— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 4/12/07
Mótmælum allir - eða ekki - eða eitthvað

Það er ýmislegt sem flýgur gegnum hugann þegar maður keyrir á 10 kílómetra hraða alla Sæbrautina ...

Sko - ég, eða þ.e.a.s. ólátabelgurinn og róttæklingurinn í mér, hef alltaf verið fremur hrifin af mótmælum. Ég er veik fyrir mólótovkokteilum (svo framarlega sem þeir slasa engan) og það er eitthvað sexý við að kunna að gera (gera - ekki nota) sprengju. Ég man hve ég hreifst með í rómantíkinni þegar franskir bændur hentu tómötum á þinghúsið, eða hvað það nú var, og hugsaði að svona ætti nú frónbúinn að gera líka...

Svo þegar loksins koma alvöru mótmæli er einstaklingshyggjupúkinn í mér ekkert alltof hrifinn. Ég á fyrir bensíni og keyri raunar sáralítið og finn því lítinn mun á bensínverði milli mánaða. Frjálshyggjupúkinn hugsar því að þetta sé ekki mín barátta - ekki mitt vandamál. Ég var einmitt að flýta mér í Bónus að kaupa tómata á séríslensku verði og mátti illa við því að vera sein... Fyrir nú utan umhverfisáhrifin, og aðkomu slökkvi- og lögreglubíla og allt hitt.

Svo er auðvitað kaldhæðið að við það að keyra á tíu kílómetra hraða eyðir maður margfalt meira bensíni sem leiðir til þess að maður þarf að kaupa meira bensín sem aftur verður til þess að ríkisstjórnin tekur af manni meiri pening...

Annars eru þetta hin bestu mótmæli og ekki hægt annað en að dást að samstöðunni - og umburðarlyndi almennings gagnvart þessu. Svo var eitthvað ótrúlega virðulegt og hátíðlegt við að lulla í bílalest á tíu kílómetra hraða með tvo vörubíla í broddi fylkingar. Og allir í sömu súpunni...

Svo ætli maður verði ekki bara að bíta á jaxlinn. Setja góðan disk á græjurnar í bílnum og fá sér rettu og kók.

En hvað með allt hitt? Hvað með matinn, ferðalögin, lánin, gjaldeyrinn og allt hitt sem hefur hækkað? Rómantísk bændamótmæli með tómötum að hætti frakka eru víst út úr myndinni. Eins og verðið á tómötum er hefur enginn efni á að kasta þeim. Þeir sem á annað borð geta leyft sér þann munað að kaupa tómata hafa kannski ekki yfir neinu að kvarta.

   (14 af 114)  
4/12/07 01:01

Offari

Vér mótmælum allir.

4/12/07 01:01

Günther Zimmermann

Punkturinn hjá þér í lokin er á sömu nótum og mínir þankar. Það er svo ótal margt annað en verðið á blóðinu úr börnunum í Írak sem ætti að hvetja okkur til að ná í sápukassana og hrópa okkur hás.

4/12/07 01:01

Garbo

Já, við eigum að sjálfsögðu að mótmæla hvenær sem okkur finnst ástæða til. Aðferðirnar eru svo annað mál.
Hef reyndar ekki mikla samúð með 4x4 klúbbnum en þeim mun meiri með atvinnubílstjórum, verktökum og bændum og öðru landsbyggðarfólki sem á sitt undir því að komast milli staða með vörur sínar og þjónustu.

4/12/07 01:01

krossgata

Ég lenti næstum í mótmælum í dag. Þau voru á hinni akreininni, svo ég ók framhjá þeim á þægilegum hraða. Mér fannst þau voða krúttleg og rétti upp þumalinn til vörubílstjórans þegar ég renndi framhjá fyrir 500 kall örugglega. Félagshyggjuengillinn minn greinilega steinsofandi á þessu augnabliki því ekki lét mig stinga mér inni í röðina. Frjálshyggjupúkinn situr nú alsæll við tölvuna og skrifar orð í belg.

