— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/11/06
Lífhræðsla

Í næstu viku er ég að fara erlendis - í tíunda skiptið síðan í mars.

Það hefði mátt halda að maður væri farinn að sjóast og jújú, ég hef flogið ansi oft með DAS frá SAS og lifi til frásagnar.
Ég er líka ekki beint flughrædd en líður þó alltaf betur með fast land undir fótum. Flugvélar, rétt eins og stóru, loðnu hunangsógeðin GETA EKKI FLOGIÐ. Það er eðlisfræðilega ómögulegt. Bíllinn minn getur heldur ekki flogið.

En alla vega, þangað til í gær þá huggaði ég mig við það að hjá stóru, evrópsku flugfélögunum væri gott eftirlit, engin flugvél með svo mikið sem stíflað klósett eða bilaðan heddfón fengi að fara í loftið. Hvað heyrir maður svo? Milljón ferðir með SAS án þess að vélarnar væru skoðaðar á milli! Svo er bara klippt af bílgarminum (sem hvorki getur né þykist geta flogið) ef hann fer ekki í skoðun á réttum tíma.

Í næstu viku er ég svo að fara til borgar í S-Evrópu með flugfélagi sem þykir víst ekki það traustasta í bransanum (ólíkt SAS). En það er ekkert annað í boði. Lengi vel stóð raunar verkfall fyrir dyrum hjá þessu ekki svo ágæta flugfélagi en það var víst blásið af...

Alla vega, áðan var ég að bóka flugið og var þá beðin um nafn á nánasta aðstandanda! Traustvekjandi? Ef ég semsagt hrapa og brenn til kaldra kola þá er það einhver spænkumælandi manneskja með verkfallsdrauma sem hringir í Heittelskaðan í keisarahöllina og tilkynnir um andlát mitt. Í það minnsta virðist sem það sé ekki svo ýkja fjarlægur möguleiki að það gerist - fyrst þeir biðja á annað borð um neyðarnúmer nánasta aðstandanda...

Hefur einhver lent í þessu? (þ.e. að vera beðinn um svona uggvænlegar upplýsingar - ekki í því að deyja í flugslysi).
Og...
á ég að þora að fara?

Ef þið getið sagt eitthvað til að hugga mig er það vel þegið!

   (18 af 114)  
1/11/06 05:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Maður kemst nú altaf niður einhvernveginn

1/11/06 05:01

krumpa

Hmmm...ekki alveg hughreystingin sem leitað var eftir.

1/11/06 05:01

Offari

Vertu óhrædd ef flugélin hrapar þá geturðu alla vega kent örðrum um hvernig fyir þér fór en ef þú eyrir bílnum þínum út í sjó og drepur þig færðu einfaldlega stórt smviskubit á næsta tilverustigi.

1/11/06 05:01

krumpa

Er mjög efins um næsta tilverustig og kann raunar ágætlega við það tilverustig sem ég er á...

1/11/06 05:01

krossgata

Ja, ég hef verið beðin hvað eftir annað um nafn nánasta aðstandanda á sjúkrahúsum og enn er ég á lífi.

Eftir því sem ég best veit.

1/11/06 05:01

krumpa

Jamm - þetta er viðtekin venja á sjúkrahúsum - hef bara aldrei lent áður í þessu þegar ég panta flug. Almennt er held ég líklegra að fólk deyi á sjúkrahúsum heldur en í flugi...

1/11/06 05:01

Upprifinn

Hvaða flugvél mundi sossum voga sér að hrapa með yður innanborðs ég er hissa á svartsýni yðar.

1/11/06 05:02

Limbri

Sagðir þú ekki allt sem segja þurfti krumpa. Að það er hættulegra að fara á sjúkrahús heldur en í flugvél. Og á sjúkrahúsum eru menn í fullu djobbi við að láta þig ekki deyja, búnir að fara í mörg ár í skóla til þess jafnvel.

Nei það er ekkert að óttast við að fljúga. Kannski smá áhyggjur hægt að hafa af því að hrapa, en flugið sjálft er sársaukalítið til -laust. Og flugvélar hrapa sjaldan, held það myndi kosta þá of mikið að smíða flugvélar sem hrapa. Hreinlega borgar sig ekki til langtíma litið.

Skelltu þér bara í sólina og mundu eftir að kaupa eitthvað sælgæti sem "á" að kaupa í útlandinu, jafnvel þó svo það hafi verið selt á klakanum í mörg ár núna.

Góða ferð og hafðu það sem best.

e.s. ekki skrifa mig sem nánasta aðstandanda, ég nenni ómögulega að standa í öllu pappírsruglinu ef þið hrapið.

-

1/11/06 07:01

Nornin

Uss, ég var beðin um þessar upplýsingar þegar ég flaug með Ryan-air og (SL)Eazy Jet fyrir nokkrum árum og ég lifði það af.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.