— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/11/05
ÉG ER SAUÐUR

Þetta er nú meira bara svona svo að fólk geti gert grín að mér...<br /> (beðist er forláts á öllum þeim ófyrirgefanlegu enskuslettum er hér koma á eftir)...

Um daginn fékk ég þennan link sendan : http://www.thebeatles.com/hearlove/ . Sem gamall bítlaaðdáandi ákvað ég nú að prófa - enda ágæt bakkgránd tónlist ef maður er að vinna. Var líka búin að heyra að þetta væru ágætisupptökur.

Alla vega...ýtti á linkinn, skráði mig inn og slökkti á mutetakkanum. Bjó mig undir þægilega tóna...

En...mikil andskotans ósköp - þetta var einhver tekknódrulla - remixað ógeð. Lögin heyrðust jú en undirtóninn var alltaf eitthvað pirrandi bíb og blíp. Og aldrei þögn á milli laga.

Ég fann vitanlega skýringu á þessu. Þetta voru upptökur sem Harrison hafði gert og hann á auðvitað engan höfundarrétt að lögunum - aha, þess vegna varð hann að gera þau óþekkjanleg. Ahhhh....

Lét mig hafa það að hlusta á þennan hrylling. Gerði mér hugmyndir um að þetta væri eitthvað ,,nútímabítl", ætlað til notkunar á danshúsum nútímans. Verið að höfða til yngri kynslóðar eða eitthvað...

Hringdi í alla bítlaaðdáendur sem ég þekki og lét þá heyra tóndæmi. Ljóta ruslið. Allir sárreiðir og sjokkeraðir yfir þessari eyðileggingu á annars ágætis sápukúlupoppi. Hundskammaði líka þann sem sendi mér slóðina - þetta sorp væri sko ekki fyrir fólk með hljóðhimnur!

Ákvað loks, eftir klukkutíma hlustun og inntöku ýmiss konar höfuðverkjalyfja að slökkva á þessum ófögnuði. Ákvað ég væri hreinlega of gömul til að hlusta á ,,nýja" tónlist - þetta samansull hefði kannski höfðað til mín fyrir fimmtán árum.

Alla vega...slökkti á bítlunum - en hvað? Tekknódraslið hélt áfram - nú bara eitt og sér! Fattaði þá loks að keisarabarnið hafði verið á leikjanetinu kvöldið áður og ennþá kveikt á leiknum! Tekknódrullan var semsagt ekki Harrison að kenna - heldur pirrandi leikjahljóð! Bíb og blíb!
Skammaðist mín ógurlega fyrir æsinginn og höfuðverkinn....og ákvað að hlusta bara á Megas héðan í frá. Ekkert tekknó þar!

Mæli með því ef þið eruð að hlusta á tónlist að þið hafið EKKI ærandi tölvuleikjahljóð í bakgrunninum!
En kannski eruð þið ekki jafnvitlaus og sumir...

   (32 af 114)  
1/11/05 22:01

B. Ewing

Ég þurfti að lesa tvisvar til að fatta klúðrið... þýðir það að ég sé líka sauður?

1/11/05 22:01

krumpa

sennilega.....velkominn í hópinn!

1/11/05 22:01

Offari

Ég er ennþá örlítið móðgaður við þig.
Ert þú semsagt það mikill snillingur að þú megir sletta eins og Megas?

1/11/05 22:01

krumpa

jebb - nei nei, ég baðst líka afsökunar! En ættir þú ekki annars að vera kátur - eru ekki ,,linkur", ,,bakkgránd", ,,mute" og ,,tekknó" góð og gild orð í æslensku??

1/11/05 22:01

Þarfagreinir

Ég hló mikið að þessari sögu. Hafðu þökk fyrir að lífga upp á daginn.

1/11/05 22:01

Offari

Jú jú þetta var reyndar það sem ég var að meina en mér fannst á þér að einungis snillingum eins og Megas væri leyfilegt að sletta svona. Hinsvegar virðist svo vera sem að þú slettir mest hérenda greinilegt að þó að þú hafir ekki beint tekið undir mínar hugmyndir þá ertu samt duglegust við að innleiða mína hugmynd hér þó svo að meiri hlutinn hafi fellt tilöguna.

1/11/05 22:01

Offari

Sagan var skemmtileg Mér finnst bara líka skemmtilegt að æsa þig upp.

1/11/05 22:01

Ívar Sívertsen

þetta bjargaði deginum fyrir mér!

1/11/05 22:01

B. Ewing

[Tekknótrommast] Búmm-tjiggi tjiggi tjiggi damdam, búmm-tjiggi tjiggi tjiggi damdam, búmm-tjiggi tjiggi tjiggi damdam, búmm-tjiggi tjiggi tjiggi dam, búmm-tjiggi tjiggi tjiggi damdam, búmm-tjiggi tjiggi tjiggi damdam, búmm-tjiggi tjiggi tjiggi damdam, búmm-tjiggi tjiggi tjiggi DAM!

1/11/05 22:01

Limbri

Mikið skil ég þig vel krumpa. Ég hef einmitt sjálfur gert dauðaleit að svona hávaða þegar ég hef 'óvart' opnað 60+ glugga í Eldrefnum og svo byrja satanískar barsmíðar að hamra á hljóðhimnum mínum. En ég hef þó ekki gerst svo frægur að kenna Bítlunum um óskapnaðinn.

-

1/11/05 22:01

Billi bilaði

Nei, þú ert Keisaraynja. Það á náttúrlega að vera búið að tryggja að tölvan sé rétt uppsett áður en þú sest við hana.
Ekki gefa Bítlana upp á bátinn, þó að Megas sé eðal líka.

1/11/05 22:01

Galdrameistarinn

Æ hvað það er gott að vita til þess að fleiri geti gert svona hroðaleg mistök.
Takk fyrir að bjarga deginum.

1/11/05 22:01

Grágrítið

Það vantar alveg í eldrefinn að hægt sé að mjúta ákveðin tabs.

1/11/05 22:01

Þarfagreinir

Hér er kannski komin hugmynd að viðbót ...

1/11/05 22:01

Ziyi Zhang

Já og það nokkuð góð.

1/11/05 22:01

Stelpið

Þetta er sérstaklega pirrandi þegar maður er að skoða margar myspace (minngeimur?) síður í einu og allar spila lög...

1/11/05 22:01

Tina St.Sebastian

Ég segi tölvunni minni bara að grjóthalda kjafti nema ég sé að hlusta á eitthvað sérstakt. Og ég á ekki börn. Kannske er það vandamálið hjá þér.

1/11/05 22:02

Hakuchi

Þú getur huggað þig við að þú slærð sauðinn Völund aldrei út.

1/11/05 23:01

Jóakim Aðalönd

[Orgar af hlátri yfir sögunni]

1/11/05 23:01

Anna Panna

[Þurrkar hláturstárin úr augunum] Þetta kom nú fyrir mig núna í vikunni þegar ég var að hlusta á frumstæða útgáfu af Baggapóinu, heyrði eitthvað svakalegt pling og plong á bakvið og hélt að Galdri hefði misst sig svona svakalega í hljóðblönduninni. En svo var ég auðvitað bara með einhverja bjánalega síðu opna...

2/11/05 00:00

krumpa

Mikið er ég óendanlega fegin því að ég virðist ekki vera ein um að vera sauður!

2/11/05 00:02

Heiðglyrnir

Já vá Riddarinn samgleðst krumpu.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.