4/12/07 01:02

Lopi

Það eru allir svo hrifnir af þessum mótmælum að næstum enginn er pirraður á þeim...sem þýðir það að mómælin virka ekki.

4/12/07 01:02

Garún

Fólk er að berjast fyrir lifibrauði sínu, því eðlilegt að láta í sér heyra, en stjórnvöld hafa almennt ekki áhuga á því að heyra sannleikan.

4/12/07 01:02

Bölverkur

Þetta er smámál, hálfgerður tittlingaskítur, benzín m.a.s. frekar ódýrt hér. En lánin, mjólkin, heilsugæzlan? Þar ætti að andmæla svo kröftuglega að jaðraði við mótmæli.

4/12/07 01:02

Galdrameistarinn

Mjög margir í 4x4 eur í björgunarsveitum og nota sína eigin bíla þegar um björgunaraðgerðir er að ræða. Oft lenda þeir í því að bílarnir skemmast og bila og getur tjóniðu hlaupið á hundurðum þúsunda og þeir standa líka oft straum af eldsneytiskostnaði sínum í þessum ferðum þó svo þeir fái hluta eða allt endurgreitt seinna.
En tjónið sitja þeir uppi með sjálfir.
Við skulum bara vona að þessar aðgerðir skili einhverjum árangri.

4/12/07 02:01

Sæmi Fróði

Þeir sem mótmæla þessum mótmælum vita mögulega ekki aura sinna tal, gott hjá þeim. Við hin stöndum með mótmælendunum.

4/12/07 02:02

Günther Zimmermann

Ég verð ekki rónni fyrr en atvinnubílstjórar loka flugbrautunum umhverfis Leifsstöð vegna verðtryggingarinnar.

Í það ginnungagap fara miklu fleiri peningar til einskis en þær krónur sem mokað er í ódæmdu olífurstana.

4/12/07 02:02

Bleiki ostaskerinn

Ég tafðist vegna mótmælaaðgerða hér á Akureyri, ég tafðist það mikið að ég missti af því sem ég var annars að fara að gera. Ég var ekkert örg heldur skellti ég mér bara í röðina og þeytti lúðurinn þeim til samlætis.

4/12/07 03:00

albin

Ég veit það ekki.... mitt bensín (og annarra ökumanna sem ekki hafa atvinnu af því þessa stundina að aka) er líka óheyrilega dýrt. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna besta leiðin til að mótmæla er að aka hægt á undan öðrum ökumönnum sem líka vilja sjá lækkun á eldsneytisgjöldum.
Hins vegar gerist ekkert ef ekki er mótmælt, svo mikið er víst.

Þetta komment var orðið svo mikið lengra, svo ég ákvað að vera ekki að þreyta ykkur með því. Ákvað þess í stað að þreyta bara þessa örfáu sem líta á bloggið mitt.

4/12/07 03:00

Golíat

Ég borða kaupi og tómata.
Kvarta þó undan verðinu á díselolíunni.

Gaman að sjá þig aftur Krumpudýrið....

4/12/07 03:01

krumpa

Takk fyrir það - gaman að vera séð.

4/12/07 04:01

Dexxa

Mér finnst þessi mótmæli flott.. fyrir utan það augljósa, hve mikið af bensíni var eytt í þessi mótmæli.. Annars hafa trukkabílstjórarnir minn stuðning að fullu

4/12/07 05:00

Isak Dinesen

Já. Og velkomin aftur.

Annars segir (gríðarsterkur) frjálshyggjupúkinn í mér bara: Var þetta lið almennt fyrst núna að fatta að ríkið hirði jafn stóran hluta af bensínverðinu? Ef svo er eru viðkomandi kjánar sem eiga ekkert betra skilið.

4/12/07 05:01

krumpa

Takk fyrir það, hér er gott að vera, þarf samt eiginlega að láta mig hverfa aftur, a.m.k. fram í maí, en þá fer loksins að hægjast um og ég get farið að skipuleggja almennileg mótmæli...

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.