— GESTAPÓ —
Kífinn
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/11/07
Reglugerðafargan-

Elsku Skreppur Seiðkarl: Oft á tíðum færast brestir í bönd. Hér er þó ætlun að fræða fólk/mýs/endur/seiðkarla/tígra/tígrur og í raun hverjar þær skepnur sem nafngift gefur til kynna.

Ég tala nú aðeins af biturri reynslu því ég átti ansi erfitt með að taka gagnrýni fyrir upprisu mína. Tilmælin þóttu mér of hörð og líkt því að ætlunin væri að níða mig. Á meðan taldi ég að á ógrynni þráðanna væri ég einhvers staðar hæddur. Ég tel það stórlega til efs nú í dag. Mér finnst rétt að minna á reglur.

Í samfélagi fá ekki allir sínu framgengt. Ekki heldur í netsamfélagi sem Gestapó er. Því eru reglur settar og má færa smiðum þeirra miklar þakkir, því þó einfaldar séu tala þær fyrir háttsemi, kurteisi, málvörslu (raunar þykir mér málvörslureglan ómetanlegust af ómetanlegum reglunum) og gerir samfélaginu kleift að ganga sinn vanagang og sjálfin eiga auðveldara með samfélagslegar tilraunir í stofnun nýrra þráða vegna þess að reglurnar eru virtar. Ef tilraunin heppnast er samfélagið ríkara, ef ekki þá er það reynslunni ríkara.

Það sem Huxi á við í sem fæstum orðum (fyrirgefðu ef ég mistúlka þig) er að sómi sé ekki af því að tala niður til (þó húðlatir séu) samverkamanna þinna og stæra þig svo deginum seinna á því að af þínum sökum séu þeir reknir. Ég fékk sting í magann af því að lesa þetta. Sjálfur hef ég verið yfirmaður og þurft að tala fyrir brottrekstri. Það er sárt sama hversu mikið einstaklingur á það skilið. Því maður gæti verið að draga þann litla þrótt úr manneskjunni sem fyrir var.

Mín einlæga von er að þú deilir fremur sögum líkum þeim er ég las um daginn ellegar annarri reynslu sem býður upp á hugsun og húmor. Við komum hingað til að skemmta okkur og fræðast. Ég kem hingað til að slappa af, ekki að standa í deilum sem snúast um óverðuga hluti. Túlka mátti orð þín á þann veg að þú værir kynþáttahugull og stoðum fannst mér rennt undir þegar þú tiltekur svila/skyldmenni sem er af rómönskum ættum. Ef þessi lesning hjálapaði þá er það besta mál. Ef þú eyst úr skálum reiði þinnar þá bið ég þig að taka orð Huxa til endurskoðunar.

   (23 af 25)  
1/11/07 15:01

Skabbi skrumari

Úrvalsrit... Skál

1/11/07 15:01

Tigra

Glæsilegt og vel mælt hjá þér.

1/11/07 15:01

Huxi

Já. Það er þetta sem ég meinti.

1/11/07 15:01

Günther Zimmermann

(Það er sko, hérna, þú veist, „oft og tíðum“…)

1/11/07 15:01

Regína

hórkarl er dæmi um póa sem sýnir að innræti og framkoma skipta meira máli en nafnið. Annað dæmi er okkar yndislegi forseti sem heitir Fuckoff, eða næstum því, og enginn tekur eftir því.

1/11/07 15:01

Skreppur seiðkarl

SKO HVAÐ Í ANDSK...

Nei, mér finnst þetta reyndar vera gott rit hjá þér vinur. Ég fór svo aðeins að spá í það sem ég sagði og ákvað að eyða þessum óritum út hjá mér. Það er kannski ekkert hollt að vera að reyta af sér eitthvað sem reitir fólk til reiði.

Félagsritið fyrra var skrifað í mjög miklum pirringi og þá verð ég eins og drukkinn, það skiptir ekkert máli nema það sem ég er að meina. Auðvitað er það náttúrulega vitlaus hugsanagangur enda drekk ég ekki, fólk slasast bara á því.

Þetta er góð áminning hjá þér. Því ætla ég núna að tala ekkert meira hér á Gestapó. Teningaleikir og skálduð félagsrit er svona nokkurn veginn það sem ég mun gera hér. Kannski sletta fram á Fullyrðingamóti. Þannig get ég fengið að vera og fólkið, sem sagði mér að hætta hér, nokkurnveginn fá sínu fram.

Takk fyrir mig.

1/11/07 15:01

Huxi

Heyr heyr. Húrra fyrir Skreppi.

1/11/07 15:01

Billi bilaði

Jamm, þetta virðist vera gott í flesta staði.

1/11/07 15:01

Kífinn

Líst mér vel á þig Skreppur, ég kem til með að lesa sögurnar þínar áfram.
Takk fyrir það hr. Zimmermann, þetta hefur verið punktað inn í heilabú.
Þakka þér kærlega Regína hlý orð.
Annars bið ég alla að eiga góða árshátíð og ég ætla mér að eiga gott kvöld (raunar ekki í sveitinni en verð með ykkur í anda.) Skál í botn...

Kífinn:
  • Fæðing hér: 25/10/04 10:30
  • Síðast á ferli: 14/10/14 01:14
  • Innlegg: 1425
Eðli:
Augun blá og hárið hátt
hálsinn ofar spölum.
Nefið mikið, mittið smátt
miltað veldur kvölum.
Fræðasvið:
Af hverju litir byrja ekki á sérhljóða? Doktorsrotgerð og rannsóknarvinna styrkt af Hörpu.
Æviágrip:
Borinn bur barst bóli bjarna
bagalegur, búlduleitur.
Burtu býður bægslum barna
bjartur brýtur beisnar breytur.