— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaţulur.
Dagbók - 2/11/09
Pönnukökukonan káta

Ég er óttalega ömurleg, lćt ekki sjá mig hér svo mánuđum skiptir og ţegar ég drullast loks til ađ reka inn trýniđ er ţađ til ađ kvarta og kveina og gera öđrum lífiđ leitt. Falleinkunn fyrir mig. En til ađ kćta ykkur - eđa ekki - er hér stutt frásögn af ţví sem á daga mína hefur drifiđ. Nema ţiđ vinniđ viđ ađ horfa á málningu ţorna er ţó ólíklegt ađ ţetta ţyki spennandi. En sumsé, ţetta er sagan af mér, GLEĐILEG JÓL!

I litlu húsi í litlum bć viđ lítinn vog viđ lygnan sć býr pönnukökukonan. Hún ćtlađi ekkert endilega ađ verđa pönnukökukona en ţađ hentađi öđrum ađ hún vćri pönnukökukona og pönnukökukonunni finnst mikilvćgt ađ henta öđrum.

Svo pönnukökukonan bakar pönnukökur. Henni reiknast svo til ađ um ćvina hafi hún bakađ 678.598,3 (0,3 eru dreggjarnar úr skálinni) pönnukökur. Hún bakar fyrir afmćli mannsins síns (89 stk.), fyrir afmćli barnsins síns (125 stk.), fyrir hundinn (7 stk.), fyrir sunnudagsmorgna (39 stk.), fyrir fermingarárgang barnsins síns á sunnudögum (227 stk. - vissuđ ţiđ ađ strákar á fermingaraldri geta etiđ líkamsţyngd sína í pönnukökum á undir 17 sekúndum?). Í desember keyrir ţó um ţverbak. Ţá bakar hún pönnukökur fyrir foreldrafundi, húsfélagsfundi, kökubasara, starfsmannabođ mannsins síns, samstarfsfólk sitt, jólaföndur, jólaskemmtanir, jólabođ tengdamömmu, afmćli frćndfólks, jólin, og gesti og gangandi (alls 12.842 pönnukökur). Á hverjum degi hrćrir hún tvisvar í ţrefalda uppskrift. Pönnukökukonan fćr ţó litlar ţakkir. Viđ hverju býst hún eiginlega? Pönnukökukonur baka pönnukökur. Ţađ er ţađ sem ţćr gera, ţeim jafnsjálfsagt og eiginlegt og ađ draga andann og ţví ađ ţakka ţađ?

Pönnukökukonan á sex pönnukökupönnur (árleg jólagjöf frá eiginmanninum, ţessi jól dreymir hana ţó um ađ fá spađa) og getur bakađ á fjórum ţeirra í einu. Hún ţekkir hverja pönnu eins og barniđ sitt og veit upp á hár hve hitinn ţarf ađ vera hár, bökunartíminn langur og hve mikiđ smjörlíki ţarf á hverja pönnu. Hún veit upp á milligramm hve mikill sykur á ađ fara á hverja pönnuköku svo hiđ fullkomna jafnvćgi náist. Hún hefur fullkomnađ nítján mismunandi pönnukökuuppskriftir og geymir ţćr allar í hjarta sínu. Vinir og vandamenn vita ekki til ţess ađ pönnukökukonan eigi sér önnur áhugamál en pönnukökur.

Og ef til vill er ţađ rétt. Í desember hugsar hún ekki um annađ. Hún reynir ađ hrađa sér heim úr vinnu til ađ geta skellt í pönnukökur og á nóttunni dreymir hana flennistórar pönnukökur sem elta hana, slímugar og ágengar, og öskra á hana: SNÚĐU MÉR! SNÚĐU MÉR!

Eftir ţví sem árin hafa liđiđ lítur pönnukökukonan meira og meira út eins og pönnukaka. Hún hefur breikkađ um miđjuna, sem er sennileg afleiđing ţess ađ hún hefur ekki tíma til ađ borđa eđa elda - annađ en pönnukökur. Hún nćr lyktinni af vanillusykri (leyndardómurinn bakviđ hina fullkomnu pönnuköku) aldrei alveg úr hárinu eđa af fingrunum. Hún hefur brennt sig svo oft á fingrum og lófum ađ hún er orđin ónćm fyrir hita. Hún er komin međ ţykkt sigg á iljarnar (afleiđing ţess ađ standa í fjóra - fimm tíma á dag á hörđu eldhúsgólfi) svo hún getur stađiđ á glerbrotum og glóandi kolum án ţess ađ finna fyrir sársauka. Ţađ eru slettur af steikingarsmjörlíki á öllum fötunum hennar og húđ hennar er óhrein af ađ standa í hitanum og svćkjunni í 30 tíma á viku. Pönnukökukonan deyr örlítiđ inni í sér í hvert sinn sem hún tekur fram handţeytaradrusluna og hrćrir í hina fullkomnu, nćstum ţví guđdómlegu, blöndu. Ćtli ţađ sé ákveđinn pönnukökukvóti sem forlögin skammta hverjum og einum?

