— GESTAPÓ —
Kífinn
Heiđursgestur.
Sálmur - 31/10/07
Ađkreppt

Í amstri dags, leitar lags
lúbarin ţjóđ sig reisa
Kallar á ţrek, krefst mesta bags
klárt mál, ekki hneysa

Töldum hátt í hálfa öld
vor hersing vćri sjálfstćđ
Vöknum barin, blaut og köld
brjáluđ, ćf og hálfstćđ

Búrgeisar brjótast fram á sviđ
blóta og minnast rauna:
"Ég hef ekki sofiđ, ei komiđ ţví viđ
hvernig á mér ađ launa?"

Viđ sjáum ađ algert er gagnsleysiđ
getu-, ađgerđa´- og svarleysiđ
viđ eigum ekki einasta svararétt
í blindni ađ standa viđ bak ţeirra ţétt
ţađ reynist mér einkum beysiđ

   (25 af 25)  
31/10/07 20:01

Skabbi skrumari

Ţetta er skemmtileg samfélagsgagnrýni... Skál

31/10/07 20:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Skál og takk

31/10/07 21:00

Ragnar á Brimslćk

Svona leirburđur ţćtti nú ekki birtingarhćfur heima á Ýsufirđi.

31/10/07 21:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ţađ eru fínir sprettir í ţessu kvćđi, en einsog Brimslćkjarbóndinn bendir á hérađofan, eru nokkur bragfrćđileg athugunarefni, sem betur mćttu fara.

Höfundur er greinilega leikinn í ađ finna hugmyndum sínum farveg í glúrnu rími. Eđa kannski öfugt – ađ rímiđ finni farveg í hugmyndum sem smíđast utanum ţađ ?

Hvađ sem öllu líđur, má segja ađ framtakiđ lofi góđu. Skál !

31/10/07 21:00

Kífinn

Gagnrýnin vel ţegin. Ţó rétt sé komin dagmálaglenna, ţökk og skál!

31/10/07 21:02

Jóakim Ađalönd

Efniđ er gott. Skál!

31/10/07 21:02

Jóakim Ađalönd

...og bođskapurinn...

Kífinn:
  • Fćđing hér: 25/10/04 10:30
  • Síđast á ferli: 14/10/14 01:14
  • Innlegg: 1425
Eđli:
Augun blá og háriđ hátt
hálsinn ofar spölum.
Nefiđ mikiđ, mittiđ smátt
miltađ veldur kvölum.
Frćđasviđ:
Af hverju litir byrja ekki á sérhljóđa? Doktorsrotgerđ og rannsóknarvinna styrkt af Hörpu.
Ćviágrip:
Borinn bur barst bóli bjarna
bagalegur, búlduleitur.
Burtu býđur bćgslum barna
bjartur brýtur beisnar breytur.