— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/11/06
KARLMANNSSKINN TIL LEIGU - tilboð óskast.

ÆI, já - gleðileg jól elsku hjartans póar nær og fjær og takk fyrir öll gömlu góðu!

Ég er farin að hafa töluverðar áhyggjur af því að ég er jólabarn en Heittelskaður ekki. Held ég því að okkur sé hollast að vera aðskilin á aðfangadagskvöld. Þar sem ekki er ljóst hvort tengdamamma vill taka hann að sér er hann hér með boðinn til leigu eða láns á aðfangadag frá 18:00 - 23:00, ef góðhjartaðar konur, eða karlar ef því er að skipta, vilja taka hann að sér. (Vil taka það skýrt fram að einungis er um að ræða lán við borðhald en ekkert ósæmilegt er inni í myndinni..) KOMA SVO!
Hér er svo stutt upptalning á eiginleikum hins leigða:

- er ágætlega útlítandi.
- kurteis og kemur vel fyrir.
- á jakkaföt og getur því verið sæmilega til fara (skal hnýta á hann bindi og strauja skyrtu).
- smjattar ekki og kann almenna borðsiði (klórar sér t.a.m. ekki í eyrunum með steikarhnífnum).
- er ekki matvandur og því er ákaflega gaman að elda fyrir hann (étur allt sem að kjafti kemur).
- getur (með réttri tilsögn) unnið létt heimilisstörf.
- gengur snyrtilega um (setur setuna niður).
- er stundvís.
- getur haldið uppi samræðum nokkurn veginn skammlaust.
- er á allan hátt hið besta skinn en ekki reikna með að hann dansi í kringum jólatréð eða lesi úr Nýja testamentinu.
Tekið verður við tilboðum hér að neðan.
Á sama stað óskast vel lyktandi kanína eða ísbjarnarhúnn sem gæludýr.

   (15 af 114)  
2/11/06 22:01

krumpa

Ps. ég er hérmeð orðin sagnaþulur! Finnst nú eiginlega hljóma meira spennó að vera skriffinnur...

2/11/06 22:01

Dula

Ég á bara illa lyktandi ungling þannig að ég get ekki bjargað þér.

2/11/06 22:01

Upprifinn

hvað um vel lyktandi hvolp?

2/11/06 22:01

krumpa

hmmm - hvolpar eru að mér skilst voðalega athyglisþurfi...og mikil vinna að eiga svoleiðis. Dreymdi hins vegar um daginn að ég ætti ísbjarnarhún - hann var voða kelinn og góður.

2/11/06 22:01

blóðugt

Karlfyglið mitt er ekki jólabarn heldur, við gætum kannski bara komið þeim saman á aðfangadagskvöld.

2/11/06 22:01

Upprifinn

já sennilega er enginn vinna að eiga svona hún.

2/11/06 22:01

krumpa

nah - alla vega ekki í draumnum, bara mjúkur og kelinn bangsastúfur - ekkert vesen eða vinna! ÉG VILLLLLLL ÞANNIG.

2/11/06 22:01

Ívar Sívertsen

Hemm... þetta kallast ekki áhugaleysi heldur vilji til að láta stjana við sig! Sem sagt hann er jólabarn en viðurkennir það ekki fyrr en á aðfangadag þegar hann verður aðeins farin að meyrna.

2/11/06 22:01

Herbjörn Hafralóns

Þar sem ég er starfandi keisari og krumpa er keisaraynja, hlýt ég að taka fram að hún er ekki að auglýsa mig til leigu. Ég verð um kyrrt í keisarahöllinni á aðfangadag. Þetta hlýtur að vera eitthvert viðhaldið, sem hún vill losna við eina kvöldstund.

2/11/06 22:02

krumpa

Vitaskuld minn kæri, það er alltaf svo neyðarlegt þegar viðhöldin sitja til borðs með okkur á jólum...

2/11/06 22:02

Herbjörn Hafralóns

<Gefur frá sér vellíðunarstunu>

2/11/06 22:02

krossgata

Það er orðið fullt hjá mér af ójólabörnum og jólabörnum annars hefði ég örugglega getað tekið hann að mér.

[Hugsandi]
Kannski ég setji bara upp svona ójólabarnaþjónustu næsta ár...

2/11/06 23:01

Reynir

Ég er reyndar ekki mikill aðdáandi krumpuklíunnar, en þetta Hafralónsskrípi er fínt. Afskaplega fínt. Jájá. Minnir mig á að einhvern tíma verður maður gamall. Og eins og allir vita er það upphafið að endalokunum. Krumpan tekur því illa, jarmar alltaf hérna um að hrukkurnar séu að brjótast út, öldrunarblettir spretti upp, hún sé að verða fjarsýn og missi þvag í fullorðinsbleyjuna sem Hafralóns er nógu forsjáll til að setja á hana.

2/11/06 23:01

Starri

Er þetta skinn passlegt á mig?

2/11/06 23:01

Regína

Ég þakka gott boð, en ég hef ekkert að gera með karl sem má bara notast við á aðfangadagskvöld. Mig vantar frekar einhvern sem nýtist í allt þetta sem ekki er gert á aðfangadagskvöld milli 18:00 og 23:00, til dæmis að bóna bílinn (og já, ég meina líka þetta ósiðlega, ég er alveg viss um að einhver spáir í það).
Mér sýnist þú líka lýsa honum þannig að þú sért bara þokkalega ánægð, geturðu bara ekki haft hann sjálf á aðfangadagskvöld

2/11/06 23:02

albin

Ekki ertu búin að frá karl skömmina? Það væri ekki fallega gert svona rétt fyrir jólin, ekki einu sini þó hann sé lítið jólabarn.

2/11/06 23:02

Herbjörn Hafralóns

Hver er þessi Reynir, sem er að steyta görn þarna fyrir ofan?

3/11/06 00:00

Jóakim Aðalönd

Ómarktakandi eymingi, sem þorir ekki að skrifa undir sínu ,,rétta" nafni.

3/11/06 00:00

Dula

Hann Reynir hann reynir að vera svaka töffari [Frussar]
Krumpa mín þú bara hendir honum í jólasveinabúning og þá er jólaskapið installað sjálfkrafa í hann.

3/11/06 00:01

krumpa

Jújú þetta er ágætisræfill þó hann (eða aðrir karlmenn sem orðið hafa á vegi mínum) bóni aldrei bílinn minn, ef þú finnur mann til þannig starfa, Regína, getum við þá ekki samnýtt hann?
Ætli ég leyfi honum ekki annars (óflegnum) að vera heima til að byrja með - get alltaf sent hann til tengdó ef illa fer...
GLEÐILEG JÓL!

2/12/07 21:01

Skreppur seiðkarl

Oft má líka fá leyfi foreldra viðkomandi til að lóga kvikindinu.

Þegar ísbirnir eru orðnir stórir þá éta þeir 15 kíló af innyflum á dag og skíta svipuðu magni. Gangi þér vel.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.