— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 2/12/06
Sjálfsfróun, rúnk og önnur æla...

Já, ég kann ng- og nk-reglurnar, mér finnst rúnk bara fallegra en runk... En þar sem ég stunda kynlíf vel og reglulega þá leiðast mér rúnkarar. Hér eru svo nokkrir punktar um helstu tegundir rúnkara. Athugið að hér er kannski meira átt við andlegt rúnk heldur en þetta eiginlega sem allir þekkja. Rúnk, andlegt sem og líkamlegt, hefur helst það einkenni að það gerir engum gott nema gerandanum (og þá aðeins ef það er stundað í hófi og ekki með heimilistækjum) og aðrir hvorki skilja það né vilja vita af því. Rúnk er nokkuð sem fólk ætti helst að gera í einrúmi... Tekið skal fram að þetta eru einungis skoðanir ofanritaðrar og er ekki ætlað að lýsa algildum staðreyndum - þó að orðalagið kunni að gefa annað í skyn.

TALRÚNKARAR
Ég hef í gegnum tíðina haft nokkra kennara sem finna löng og skrítin orð, rúnka sér yfir þeim dógóða stund, velta þeim í munninum og hugsa svo vel og lengi hvernig þeir geti komið þeim fyrir í setningu. Afleiðingarnar eru oftar en ekki hræðilegar. Frá þeim kemur afbjagaður hrærigrautur sem enginn skilur, eða kærir sig um að skilja, enda oftar en ekki til hin ágætustu, einföldu orð yfir sama fyrirbæri. Sjaldnast skilja þeir raunar orðin sjálfir.
Í stað þess að virðast gáfulegir koma þessir menn því aðeins fyrir sjónir fólks sem rúnkarar og enginn vill þurfa að verða vitni að rúnki. Auðvitað á þetta svo ekki eingöngu við um kennara.

Ritrúnkarar
Þessir eru verstir. Þetta eru rithöfundarnir með löngu, skrítnu orðin og illa uppbyggðu setningarnar. Það skilur þá varla nokkur sála og enn færri nenna að lesa þá. En það versta er að það segjast allir hafa lesið þá. Bókmenntaelítan og svokallaðir fræðingar (ég hef aldrei getað sætt mig við að ég þurfi á ráðgjöf prumpuprófara að halda til að ákveða hvað ég eigi að lesa) eru slefandi yfir þessum mönnum. Bókmenntaelítan svokallaða samanstendur raunar mestmegnis af illa menntuðum, stautlæsum, snobbhænum sem halda að ef þær skilji ekki eitthvað (sem útilokar raunar ekki margt) hljóti það að vera ógurlega merkilegt... Svo er röflað um þemu, analógíur, minni, myndmál, hverfingar, breytingar og önnur heimatilbúin rúnkhugtök út í það óendanlega. Raunar er svo alveg undir hælinn lagt hvort þessir fræðinga-ritrúnkarar geta komið frá sér óbjagaðri setningu. Las um daginn hluta ritdóms eftir einn slíkan fræðing þar sem viðkomandi talaði um að eitthvað við bókina hefði ,,glatt sig LINNULAUST." Það eina sem getur glatt mig LINNULAUST - aftur og aftur og endalaust - er raðfullnæging! Þarna skildi vesalingurinn augljóslega ekki þetta flotta orð sem varð fyrir valinu. Hvað er að því að gleðja MIKIÐ? Eða að gleðja ÁKAFLEGA? ÓSTJÓRNLEGA? Allt góð íslensk orð sem hæfa merkingunni sem þarna var verið að reyna að ná fram. Á maður svo að taka mark á ritdómi sem settur er fram á slíkan hátt? Langar, óskiljanlegar, illa uppbyggðar setningar og orð sem eiga ekki við? Nei takk, bók er ekkert annað en þau áhrif sem hún hefur á lesandann og hver getur sagt manni hvað er gott? Ritrúnkararnir eru svo ákaflega merkilegir að þeir geta ekki lengur notað skiljanlegt mál. Þeir sem nota skrítin orð og klausturslegar, ofurlangar málsgreinar líta ekkert út fyrir að vera gáfaðri fyrir vikið. Það skilur þá enginn og síst af öllu þeir sjálfir. Þeir líta því bara út fyrir að vera það sem þeir eru - rúnkarar.

