— GESTAPÓ —
Z. Natan Ó. Jónatanz
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 3/12/08
TIL SÝNIS

Sýnisdæmi um hvernig ein hugmynd getur fætt af sér nokkrar ólíkar vísur.


Svona á að yrkja
einmitt hér.
Vísnamál að virkja
veitist þér.

Svona á að yrkja ljóð,
einsog gengur;
sameinist nú sérhvert fljóð
& sérhver drengur.

Svona á að yrkja, já,
eiginlega bara.
Menn & konur mega hvá,
mér er skylt að svara.

Svona á að yrkja, vinur,
endalaust má bæta við.
Vertu ekki við það linur,
veldu bezta rímorðið.

Svona á að yrkja, vinur kæri.
Möguleikar margfaldir,
& milljón tækifæri.

Svona á að yrkja brag, sem allir skilja.
Stönduga skal stuðla velja,
stafir höfuðs nær þeim dvelja.

Svona á að yrkja kvæði,
einföld gerast þessi fræði;
haganlega hugarflæði
hendist nið´r á þetta blað.
Það er nefnilega það.

   (6 af 18)  
3/12/08 13:01

Regína

Svona á að yrkja!

3/12/08 13:01

Útvarpsstjóri

Góður að vanda.

3/12/08 13:02

Garbo

Takk fyrir.

3/12/08 13:02

hvurslags

Þetta er sko sýnikennsla í lagi.

3/12/08 13:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Elsku besti .Heldur þú að þú sért almáttugur Guðmundur Að yrkja ljóð er enginn vísindi né tækni þAð yrkja ljóð er blóð

3/12/08 13:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Láttu nú Snati minn bara hinar kindurnar fylgja þér. Auðvitað má maður bara væla á áhveðinn hátt með líka lángar línur og hljóð
á milli
.Einasta helvitis aðferðinn að mála listaverk er að gera það
á fyrirfram ákveðinn hátt og með jafn stóra hringi Allir sem ekki geta gert jafnstóra hringi eru kjánar. List er að á fyrirfram ákveðin hátt gera strik sem eru líka löng

3/12/08 13:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þetta líkar mér að heyra, kæri vin.

Auðvitað eru þetta svosem engin geimvísindi, & ekkert er algilt í þessum efnum. Hugmyndir má dubba upp í óteljandi búninga, & ofanskráð rit er á engan hátt tæmandi listi yfir leiðir til þess arna – né heldur heldur yfirlýsing ellegar manifestó um hvað gera skuli & hvað ekki.

3/12/08 13:02

Lokka Lokbrá

Flott að vanda.

Svona á að yrkja, til þín
æskuvinur kæri.
Veistu að lánið í LÍN,
læðist undir skæri?

3/12/08 14:00

Hugfreður

Svona á að semja brag
sem að okkar bætir dag.

3/12/08 14:00

Lopi

Svona á að yrkja
og ölflöskurnar kyrkja
Steratröllin styrkja
og Steingrímsheiði virkja

3/12/08 14:00

Bölverkur

Klassi!!! Og láti einginn sér detta í huga að setja út á:

Svona á að yrkja, vinur kæri.
Möguleikar margfaldir,
& milljón tækifæri.

Þarna er önnur línan rímlaus og á að vera það. Þetta er vikhenda af bestu gerð. Flott allt saman, þótt innihaldið veiti mér að vísu enga sýn inn í Eilifðina.

3/12/08 14:00

krossgata

Alltaf gaman að koma við hjá þér. Skál!

3/12/08 14:00

Skabbi skrumari

Svona skal yrkja og sýna
sannleikan fram bara tína
ekkert sést plat
og alls ekkert frat
meitluð og mergjuð hver lína.

3/12/08 14:01

Heimskautafroskur

Glæsilegt!

3/12/08 14:02

Tina St.Sebastian

Flott blablagiftastmérblabla.

3/12/08 15:02

hlewagastiR

Svo skyldu ýtar
yrkja tíðum
brag inn besta
á Baggalúti
af natni mætri
er Natan sýnir;
Sónar jöfur
Jónatanz.

3/12/08 15:02

Günther Zimmermann

Á þennan veg
og þeygi aðra
yrkja buðlungs börvar skulu.
Mun þá
og múgur
stuðlanna stoðir reisa.

3/12/08 16:00

Svona skaltu yrkja öll þín ljóð -
engin slæm né léleg. Bara góð.

3/12/08 17:00

Vladimir Fuckov

Þetta fer beint í úrvalsrit. Skál !

Z. Natan Ó. Jónatanz:
  • Fæðing hér: 15/10/04 11:00
  • Síðast á ferli: 18/2/24 17:31
  • Innlegg: 2312
Eðli:
Gerir margt betur en að gera margt.
Gerir fátt betur en að gera fátt.
(Betra að gera fátt vel en margt illa)
Fræðasvið:
Kvæðafúsk & fræðagrúsk
Æviágrip:
Fæddist & fræddist.
Fæðir & fræðir.