— GESTAPÓ —
Z. Natan Ó. Jónatanz
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/06
TIL FALLS

lamandi þvingandi
nístandi stingandi nótt

nærist á dimmrauðum kornakri
genginna þjóða

ógnandi ríkjandi
hugarfarsýkjandi sótt

syndir í arfgengum plógförum
kynlegra slóða

sofandi vakandi
vofandi þjakandi ótti

leitandi reikandi
raunveruleikandi flótti

rýkur úr kulnandi varðeldi
dauðvona glóð

   (11 af 18)  
2/12/06 06:01

Regína

Þetta er vel ort.
Eiginlega með því besta sem sést hér.

2/12/06 06:01

Þarfagreinir

... og er þá mikið sagt.

2/12/06 06:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Snillingur ertu

2/12/06 06:01

Heiðglyrnir

[Hnígur niður í orðlausri þvingandi nístandi leitandi stingandi þjakandi hrifningu]

2/12/06 06:01

Tina St.Sebastian

Ég elska þig. Viltu giftast mér?

2/12/06 06:01

Offari

Já já. Mátt þú gefa okkur saman?

2/12/06 06:02

krossgata

Þetta er verulega gott finnst mér. Ótrúlega mikið í litlu ljóði.

2/12/06 06:02

Ísdrottningin

Sendir Znata fingurkoss...

2/12/06 06:02

Vladimir Fuckov

Þetta er með glæsilegri kveðskap sem vjer höfum sjeð hjer. Skál !

2/12/06 06:02

Lopi

Fallegt. Til hamingju.

2/12/06 06:02

Vímus

Frá mér færðu enn einn gæðastimpilinn.

2/12/06 06:02

Ívar Sívertsen

Ég fagna þér í lotningu!

2/12/06 06:02

Golíat

Ég lýt þér í fögnuði!

2/12/06 06:02

Stelpið

Glæsilegt.

2/12/06 06:02

Billi bilaði

[Fellur í stafi]
Skál!

2/12/06 06:02

B. Ewing

[Tínir upp stafahrúguna eftir Billa og raðar þeim aftur í rétta röð] Vel ort hjá þér.

2/12/06 07:00

Gaz

Vel ort. Mikið innihald í litly ljóði.
[Hrifin.]

2/12/06 07:01

Sundlaugur Vatne

Þú ert bara óviðjafnanlegur, kæri skáldbróðir. Þvílík snilld. [Krýnir Znatan lárviðarsveig]

2/12/06 07:01

Skabbi skrumari

Úrvals... sammála öllum hér fyrir ofan... Skál...

2/12/06 01:01

Gvendur Skrítni

Frábært, en ein spurning
"syndir í arfgengum plógförum
kynlegra slóða" Hér áttu væntanlega við syndir Bush eldri og Bush yngri - sem báðir voru kynlegir slóðar?

2/12/06 01:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

- Heh - raunar hafði ég sjálfur ekki hugsað svo langt, en ætlunin með þessu orðalagi var einmitt að bjóða upp á sem margræðasta túlkunarmöguleika (´syndir´ getur t.a.m. lesist sem sagnorð), svoað þessi dásamlega útlegging hjá þér er alveghreint kærkomin!
Hafðu kæra þökk fyrir lestursómakið, semog allir ofanritaðir.

2/12/06 02:00

Klobbi

Mér er nú sú spurn hverjar hinar gengnu þjóðir eru. Er hér vísað til hinna djörfu Parþa?

2/12/06 02:01

Sæmi Fróði

Stórkostlegt.

Margræðið ætti það að haldast og hvet ég Z. Natan til að gefa ekki upp hvað varð til þess að ljóðið varð eins og það er. Ljóð missa marks ef höfundurinn gefur upp hvað hann var að meina og lesandinn missir af möguleikanum að túlka það sjálfur.

2/12/06 07:02

Barbapabbi

Þú klikkar ekki frekar en fyrridaginn

31/10/06 03:02

lappi

Heir,. Kannski kemur krummo karlinn aftur
kemst einn,hanns er glatað leyniorð.
Lappi hefur leitað óra,óra lengi.
Er sennilega dottin fyrir borð.
Kær kveðja!
krummo

Z. Natan Ó. Jónatanz:
  • Fæðing hér: 15/10/04 11:00
  • Síðast á ferli: 18/2/24 17:31
  • Innlegg: 2312
Eðli:
Gerir margt betur en að gera margt.
Gerir fátt betur en að gera fátt.
(Betra að gera fátt vel en margt illa)
Fræðasvið:
Kvæðafúsk & fræðagrúsk
Æviágrip:
Fæddist & fræddist.
Fæðir & fræðir.