— GESTAPÓ —
Kífinn
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 2/11/07
Afskápun homma

Það eðli sem býr í samkynhneigðum karlmönnum hefur verið dæmt ógilt á vissum tímum sögunnar, í heiðri haft á öðrum, t.a.m. á Þebu eftir Pelopsskagastríðið og litið framhjá því á þeim þriðju. Á fjórða stað sögunnar hvatti þetta eðli vissa menn til sköpunar sem á sér engar hliðstæður enn sem komið er.

Margvíslegar ástæður eru til þess fallandi að afskápun eigi sér stað. Nefna má andlega vellíðan, tvískinnungsleysi og ekki síst meira framboð af konum fyrir mig.
Það finnst mér með öllu ótækt að konur séu hnepptar í klær skápahomma meðan æðrulaus karlpeningur ráfar einsamall um öngstræti lífsins. Frelsið sem fylgir því að afskápast er engu líkt og byrðar einstaklinga virðast svífa af þeim líkt laufblöðum í golu á haustum. Nú þegar dimmir yfir efnislegum raunheimum er full ástæða til að hefja sig andlega upp og gera einnig upp áður ógreiddar sakir við sjálfið.
Ég hvet því alla karla sem dvelja í skápnum til útgöngu og m.a.s. þá sem eigi hafa velt þessum möguleika á lífsstíl fyrir sér.
Gæta verðu jafnræðis og nefna verður Les-píur til sögunnar. Þær hvet ég til þess að ígrunda sínar langanir og minni á að karlar eru ekki alslæmir. Gætuð þið kæru píur mögulega séð ykkur fært að stunda samneyti við bæði kyn?
Í öllu falli fær þó afskápun fimm heillastjörnur því fjölbreytni lífsins má ekki vanta.

   (20 af 25)  
2/11/07 06:01

Álfelgur

[Glottir] Þú ert fyndinn.

2/11/07 06:01

Billi bilaði

<Leitar að ljósarofa til að geta tékkað á því hvorum megin skápshurðarinnar súg er>

2/11/07 06:01

Kífinn

Er ég súg? Ertu kominn undir rós bilaði? Það finnst mér ekki tækt. En þér er velkomið að velta vöngum yfir því.

2/11/07 06:01

Fergesji

Súg er, samkvæmt Smábagga og Goggi, afturbeygt fornafn í nefnifalli. Vér munum eigi svo vel, hvor hóf það.

2/11/07 06:01

krossgata

Hver tróð greyjunum inn í skáp?

2/11/07 06:01

Kífinn

Takk fyrir þessa skg. Fergesji.
Ég trúi því best að kirkjan eigi ríkan þátt í því Krossgata.

2/11/07 06:01

Skoffín

Ég er svo dösuð eftir sérkennilegar deilur á öðrum netvettvangi um sama efni að ég treysti mér varla til stynja upp neinu gáfulegu. [stynur þungan og fórnar höndum (loppum) í uppgjöf]

2/11/07 06:01

Regína

Billi var að tala um sig sjálfan kalli minn. En ég skil ekki alveg hvað þú átt við, erut á lausu fyrir konur eða karla?

Eða ertu að hvetja gifta skápahomma til að sleppa sínum ólánssömu konum til að meira úrval verði fyrir þig?

2/11/07 06:01

Annrún

Afhverju ertu að hvetja konur til þess að vera fyrir bæði kyn en ekki karla?

Annars er þetta ótrúlega fyndið hjá þér. Hehe.

2/11/07 06:01

Finngálkn

Eins og ég seigi alltaf: KERLINGAR ERU FYRIR HOMMA!

2/11/07 06:01

krossgata

Kirkjan gerir ekkert í sjálfu sér. Það er eins og að segja að sláturhúsið hafi slátrað lömbunum.

2/11/07 06:01

Huxi

Þarna er ég þér svo innilega sammála að það hálfa væri ofgnótt. Auðvitað eiga menn ekkert að vera að loka sig inní í einhverjum skápum og ljúga að þjóðinni, (kvenþjóðinni helst), að þeir séu kynvísir. Það ern nebblilega svo með margann hómósexúal manninn að þeir eru svo grefilli fínt til hafðir, vel dannaðir og flottir í tauinu, að við venjulegu larfarnir eigum ekki séns þegar þessir smjörgreifar fara að fara í fjörurnar við allar glæstustu dömurnar.
Það er því betra að þessir pörupiltar pari sig saman og þá fyrst sjá stúlkurnar hvernig markaðurinn raunverulega er...
Þeim ætti þá að fækka eitthvað böl.... metrómönnunum .

2/11/07 06:01

krossgata

Spurning hvort metrómennirnir eigi ekki bara að vera í metróinu. Það er því greinileg þörf á að búa til eitt slíkt hér.

2/11/07 06:01

Jarmi

Þeir láta lítið sjá sig í Metróinu hér í Kaupen. Þeir taka taxa eða keyra um á bílaleigubíl (helst híbríðum bílum þá).

2/11/07 06:01

hvurslags

Hvers vegna er 90% af umræðu um samkynhneigð um homma?