Ríkisstyrktir rúnkarar.
Þetta eru arkitektarnir sem byggja hús þar sem ekki er hægt að opna út nema það sé sunnanátt (í íslenskri veðráttu eiga rúnkhurðir nefnilega til með að fjúka upp)! Þetta eru mennirnir sem bera ábyrgð á flestum skólabyggingum landsins. Ákaflega merkilegir og menntaðir auðvitað. En rúnkarar engu að síður. Eða er eðlilegt að byggja skólahúsnæði fyrir stofnun sem er í sárlegu húsnæðishraki og eyða 1000 fermetrum í GAT í miðju húsinu? GAT á öllum hæðum? Jújú, flott í óperum og leikhúsum, en þarna gæti verið lesrými fyrir 200 manns. En - auðvitað meira rúnk að hafa GAT! Ákaflega fallegt rúnk og við dáumst að þessu eins og hálfvitar og gleymum alveg að hús eru ætluð til notkunar en ekki bara áhorfs. Þessir menn byggja líka hús sem eru þeim ósköpum gædd að þegar það er frost úti þá er meira frost inni. Þá sjaldan það er sól fá svo allir ofbirtu og höfuðverk því að gardínur (eða raunar kóksjálfsalar - eða nokkuð annað sem þjónað getur þörfum notendanna) samrýmast ekki rúnkinu... Og viltu mála, væni? Leiðinlegt, því að rúnkarinn á einkarétt á rúnkinu sínu (hver vill líka rúnk einhvers annars?) og þú MÁTT ekki mála.

Auðvitað eru til ótalmargar aðrar tegundir rúnkara og allir þekkja rúnkara. En ég læt þetta duga í bili...

Brjótumst undan oki rúnkaranna! ´
Hættum að dást að rúnki annarra þegar við getum svo léttilega rúnkað okkur sjálf. Hættum að vera í mínus og steik þó að við skiljum ekki rúnkarana - þeir skilja sig vanalegast ekki sjálfir.

Lifið heil -- en annars getið þið bara farið og r***** ykkur!

   (26 af 114)  
2/12/06 15:01

Grágrítið

rúnk on

2/12/06 15:01

krumpa

Við þetta má svo bæta bloggrúnkurunum sem Ísdrottningin fjalalr um hér að neðan. Menn sem eru svo andskoti klárir og merkilegir að þeir geta ekki einu sinni drullað yfir aðra á skiljanlegan hátt...

2/12/06 15:01

Dula

Halelúja, let us runk over it.

2/12/06 15:01

krossgata

Mér finnst ú í runk ekki fallegt og gerir það meðal annars að verkum að ég get ekki lesið Dóra Lax. Ætli hann hafi samt nokkuð notað mikið orðið runk? En það er önnur Ella.

Þetta er annars ljómandi pistill og minnir mig á þá runkara sem hönnuðu nýja barnaspítalann. Þar mega ekki einu sinni vera þægileg húsgögn fyrir foreldra, sem dvelja langdvölum að sinna veikum börnum sínum. Út með lazy-boystólana, þeir passa ekki inní hönnunina og inn með ferköntuðu hörðu húsgögnin samkvæmt teikningunum. Það er aukaatriði hvort börnunum, ættingjunum eða starfsfólkinu líði sæmilega.

