— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/06
Bebe Ewing er kominn

Skilgreiningin á hugtakinu ,,fallegasta barn í heimi" er nú til endurskoðunar.

Það var á öðrum tímanum í nótt sem við skötuhjúin settum allt á annan endan í ónefndri útungunarstöð á höfuðborgarvæðinu, Efnistök sértækrar atburðalýsingar mun vera efni í annan pistil en hann verður saminn á viðeigandi vettfangi þegar tækifæri gefst.

Þangað til þá verður tekið á móti gestum milli hálf þrjú og 14:30 á hverjum degi. Kleinur og kökur í boði Björgólfsfeðga.

   (7 af 36)  
1/11/06 10:01

Offari

Til hamingju Norn og B Ewing. Ég kem í kaffi.

1/11/06 10:01

Upprifinn

Til Hammó. það eru ekki allir sem eíga ammó og rammó sama daginn.

1/11/06 10:01

Þarfagreinir

Til hamingju, skötuhjú!

1/11/06 10:01

blóðugt

Til hamingju með barnið.

1/11/06 10:01

Grágrímur

Til hamingju og gangi ykkur allt í haginn.

1/11/06 10:01

Skabbi skrumari

Hér er vísa fyrir nýja Gestapóann...

Bebe, duda gúgu ga
gega ava bigi
aba baba dídi da
ede nana gigi.

Hann veit hvað ég er að fara... Til lukku foreldrar...

1/11/06 10:01

Garbo

Innilegar hamingjuóskir.

1/11/06 10:01

Galdrameistarinn

Innilegar hamingjuóskir með afkvæmið.

1/11/06 10:01

Vladimir Fuckov

Til hamingju !

1/11/06 10:01

Stelpið

Innilega til hamingju! Vona að Norn og barni heilsist vel.

1/11/06 10:01

krossgata

Knúsípús. Hjartanlegar hamingjuóskir. Hvors kyns? Lengd og þyngd? Gekk vel?

1/11/06 10:01

Útvarpsstjóri

Til hamingju!

1/11/06 10:01

Rattati

Til hamingju!

1/11/06 10:01

Golíat

Til lukku öll þrjú!

1/11/06 10:01

Herbjörn Hafralóns

Til hamingju!

1/11/06 10:02

Heiðglyrnir

Gott hjá ykkur og gott á ykkur....Ofboðslegar hamingjuóskir og Riddarakveðja...

1/11/06 10:02

Álfelgur

Til hamingju!

1/11/06 10:02

U K Kekkonen

Hvað get ég sagt Snild alger snild! Til hamingju!

1/11/06 10:02

Tumi Tígur

Innilega til hamingju bæði tvö!

Og velkomið í heiminn Bebe.

1/11/06 10:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Knús

1/11/06 11:00

laumupuki

[Laumast til að kasta kveðuju]

1/11/06 11:00

Anna Panna

Þetta gæti mögulega verið innihaldsríkasta félagsrit á Gestapó frá upphafi! Ykkar skál! [Skálar og gefur öllum vindla]

1/11/06 11:00

Tina St.Sebastian

Til hamingju með krumpudúkkuna. Megi hún sofa vært allar nætur og aldregi garga á veitingastöðum.

1/11/06 11:00

Kargur

Til hamingju.

1/11/06 11:00

B. Ewing

Ég þakka fyrir hönd okkar beggja.

Norn og Bebe heilsast afar vel, En því miður þá fylgdi spítalavist í kjölfarið hjá henni Nornu minni.

Krossgata: Á heimasíðum okkar er meiri upplýsingar að finna. Sendi þér einkapóst um þær.

1/11/06 11:00

Jóakim Aðalönd

Innilega til hamingju!!

Vonandi jafnar Norna sig fljótt á þessu.

Kveðja, Þorbjörg.

1/11/06 11:01

Nermal

Til hamingju þið þrjú. Turtildúfukveðja að norðan.

1/11/06 11:01

Grýta

Hjartanlega til hamingju!

1/11/06 11:01

feministi

Til hamingju

1/11/06 13:02

krumpa

Innilega til hamingju þó seint sé!

1/11/06 14:01

Sundlaugur Vatne

Síðbúnar innilegar hjartans hamingjukveðjur, kæru hjú. Megi ykkur vel farnast í foreldrahlutverkinu og megi króginn dafna og verða foreldrum sínum til sóma.
Velkominn í heiminn Bebe Ewing.

2/12/07 19:02

B. Ewing

Takk takk. Síðbúið er samt búið...

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.