu blaðsins. Þ.e. sem skeinipappír nú og pappír ku vera ágætis einangrun gegn kuldabola.

2/11/03 07:01

Ívar Sívertsen

mér finnst þetta merkileg útkoma hjá honum Lúðvík vini mínum. Á sama tíma er verið að draga saman seglin í tónlistarskólanum í Hafnarfirði um 6 stöðugildi.

2/11/03 07:01

Jóakim Aðalönd

Puh... Ég græði miklu meira en þetta á ári og ekki er talað um það í Sneplinum.

2/11/03 07:01

voff

Afgangurinn af Hafnarfirði er 50 milljarða króna virði. Hér er átt við afgang í merkingunni það sem gengur af þeim, þ.e. það gengur niður af þeim, þ.e. klóakið. Hentar vel til áburðar, sérstaklega á nýrækt og golfvelli. Það er það sem er 50 milljarða krónu virði. Velta bæjarsjóðs hefur ekkert með þetta að gera.

2/11/03 07:01

Hakuchi

Hey, þetta eru Hafnfirðingar. Ekki gera ykkur of miklar vonir um að þeir kunni að reikna, hvað þá að telja.

2/11/03 08:00

SlipknotFan13

Ég hef lesið um hafnfirðinga, þeim er ekki treystandi. Spurning um hvort Baggalútía geti gert Hafnarfjörð að skattlendi sínu, þó án þess að þurfa að blanda sér neitt frekar við hann en það.

2/11/03 08:00

Nafni

Og hvað?... Heimta af þeim skatt í banönum...HaHAhAHóhóhóhíhíhí...

Van Horn:
  • Fæðing hér: 5/11/04 00:40
  • Síðast á ferli: 18/10/16 14:23
  • Innlegg: 378
Eðli:
Nei takk, ómögulega.
Fræðasvið:
Áfengisneysla í hófi og grá jakkaföt
Æviágrip:
Of ungur fyrir æviágrip.