2/12/06 15:01

Hexia de Trix

Alveg er ég sammála þér krumpa mín, sérstaklega með arkitektúrsrúnkarana. Það er t.d. grátlegt að horfa upp á nýjan grunnskóla þar sem arkitektinn ákvað að hafa snaga inni í skólastofu en ekki frammi á gangi. Virkar líklega ágætlega í hitabeltinu, en hérna á Íslandi eru börnin oftar en ekki í snjóblautum kuldagöllum, blautum og illalyktandi ullarsokkum og flíspeysum og treflum og húfum og vettlingum... auðvitað dettur hvorki börnum né kennurum í hug að hengja slíkan fatnað af 20 börnum inni í skólastofunni. Þar yrði ekki líft, hvað þá vinnuhæft. Þrautalendingin er semsagt sú að hlaða útifötunum á handriðin frammi á gangi, því ekki fæst leyfi (þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir) að setja upp snaga eða fatahengi utan skólastofanna.

Er nema von maður gapi.

2/12/06 15:01

krumpa

Mér leiðist Dóri Lax (rúnkari) en ég held hann hafi aldrei notað orðið rúnk enda er það eina orðið sem ég leyfi mér að skrifa án þess að virða ng- og nk-reglurnar.
Krossgata, þetta er einmitt málið! Hönnunarrúnkið blívur og skítt með það hvernig fólki líður!

2/12/06 15:01

krumpa

Hexía, þetta er alveg ótrúlegt - og samt ekki. Örugglega mörg svona dæmi þar sem arkitektar neita að sættast á að þeir hafi gert mistök og í stað þess að bæta úr halda þeir fast í rúnkið.

2/12/06 15:01

krossgata

Ég má svo til með að koma hér með tilvitnun í eitt ömurlegasta innlegg við blogg sem ég hef lengi séð. Bloggið var tengt umfjöllun Kastljóss um Breiðavíkurmálið. Innlegg gestsins er svona:
"Tek hatt minn ofan fyrir umfjöllun ykkar og viðtölum. Mikið þarfaþing að kóvera þetta hryllilega mál. Maður varð kjaftstopp. Ég varð þó á annan hátt kjaftstopp yfir síðasta viðmælanda ykkar. Sá maður virkaði undarlega á mann; furðulega leikrænn og sukópatískur; rétt eins og hann hefði sett sig í stellingar og léki allt saman eftir manúskripti fyrir amerískt dokúmentar. En hinir voru allir nota bené mjög trúverðugir."

Þetta er nú með ömurlegra runki sem gerist á almannafæri.

2/12/06 15:01

krumpa

Jamm, þetta er sko eðalrúnk! Mikið af furðulegum orðum sem viðkomandi telur vafalaust lýsa greind sinni og rithæfni. Leiðinlegt samt hvað hann kann fá orð á íslensku...

2/12/06 15:01

blóðugt

Ég kynntist snemma arkitektúrsrúnki, eða þegar byggt var nýtt íþróttahús við grunnskólann sem ég gekk í. Þessi "ofursnjalli" arkitekt ákvað að best væri að hafa þakglugga fyrir ofan sturturnar, svo strákarnir gætu örugglega klifrað upp á það og kíkt á okkur stelpurnar í sturtu. Sérlega vel úthugsað.
Sami arkitekt hannaði svo aðra viðbyggingu við skólann þar sem hún ákvað að hafa upptekið loft en setja stalla á veggina. Þessir stallar þjóna svo engum tilgangi nema að safna ryki og drullu. Einnig hafði hún sameiginlega rými skólans þannig að það er vart nothæft í nokkurn skapaðan hlut því þar tók hún niður HELMINGINN af gólfinu. Óskiljanlegt.

2/12/06 15:01

blóðugt

Já, og hvað í fjandanum þýðir "sukópatískur" ? Er það orðið "psychopathic" sem hann "þýðir" svona... vel?

2/12/06 15:01

Stelpið

Nemendur í nýja náttúrufræðihúsinu Öskju eru einmitt rúnkfórnarlömb, í einum (ef ekki fleirum) fyrirlestrasalnum mátti ekki hafa áföst borð við stólana (svona bíóstóla) að því arkitektinum fannst það ekki passa inn í. Jájá, nemendur sleppa því þá bara að taka glósur, allt fyrir lúkkið...

