— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 5/12/07
Ofdekur og óhamingja

Gætið hvers þið óskið - það gæti ræst.

Ég var að hugsa:

Loksins á ég allt sem ég hef nokkurn tímann óskað mér:
- góða menntun
- draumastarfið
- pening
- ágætiseintak af karlfólki sem ég elska raunar
- óþekkt og hortugt en heilbrigt eintak af barni sem ég elska raunar líka
- fallegt hús
- hamstur!
- utanlandsferðir þegar mér dettur í hug
- engar fjárhagsáhyggjur
Sumsé - hef það bara ógeðslega drulluandskoti gott.

Af hverju er ég þá ekki hoppandi af hamingju? Af hverju sekk ég raunar oftar niður en áður (þegar ég var einhleyp, blönk og húsnæðislaus)?

Væri sumsé vel þegið ef einhver gæti sagt mér það.

   (13 af 114)  
5/12/07 17:02

Upprifinn

Það mín kæra Krumpa er vegna þess að við erum gerð fyrir basl.

5/12/07 17:02

Dula

Elskan mín góða, skiptum bara og málinu reddað, ég er einhleyp, stundum blönk en ekki húsnæðislaus og ég er líka ágætlega hamingjusöm þannig að við skiptum bara, kallinn hingað og ég til þín.

En lífið er náttúrlega ekki dans á rósum og það er enginn alltaf hamingjusamur.

5/12/07 17:02

Offari

Úbs er þetta ekki lausnin á hamingjunni? 'eg var reyndar bullandi hamingjusamur meðan Framsókn var í stjórn.

5/12/07 17:02

Bleiki ostaskerinn

Peningar kaupa ekki hamingju, þó að algjört peningaleysi valdi mörgum óhamingju.

5/12/07 17:02

krumpa

Ég hef alltaf vitað það að peningar eru bara skeinipappír (nema maður eigi þá ekki) en þegar maður er í farsælu starfi, farsælu sambandi OG hefur ekki peningaáhyggjur (er ekki að tala um að við böðum okkur í hrúgunni eins og Jóakim en við höfum það fínt)....tjah.... þá hélt ég að það ætti að duga til.

5/12/07 17:02

Dula

Ég skal gefa þér páfagaukinn minn, þegar þú losnar við hann aftur þá verðurðu sko hamingjusöm.

5/12/07 17:02

krumpa

HAHA - takk fyrir það - það er samt sennilega málið - maður þarf að hafa eitthvað - eins og að losa sig við páfagauka - til að stefna að.

5/12/07 17:02

Dula

Já það verður alltaf að stefna að einhverju, það er ekkert gaman að vera búin að öllu og hafa ekkert að gera. Farðu í magadans eða lærðu japönsku.

5/12/07 17:02

krumpa

Er ekki viss hvort það dugar til - þegar ég var að stefna að öllum þessum gæðum bjóst ég við því að verða svo hamingjusöm að því loknu - nú eru gæðin komin en hitt lætur á sér standa,.... en maginn á mér dansar nú ósköp fallega án þess að ég leggi mikið á mig til þess!

5/12/07 17:02

Dula

Hehe þú ert æðis, áttu nóg af vinkonum sem gleðja þig á svona stundum , ef ég er búin að öllu og veit ekkert hvað ég á að gera þá er náttúrlega upplagt að spila og spjalla yfir góðu vínglasi við vinkonu sína. Börnin soga oft úr manni orkuna og þá verður móðir að komast frá áreitinu í smá kósýheit.

5/12/07 17:02

Aulinn

Thetta er bara tímabil. Allar tilfiningar ganga yfir (óhád hversu gott madur hefur thad). Thú verdur hoppandi hamingjusöm innan skamms!

Knús!

5/12/07 17:02

Kargur

Ég skal leggja mitt lóð á vogarskálarnar; ég skal kenna karlinum karlrembu og kvenfyrirlitningu, einnig skal ég tæma bankareikningana þína. Kannski þú skrifir uppá eitt stykki víxil frá helvíti fyrir mig líka, svona til að framlengja blankheit þín.
Þá ætti hamingja þín að birtast að nýju.

5/12/07 17:02

Dula

Ég hef oft heyrt að gjafir til fátækra gleðja sálina, sendi þér reikningsnúmerið mitt[flissar]

5/12/07 17:02

Garbo

Að vera sáttur við sjálfan sig eins og maður er er víst nauðsynlegt til að vera hamingjusamur og þá skipta peningar ekki máli. Svo er fátt sem veitir meiri gleði og lífsfyllingu en að hjálpa öðrum og gera góðverk, hvort sem það er að gefa sér tíma til að heimsækja ömmu sína á elliheimilið eða ,,ættleiða" barn í Uganda. Segi svona.

5/12/07 17:02

Lopi

Ef við erum í mínus sjáum við plúsinn. Ef við erum í plúsnum sjáum við hann ekki.

5/12/07 17:02

Lepja

Mitt ráð til þín er að fá þér ástkonu. Ef það kemst upp um þig þá verður hann bara ánægður, kallinn þinn.

5/12/07 17:02

krumpa

Ég á börn út um allar jarðir, m.a. í úganda og á Indlandi... Þetta með ástkonuna mætti hins vegar taka til skoðunar.

5/12/07 17:02

Skúbbi

Það vantar þjáninguna og spennuna í líf þitt.

5/12/07 17:02

Lepja

Látum nú þjáninguna liggja alveg á milli hluta. En spennuna vantar greinilega. Og þar kemur mitt ráð sterkt inn.