2/11/07 06:01

Kífinn

Ég er að þessu Regína. Kynhneigð mín er svo flókið fyrirbæri að allt eins gæti ég talist sjálfkynhneigður en víst koma þeir tímar að mig skortir konu(r).
Já Krossgata, það er það sem ég er að segja: Gildir víst einu hvaða trúarbrögð þú leitar í en gegnum aldirnar hafa samkynhneigðir verið litnir hornauga af trúarstofnunum. Ríkisvald gerði heldur ekki mikið framan af
Takk fyrir það Huxi.- Metrómenn...hver fann það upp?
90% af umræðum um karllæga samkynhneigð tel ég stafa af því að karlar sem að öllu jöfnu eru hin einföldustu dýr rjúfa sig úr mengi meðalmennskunnar og veldur þetta undrun kynbræðra þeirra sem girnast ekki hið sama allt í einu, hvurslags.
Auk þess kyngervði kynlífsiðnaðurinn les-píur og dró þær í átt að miðjunni. (dæmisaga: Allir geta horft á les-píuklám án þess að blikna, en komi að karlmiðuðu klámi gretta sig m.a.s. hinir vönustu skipherrar sem hafa horft upp á misþyrmingar á bolfiski, eða er einhver ósammála.)

2/11/07 06:02

Billi bilaði

<Veltir fyrir súg, (i.e. sjálfum sér), hvurslags misþyrmingar á bolfiskum þetta eiginlega séu...
og hafnar því svo>

2/11/07 08:00

Álfelgur

Askápun homma - hommskápun afa?

2/11/07 08:00

Skoffín

Samkynhneigðir hafa langt því frá verið litnir hornauga í öllum trúarbrögðum; það er líklega eingyðistrúin sem einna helst hefur leikið þá grátt. Samkynhneigð var viðurkennd meðal Grikkja og Rómverja og einnig í vissum Indjánahópum þar sem samkynhneigðir þjónuðu gjarnan hlutverki töfralæknis eða Sjamans. Indjánar viðurkenndu auk þess þriðja kynið og litu einfaldlega á homma og lesbíur sem "two-spirited", þ.e.a.s. persónur búa yfir eiginleikum beggja kynja. Ég er auk þess nokkuð viss um að ákveðnar tegundir hindúisma leyfi samkynhneigð (og jafnvel hvetji til hennar) en þori ekki að fara með það.

2/11/07 08:00

Kiddi Finni

Seiðmenn eða sjamanar hafa einnig verið tvíkynhneigðir hjá nokkrum finnsk-úgriskum ættbálkum í Siberiu. Og það er ýjað um það í íslenskum fornrítum. "Framði seið með ergi" þar sem "ergi" á að hafa þýdd eitthvað hommalegt.
Og það sem Grikkjum og Rómverjum varðar, það var ekki einu sinni orð sem þýðir "hommi" í griskunni. Samkynhneigð var tengð hjá þeim við ákveðin æviskeið, eins og í herþjónustu þar sem ungur drengur var "í læri" hjá eldra striðsmanninum áður en hann var orðin fullgildur striðsmaður og tók að sér lærisvein sjálfur. En eftir þjónustu var ætlast til þess að allir giftu sér með konu og eignuðust börn.
Gamla Testamentið bannar að leggjast með öðrum karlmanni, en það getur verið að hluta til vegna þess, að nágrannar Israelsmanna, Kanverjar, voru með kynsvall í fjrósemisblóti sinu, og það með körlum eða geldingum líka. Minnir mig.

2/11/07 08:00

Rattati

Það hafa mér alltaf fundist merkileg vísindi að fólki skuli finnast það athyglisvert yfirhöfuð hvoru kyninu það hólkist á. Alveg er mér hjartanlega sama. Mér getur ekki staðið meira á sama um hvort hún SIgga á númer sautján sé að stunda einhvern kattaþvott eða Gummi og Siggi séu yfirmáta miklir mátar. Fáið ykkur bara herbergi og skemmtið ykkur.

2/11/07 08:01

Finngálkn

Rattati er hommi! - Grýtum hann!!!

2/11/07 08:01

Kífinn

Eða afhommun skápa Álfelgur.
Já Skoffín, eingyðistrúarbrögð en efa að trúarsetningar í nokkrum trúarbrögðum prediki samkynhneigð, veit þó eigi með vissu.
Þetta vissi ég ekki Kiddi Finni, takk fyrir.
Nei Rattati, það skil ég heldur ekki. En af Dagvakt að dæma getur verið m.a.s. varhugavert að fá herbergi. Þessu þarf öllu að breyta.
Finngálkn:

2/11/07 10:01

Skreppur seiðkarl

Sgiffdiru umm nabbn?

2/11/07 10:01

Skreppur seiðkarl

Hvað um náriðla?

Kífinn:
  • Fæðing hér: 25/10/04 10:30
  • Síðast á ferli: 14/10/14 01:14
  • Innlegg: 1425
Eðli:
Augun blá og hárið hátt
hálsinn ofar spölum.
Nefið mikið, mittið smátt
miltað veldur kvölum.
Fræðasvið:
Af hverju litir byrja ekki á sérhljóða? Doktorsrotgerð og rannsóknarvinna styrkt af Hörpu.
Æviágrip:
Borinn bur barst bóli bjarna
bagalegur, búlduleitur.
Burtu býður bægslum barna
bjartur brýtur beisnar breytur.