2/12/06 15:01

Nermal

Það er nú linnulaust gamann að lesa þennann pistil og kommentin við hann. En ég held að einir skelfilegustu hönnunarrunkararnir séu þeir sem hanna kirkjur landsins. Nýjar kirkjur eru upp til hópa forljót óskapnaðar steyputröll. Hvað skeði eftir að menn hönnuðu gæsilegar kirkjur eins og t.d Akureyrarkirkju? Þá fóru menn í runk eins og Blöndóskirkju... Breiðholtskirkju............

2/12/06 15:01

Isak Dinesen

Margt til í þessu öllu saman. Ég hef einmitt velt fyrir mér gatinu í skólabyggingunni lengi vel og dáðst að fábjánaskapnum sem að baki liggur.

[Runkar sér um stund yfir þessari athugasemd]

[Ýtir á Senda]

2/12/06 15:01

Offari

Arkitktúr er listgrein. Listin hefuroft meiri tilhneigingu til að vera framúrstefnuleg en að notagildið sé í hávegum haft. Ég las þetta rit með allt öðru hugarfari ég hélt að þetta væri svona leiðarvísir um fjölbreytni fyrir sjálfkynhneigða en sjálfkynhneigð mín á það til að vera einhæf og tilbrytingarlaus.

2/12/06 15:01

Vímus

Rúnkar sér í réttinum Rúnki, krúnkar Krumpa.

2/12/06 16:00

Tina St.Sebastian

"Sukópatískur"? Þarna finnst mér einhvernveginn líklegra að rúnkarinn (já mér finnst líka eiga að vera ú) hafi meint "sykófantískur" eða undirlægjulegur, en "sækópatískur" eða siðblindur. Þó veit maður aldrei.

2/12/06 16:01

Nornin

Eigum við nokkuð að ræða Öskju?
Þetta er ein verst hannaða skólabygging sem ég hef sest inn í.
Það voru engar innstungur í stofunni sem ég þurfti að sitja fyrirlestur í um daginn, svo við lentum næstum öll í að tölvurnar okkar urðu straumlausar í miðjum fyrirlestri.
Við vorum reyndar tvö sem vorum það fyrirhyggjusöm að stökkva út í hléinu og hlaða tölvurnar í 5 mínútur (þetta var 10 mínútna hlé, hinar 5 mínúturnar fóru í að FINNA innstungur!)

2/12/06 16:01

Upprifinn

Var það ekki í Listasafni Íslands sem að sýningarsalur var hannaður með þakgluggum sem gerði hann ónothæfan lýsingarlega?
Arkitektinn neitaði að breyta.

2/12/06 16:02

Hakuchi

Hafðu þakkir fyrir þennan prýðilega pistil. Miðað við umkvartanir um arkítektarúnk virðist meirihlutinn beinast að einum aðila, dr. Magga. Ég hata hans verk. Hann er hæfileikalaus æviráðinn spjátrungur sem hefur lagt metnað sinn í að gera líf Háskólanema eins óþægilegt og hægt er. Það sama á reyndar við um flesta byggingaraðila hér á landi. Fari þeir allir með tölu ofan í eldspúandi Heklu, þar sem þeir eiga heima.

2/12/06 16:02

Vladimir Fuckov

Það sem er óþolandi er það sem Upprifinn benti á, þ.e. þegar litið virðist á byggingar sem listaverk en ekki hluti með notagildi. Þetta veldur því svo að bannað að breyta byggingunni komi í ljós að einhverju sje ábótavant.

2/12/06 18:00

Jóakim Aðalönd

Mikið er alltaf gaman að sjá brjóstin á þér gægjast fram á einkennismynd þinni kæra keisaraynja.

[Hleypur í felur]

2/12/06 19:01

B. Ewing

Ég ætla ekki að bera mitt álit á arkitektarunki fram. Það er tilefni sérstakrar ritraðar í 1430 bindum og mun sú fyrsta koma út um næstu jól, ein bók í einu.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.