5/12/07 17:02

Ívar Sívertsen

Sá tímapunktur að klára nám, búa vel og vera kominn með fjölskyldu og að eiga fyrir öllu er fyrir mörgum endapunktur. Fólk áttar sig stundum ekki á því að það á eftir að ná árangri í starfi, koma fjölskyldunni í örugga höfn sem amma og afi. Lífið er rétt að byrja, stútfullt af tækifærum.

5/12/07 17:02

krossgata

Hvar hefurðu haldið þig?! Málið er augljóslega að þú kemur of sjaldan á Gestapó.

Annars hefur mér alltaf fundist leiðin að markmiðinu skemmtilegri og meira gefandi en að ná því. Kannski er það það sem hrjáir þig? Mér líður nákvæmlega svona stundum, en er svo heppin að vera meingölluð með. Þ.e. fæ dellur (má kalla það áráttur ef þið viljið) sem ég get sökkt mér í. Ég kvíði þeim degi sem ég hætti því.

5/12/07 18:00

Jóakim Aðalönd

Þrá eftir fjármunum er verst að því leyti að hún endar aldrei. Eyddu meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnunni.

5/12/07 18:01

Tigra

Ég skal segja þér afhverju þú ert ekki hamingjusöm.
Draumastarfið þitt tekur frá þér dágóðan tíma er það ekki? Það er mikið puð reikna ég sterklega með... Þú vinnur mikið til að geta borgað af draumahúsinu þínu - og ef þú ert búin að fullborga það þá þarf að borga ýmislegt sem tengist húsinu (já bara og lífinu almennt, barninu ofl). Þú ert búin að koma þér upp hástandard lífi og þarft að vinna í samræmi við það til að hafa efni á þessu góða lífi.
Það er einmitt þá - þótt vinnan sé draumavinnan þín - að þú hættir að gefa þér tíma í áhugamálin og einfaldlega að njóta þessarar fjölskyldu þinnar sem þú ert búin að koma þér upp.
Eyða tíma með þeim án þess að þið séuð endilega að gera neitt sérstakt. Njóta þess að gera það sem þú leyfðir þér að eyða tíma í hérna einu sinni.
Svo skaltu líka finna þér eitthvað nýtt til að stefna að. Það þarf ekki að vera neitt merkilegt... bara eitthvað til að gera framtíðina meira spennandi.
(Nú þekki ég þig að sjálfsögðu ekkir rass og veit ekkert hvort þú gefur þér góðan tíma hverja helgi til að spila golf og mála portraitmálverk á milli þess sem þú ferð með krakkann í húsdýragarðinn, en þetta er amk mitt gisk)
Gangi þér vel í hamingjuleit!

5/12/07 18:01

Huxi

Það eru allir með svokallaðan áhyggjustuðul. Sumir eru bara alltaf með áhyggjur og skiptir þá engu máli hvort það er eitthvað sérstakt til að hafa áhyggjur af.
Svo eru aðrir sem eru alltaf kátir/kærulausir. Þeir eru með lágan áhyggjustuðul. Þú þarft greinilega að slaka aðeins á og leyfa þér að njóta dagsins enn ekki vera alltaf spá í vikuna/mánuðinn/árið framundan. Jafnvel að lifa aðeins hættulega og ekki vera með allt lífið niðurneglt fyrirfram.

5/12/07 18:01

Nermal

Ég er ekkert mikið menntaður, ég bý í blokkaríbúð í Breiðholti. Bankareikningurinn minn er með lítinn plús. Ég á bíl sem er c.a 100.000 kr virði. Ég vinn svona dæmigerða verkamannavinnu. Eg á yndislega kærustu sem ég elska útaf lífinu. Ég er sáttur við lífið. Peningar og fallegir hlutir skapa ekki hamingjuna.

5/12/07 18:01

krumpa

Tígra: reyndar erum við frekar nísk (sparsöm) og skuldum lítið svo að ég eyði bara um helmingi launanna minna - ,,standardinn" er nú ekki hærri en það. Hins vegar líður mér vel í vinnunni og eyði e.t.v. of miklum tíma þar...

5/12/07 18:01

Regína

Fyrir mér í dag er hamingjan að hafa komist óskert í gegnum pínulítið dramakast, og komast að því að það er óþarfi að vera að vorkenna sjáfri mér út af einhverju sem reynist svo vera smámál.

5/12/07 18:02

Skabbi skrumari

Svarið liggur í augum uppi.... Ákavíti og það hellingur af því... [Horfir björtum augum á framtíðarsölutölur]

5/12/07 19:01

Texi Everto

Það sem þig vantar er að verða þér út um einhverskonar áráttu. Svo í hvert skipti sem þú þjónar áráttunni þá verðurðu ogguponsu hamingjusamari. Áráttan getur verið hvað sem er, t.d. að fara í sund, safna ungverskum vatnskönnum, rækta eitthvað í garðinum, reyndu að verða þér út um maníska þrá til að slá metið í tetris eða gera símaöt. (Forðastu samt áráttur sem setja óþarflega mikið álag á þína nánustu eins og að verða fyrsti Viggófóns leikari sinfóníuhljómsveitarinnar eða að parketleggja loftið í öllu húsinu.)

5/12/07 19:01

Regína

Láttu nú ekki svona krumpa, þetta er partur af lífinu að fara upp og niður, og það skiptir engu máli hvort þig vantar allt eða eitthvað, eða hefur allt.

5/12/07 21:00

Isak Dinesen

Ég veit það ekki. Líklega einhver bölvuð efnaskipti að skipta sér af.

Við verðum bara að berjast saman gegn þeim.

5/12/07 21:01

Don De Vito

Þú verður bara greinilega að kaupa þér Playstation 3 og GTA 4. Já, og trommusett. Þá mun þér aldrei leiðast.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.