— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/06
Jólin koma

Sá fyrstu jólaauglýsinguna í blaðinu dag. Lítil, snotur, áminning um að kaupa jólakörfurnar fyrir starfsfólkið.

Glætan að ég nenni að hugsa um þetta strax.

   (8 af 36)  
9/12/06 21:01

Offari

Mig er er strax farið að hlakkatil jólana.

9/12/06 21:01

Vladimir Fuckov

Þetta er framför síðan í fyrra. Þá sáum vjer fyrstu jólaauglýsinguna í ágúst.

9/12/06 21:01

Billi bilaði

[Setur Jól og Blíðu í gang í spilaranum]

9/12/06 21:01

Anna Panna

Í fyrra var auglýst í útvarpi í JÚNÍ að hópar þyrftu að panta tímanlega fyrir jólahlaðborð á ákveðnum veitingastað. Í JÚNÍ!!!

9/12/06 21:01

Offari

Er búið að Panta Jólahlaðborðið fyrir Gestapó?

9/12/06 21:01

Skabbi skrumari

Ég hef séð jólahlaðborð auglýst, held það hafi verið í ágúst...

9/12/06 21:02

Nornin

Bíddu... ertu ekki búinn að finna handa mér jólagjöf? [Tárast]

9/12/06 21:02

krossgata

Æ, þetta er fyrsta jólaauglýsingin sem ég sé í ár.

9/12/06 21:02

Nermal

Ég á í Dagskráni sem kemur út á Akureyri auglýsingar fyrir jólaföndur og einnig jólatónleika sem fara framm í lok nóvember. Soldið snemmt atarna. En samt finnast mér jólin algert æði.

9/12/06 22:00

Jóakim Aðalönd

Mig er strax farið að hlakka til?! MIG?! Hvað á þetta að þýða Offari?

9/12/06 22:00

Jóakim Aðalönd

...og svo eru ekki nema 3 mánuðir til jóla. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið!

9/12/06 22:00

Grágrímur

Mér finnst að jólin ættu bara að vera 3ja hvert ár... þá væri eitthvað spennandi við þau.

9/12/06 22:00

Offari

Mér langar nefnilega í Jólagjöf frá Jóakim.

9/12/06 22:00

Sir Alot

Hélt að að fólk væri búið að þessu öllu núna

9/12/06 22:01

Dula

Ég held að jólagjafirnar séu komnar í hús hjá mér ásamt einhverjum slatta af kortum, svo fermingardraslið líka.

9/12/06 22:02

Skabbi skrumari

Það var nú fallegt jólalagið í lok fréttatímans á RÚV áðan... ullabjakk...

9/12/06 23:00

Jarmi

Það kemur að því að einhver snappar og brennir niður IKEA fyrir samskonar brot.

10/12/06 00:01

Nermal

Svo voru Garðheimar að auglýsa jólaskreytingaþjónustu sína um daginn. Auglýsingin virtist að vísu fera frá 1975 en það er aukaatriði. Ég er mikið jólabarn, en þetta er alltof snemmt.

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.