— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/12/06
BRAND-ARI(nn)

úppps - veit ég er að misnota félagsritaformið en í framhaldi af síðasta riti mínu (og innleggi Ívars við það) þá verð ég að segja að þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef séð:

,,Arinn í stofu með steinflísum á gólfi í kringum arinn, þar innaf er gestasalerni með flísum á gólfi og veggjum. "

   (24 af 114)  
2/12/06 21:02

Offari

Þetta kallast sjálfbærni.

2/12/06 21:02

Prins Arutha

Merkilegur arinn þetta, með flísum og klósetti fyrir gesti. Sennilega ekki vinamargur maður sem býr þarna.

2/12/06 21:02

krumpa

Nei - en það góða er að það eru VEGGIR á klósettinu - verst samt að það þurfi að skríða gegnum arininn til að komast á það. Alger snilld! Þ.e. nema salernið sé inn af steinflísunum...

2/12/06 21:02

krossgata

Það leynast greinilega hinar kynlegustu vistarverur um allan bæ.

2/12/06 22:00

Vladimir Fuckov

Vjer skiljum þetta þannig að um sje að ræða arinn er inniheldur annan arinn er umkringdur er flísum. Inn af þessum arni í arni er síðan gestasalerni.

2/12/06 22:00

Herbjörn Hafralóns

Ég skil þetta með gestasalernið einfaldlega þannig, að það séu flísar bæði á gólfi og veggjum, en hins vegar vildi ég ekki þurfa að troðast gegnum arininn til að komast á snyrtinguna.

2/12/06 22:01

Jarmi

Salarni?

2/12/06 22:01

Sæmi Fróði

Þetta er í styttra lagi hjá þér Krumpa, sem er gott.

2/12/06 22:01

Offari

Félagsrit eiga að vera stutt og hnitmiðuð. Þarna nær hún að gera tvent í einu, það er eitthvað sem við karlmenn kunnum ekki.

2/12/06 22:02

Ívar Sívertsen

Flísar á gólfum og veggjum? Eruð þið hissa þó það kvarnist úr timbrinu sem er brennt í arninum og það lendi á salerninu fyrst það er þarna inn af... EN það mætti alveg sópa flísunum út svona af og til svo þær fari ekki að ná upp á veggi... ekki vildi ég setjast á það salerni sem væri þakið flísum... ég væri árið að tína þær úr!

2/12/06 22:02

Ívar Sívertsen

Svo er við þetta að bæta að heima hjá foreldrum mínum er arinn sem ég kallaði alltaf Þór... get it, Þór arinn...

2/12/06 23:00

hvurslags

Brand-arinn er góður arinn, þar eð brandur brennur vel.

2/12/06 23:01

hvurslags

Nei sko, krumpa breytti fyrirsögninni í samræmi við það

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.