Pönnukökukonan snýr fullkominni gullbrúnni kökunni viđ, slćr létt á hana međ lófanum sem ekki finnur lengur fyrir hita, veltir fyrir sér aukinni tíđni sjálfsmorđa í kringum hátíđarnar, og veltir fyrir sér hve mörg ţeirra eru framin af konum sem einfaldlega geta ekki horfst í augu viđ fleiri pönnukökur.

   (4 af 114)  
2/11/09 14:02

Kargur

Fimm rjómapönnsur fyrir ţetta rit. Og láttu sjá ţig oftar.

2/11/09 15:00

Billi bilađi

Mmmmm.... rjómapönnsur međ rabarbarasultu og langskornum banönum.... Mmmmm.... Snarkandi heitar....

2/11/09 15:00

Regína

Úff, ţađ sem kona getur komiđ sér í bara vegna ţess ađ hún fékk (og fćr stundum enn) hrós fyrir pönnukökurnar sínar.
Vanillusykur já ...

2/11/09 15:01

Golíat

Hér sit ég og slefa og get ekki annađ.
Velkomin Krumpa.

2/11/09 15:01

Anna Panna

Falleinkunn segirđu.. ţetta rit og almenn framkoma, hegđun og atferli draga međaleinkuninna töluvert upp skal ég segja ţér.
Ég finn pínulítiđ til í hjartanu međ pönnukökukonunni, en ég held samt ađ hún geti alveg bakađ súkkulađimöffins ef hana langar til...

2/11/09 15:01

Nermal

Öndvegis rit. Mig langar í pönsur.

2/11/09 15:02

hlewagastiR

Frábćr táknsaga. „Pönnukaka“ er vitanlega tákngervingur fyrir kynfćri kvenna og félagsritiđ ein allsherjar kynóra- orgíu- og sjálfsfróunarsaga. „Ađ ţessu sinni langar hana í spađa.“ Fermingardrengjaatriđiđ kemur líka sterkt inn.

2/11/09 15:02

Huxi

Vel frambćrilegt félaxrit, sem öđlađist aukna dýpt og breidd viđ orđabelg Hlebba. Best ađ lesa ţađ einu sinni enn međ kyngleraugun á nefinu.

2/11/09 16:01

Kargur

Eftir ađ hafa hugleitt orđabelg Hlebba rann svolítiđ upp fyrir mér. Sögumađur ţorir ekki ađ skrifa opinskátt um kynlíf og skrifar ţess vegna um mat. Svona eins og Enid Blyton.

2/11/09 16:01

krumpa

Athygliverđar kenningar. Hins vegar er ţađ svo ađ hér er ekki um neinar líkingar ađ rćđa - heldur er pistillinn alfariđ um pönnukökur.

2/11/09 16:01

krumpa

Takk annars öll en verđ bara ađ halda áfram ađ baka....

2/11/09 17:01

Huxi

Ó... Svekkk... [Fer ađ leita í Enid Blyton safninu ađ krassandi matarlýsingum]

2/11/09 17:01

krumpa

Annars fannst mér alltaf svo augljós kynferđislegur undirtónn í Blyton (tveir-ţrír strákar, tvćr stelpur, og stelpurnar alltaf hrćddar og í ţörf fyrir fađmlög) ađ ég ţurfti aldrei ađ leita í matarlýsingar - fékk alveg nógan kikk út úr bókunum samt.

2/11/09 17:02

Útvarpsstjóri

Er ekki alveg gráupplagt ađ ţú bakir pönnukökur fyrir nćstu árshátíđ?

2/11/09 18:01

Garbo

Úrvals gott rit. Gleđileg jól.

2/11/09 19:01

Kiddi Finni

Takk fyrir söguna og hugrćnu pönnukökurnar... og Blyton-pćlingar. Matur og kynlif? Hmm... "má bjóđa yđur, jómfrú góđ, heim til mín í smá vestfirska skötu međ möri?" hér er sko lína sem klikkar aldrei!

krumpa:
  • Fćđing hér: 6/10/04 16:54
  • Síđast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eđli:
Er ósköp ljúf og góđ undir venjulegum kringumstćđum - ţ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eđa óheppilegur tími mánađarins ... Hefur leikiđ í fjölda Bond-mynda...
Frćđasviđ:
Hefur yfirgripsmikla ţekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanţáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Ćviágrip:
Ánetjađist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóđlífi. Hefur nú séđ ljósiđ á baggalúti og látiđ af illu líferni. Enda sćmir ekki annađ virđingarstöđu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuđ í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki međ huggulegan, smókingklćddan mann sér viđ hliđ.