— GESTAPÓ —
Von Strandir
Fastagestur.
Pistlingur - 8/12/04
Sónik

Setti þetta inn á Skabbalút um daginn, vona að þetta eigi erindi hingað lika.

Ég hef lagst í smá rannsóknarvinnu vegna komandi Sonic Youth tónleika. Tók saman þá setlista undanfarinna tónleika sem ég fann.

Eftirfarandi lög hafa verið spiluð á öllum tónleikum undanfarið sem ég sá setlista af:

Pattern Recognition, Stones, Unmade Bed, New Hamshire, Kim Gordon And The Arthur Doyle Hand Cream. Þetta eru allt lög af “nýju” plöttunni Sonic Nurse.

I Love you Golden Blue, Dude Ranch Nurse, Paper Cup Exit, öll af Sonic Nurse og Rain On Tin af Murray Street eru spiluð nánast á öllum tónleikum. Vantaði á einn eða tvo setlista. I Love You Golden Blue er það lag sem þau hafa hafið nánast alla tónleika á undanfarið.

The Empty Page af Murray Street, Brother James af Confusion Is Sex/Kill your Idols og Schizoprhenia og White Cross af Sister eru spiluð reglulega.

Þau hafa verið dugleg að blanda öðru inn á milli, líkleg lög á tónleikum eru eftirfarandi:

Skip Tracer af Washing Machine, eina lagið af þeirri plötu sem ég sá á nýlegum setlistum.

Karen Revisited og Disconnection Notice af Murray Street hafa skotið upp kollinu hér og þar.

Tom Violence og Expressway af Evol

Kool thing eða Mote af Goo, sjaldnast bæði en yfirleitt annað.

100% og Drunken Butterfly af Dirty, spiluð talsvert í Evrópu, annað eða bæði.

Eric’s Trip og Teenage Riot af Daydream Nation, sama á við hér og með lögin af Dirty, talsvert spiluð í Evrópu og oft bæði.

Gefur kannski einhverja mynd af því hverju við megum búast við.

   (2 af 10)  
Von Strandir:
  • Fæðing hér: 20/10/04 14:19
  • Síðast á ferli: 18/2/20 16:56
  • Innlegg: 430